Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Unnu alla leiki í fyrri umferð

Íslandsmótið í Futsal hófst um síðustu helgi. Spilaðar eru tvær umferðir í 4 riðlum og er Víkingur Ólafsvík í A-riðli. Fyrri umferðin var spiluð í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þar sem Víkingur tók á móti Snæfelli, Hvíta Riddaranum og Kóngunum. Víkingur vann alla sína leiki og er því í 1. sæti eftir …

Meira..»

Fjölmenning í Frystiklefanum

Fjölmenningarhátíð var haldin í Frystiklefanum í Rifi laugardaginn 21. nóvember. Það var Átthagastofa Snæfellsbæjar, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Frystiklefinn sem stóðu að hátíðinni með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Fjölmargir lögðu hönd á plóg þannig að hægt var að bjóða glæsilega dagskrá með tónlist og fræðsluerindum. Að minnsta kosti 350 Snæfellingar mættu á hátíðina og þar …

Meira..»

Unnu með stigameti vetrarins

Lið Snæfellsbæjar keppti á móti Rangárþingi eystra í Útsvari Ríkissjónvarpsins síðasta föstudagskvöld. Vann Snæfellsbær stórsigur og setti stigamet í keppninni í vetur með því að vinna 103-32. Það eru þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skipa liðið. Þetta stigamet er þó ekki fyrsta stigametið sem Guðmundur Reynir …

Meira..»

Gjöf til Unglingadeildarinnar Dreka

Miðvikudaginn 11. nóvember fékk unglingadeildinn Dreki 50 öryggisvesti í gjöf frá Sjóvá. Hér á myndinni má sjá þennan fagra hóp unglinga í vestum merktum Sjóvá ásamt Kristjönu Hermannsdóttir ráðgjafa Sjóvá í Ólafsvík og undirritaðan Hlyn Hafsteinsson umsjónamann unglingadeildarinnar taka við gjöfinni. Þar sem unglingadeildin er bæði með inni og úti …

Meira..»

Kvenfélagskleinur

Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Ólafsvíkur vöknuðu snemma á síðasta laugardagsmorgun. Verkefni dagsins var að steikja kleinur, það er hluti af fjáröflun félagsins sem rennur meðal annars til líknarmála í bæjarfélaginu. Að þessu sinni steiktu þær 52 kíló af kleinum sem öll seldust og runnu vonandi ljúflega niður í bæjarbúa. þa/Bæjarblaðið Jökull

Meira..»

4G farsímakerfi Símans stækkar

Endurnýjun farsímakerfisins á vegum Símans hefur farið fram undanfarið. Þar er m.a. á ferðinni fyrirtækið Rafholt, starfsmenn þeirra eru að skipta 3G kerfinu út og setja upp nýja 4G senda í staðin ásamt nýjum köplum. Sendarnir eru staðsettir á mastrinu við pósthúsið í Ólafs­ vík. Starfsmennirnir sem voru að setja …

Meira..»

Elstur í Snæfellsbæ

Gunnar Bjarnason fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Staðarsveit hélt upp á 93 ára afmælið sitt þann 16. nóvember síðastliðinn. Gunnar sem fæddist í Böðvarsholti í Staðarsveit árið 1922 er hann einnig elsti íbúi Snæfellsbæjar. Á myndinni er afmælisbarnið með syni sínum Rúnari Atla og tveimur af barnabarnabörnum sínum þeim Magnúsi …

Meira..»

Hvasst og fljúgandi hálka á Snæfellsnesi

Nú er djúp lægð stödd á hafinu suðaustan við landið. Þessi lægð, í samvinnu við hæðina yfir Grænlandi veldur hvössum vindi á landinu í dag (mánudag). Þessu fylgir úrkoma, rigning á láglendi, en slydda og síðar snjókoma eftir því sem hærra er farið yfir sjávarmál. Ferðalangar ættu að huga að …

Meira..»

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins á Snæfellsnesinu og við Breiðafjörð

Það dylst engum að hér á Snæfellsnesi og í Flatey eru úrvals möguleikar til gistingar og það í öllum verðflokkum.  Við getum státað okkur af mjög flottum hótelum eins og Egilsen, Búðum og Flatey.  Það kemur því etv. ekki á óvart að þessi hótel hljóti sérstaka athygli. S.l. fimmtudag birti einn …

Meira..»