Snæfellsbær fréttir

Fjör og læti á 1-1-2 degi

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í síðustu viku, er hann haldinn árlega þann 11.2. Var sjónum beint að almannavörnum og áhersla lögð á viðbúnað og viðbrögð almennings að þessu sinni. Viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ voru með fjör og læti eins og þeir kalla það að venju. Keyrði bílalest um götur bæjarins …

Meira..»

Snjófjöll farin að myndast

Íbúar Snæfellsbæjar fóru ekki varhluta af veðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu helgi. Mikið snjóaði í bæjarfélaginu og færð tók fljótlega að spillast. Höfðu snjómoksturtæki bæði í Ólafsvík og á Hellissandi ásamt starfsmönnum þeirra því í nógu að snúast frá því seinnipartinn á fimmtudegi og fram á föstudag og …

Meira..»

Þorrablót Jaðars

Þorra var blótað á Dvalarog hjúkrunarheimilinu Jaðri fimmtudaginn 4. febrúar þó veðrið væri vont. Þurfti aðstoð stórra bíla við að ferja gesti og skemmtikrafta á þorrablótið, töldu þeir í björgunarsveitinni Lífsbjörg það ekki eftir sér að skutla á og af blótinu. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðukona bauð gesti velkomna áður en …

Meira..»

Samningur runninn út

Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runninn út. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá í síðustu viku. Það er jafnframt tillaga bæjarráðs að kanna vilja sveitarfélaganna á Vesturlandi til þess að endurnýja samninginn, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Sérstaklega er …

Meira..»

Póstþjónusta breytist

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Íslandspósti verið heimilað að breyta þjónustu sinni í dreifbýli. Dreifingardögum mun fækka í dreifbýli og nær það til dreifbýlis hér á Snæfellsnesi. Frá 1. mars verður dreift í dreifbýli annan hvern dag og mun t.d. dreifing á Stykkishólms-Póstinum í dreifbýli þannig verða …

Meira..»

Jólamót HSH

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og …

Meira..»

Unnu alla leiki í fyrri umferð

Íslandsmótið í Futsal hófst um síðustu helgi. Spilaðar eru tvær umferðir í 4 riðlum og er Víkingur Ólafsvík í A-riðli. Fyrri umferðin var spiluð í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þar sem Víkingur tók á móti Snæfelli, Hvíta Riddaranum og Kóngunum. Víkingur vann alla sína leiki og er því í 1. sæti eftir …

Meira..»

Fjölmenning í Frystiklefanum

Fjölmenningarhátíð var haldin í Frystiklefanum í Rifi laugardaginn 21. nóvember. Það var Átthagastofa Snæfellsbæjar, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Frystiklefinn sem stóðu að hátíðinni með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Fjölmargir lögðu hönd á plóg þannig að hægt var að bjóða glæsilega dagskrá með tónlist og fræðsluerindum. Að minnsta kosti 350 Snæfellingar mættu á hátíðina og þar …

Meira..»

Unnu með stigameti vetrarins

Lið Snæfellsbæjar keppti á móti Rangárþingi eystra í Útsvari Ríkissjónvarpsins síðasta föstudagskvöld. Vann Snæfellsbær stórsigur og setti stigamet í keppninni í vetur með því að vinna 103-32. Það eru þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skipa liðið. Þetta stigamet er þó ekki fyrsta stigametið sem Guðmundur Reynir …

Meira..»