Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Tvöföld skemmtun

Tvær umferðir fóru fram í Spurningakeppni Snæfellsbæjar síðasta föstudagskvöld. Að þessu sinni kepptu GSNB strákar í Ólafsvík á móti Valafelli í fyrri umferðinni. Þar var hörkukeppni sem endaði með sigri Valafells. Í seinni umferðinni kepptu Iðnaðarmenn á móti saumaklúbbnum Preggí. Í báðum umferðum réði gleðin og glens ferðinni þó keppnisskapið …

Meira..»

Eyrarrósin afhent í Frystiklefanum

Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Aðstandendur Verksmiðjunnar veittu viðurkenningunni móttöku við athöfn í Frystiklefanum á Rifi fimmtudaginn 18. febrúar en Frystiklefinn er einmitt handhafi Eyrarrósarinnar 2015. Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs …

Meira..»

G.RUN fékk viðurkenningu á forvarnaráðstefnu VÍS

Guðmundur Runólfsson hf. fékk viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins í síðustu viku. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS afhenti verðlaunin. „G.RUN er rótgróið fjölskyldufyrirtæki þar sem umhyggja fjölskyldunnar fyrir öryggi og vellíðan starfsfólks skín í gegn,“ sagði Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri …

Meira..»

Fjör og læti á 1-1-2 degi

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í síðustu viku, er hann haldinn árlega þann 11.2. Var sjónum beint að almannavörnum og áhersla lögð á viðbúnað og viðbrögð almennings að þessu sinni. Viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ voru með fjör og læti eins og þeir kalla það að venju. Keyrði bílalest um götur bæjarins …

Meira..»

Snjófjöll farin að myndast

Íbúar Snæfellsbæjar fóru ekki varhluta af veðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu helgi. Mikið snjóaði í bæjarfélaginu og færð tók fljótlega að spillast. Höfðu snjómoksturtæki bæði í Ólafsvík og á Hellissandi ásamt starfsmönnum þeirra því í nógu að snúast frá því seinnipartinn á fimmtudegi og fram á föstudag og …

Meira..»

Þorrablót Jaðars

Þorra var blótað á Dvalarog hjúkrunarheimilinu Jaðri fimmtudaginn 4. febrúar þó veðrið væri vont. Þurfti aðstoð stórra bíla við að ferja gesti og skemmtikrafta á þorrablótið, töldu þeir í björgunarsveitinni Lífsbjörg það ekki eftir sér að skutla á og af blótinu. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðukona bauð gesti velkomna áður en …

Meira..»

Samningur runninn út

Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runninn út. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá í síðustu viku. Það er jafnframt tillaga bæjarráðs að kanna vilja sveitarfélaganna á Vesturlandi til þess að endurnýja samninginn, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Sérstaklega er …

Meira..»

Póstþjónusta breytist

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Íslandspósti verið heimilað að breyta þjónustu sinni í dreifbýli. Dreifingardögum mun fækka í dreifbýli og nær það til dreifbýlis hér á Snæfellsnesi. Frá 1. mars verður dreift í dreifbýli annan hvern dag og mun t.d. dreifing á Stykkishólms-Póstinum í dreifbýli þannig verða …

Meira..»

Jólamót HSH

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og …

Meira..»