Snæfellsbær fréttir

Elstur í Snæfellsbæ

Gunnar Bjarnason fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Staðarsveit hélt upp á 93 ára afmælið sitt þann 16. nóvember síðastliðinn. Gunnar sem fæddist í Böðvarsholti í Staðarsveit árið 1922 er hann einnig elsti íbúi Snæfellsbæjar. Á myndinni er afmælisbarnið með syni sínum Rúnari Atla og tveimur af barnabarnabörnum sínum þeim Magnúsi …

Meira..»

Hvasst og fljúgandi hálka á Snæfellsnesi

Nú er djúp lægð stödd á hafinu suðaustan við landið. Þessi lægð, í samvinnu við hæðina yfir Grænlandi veldur hvössum vindi á landinu í dag (mánudag). Þessu fylgir úrkoma, rigning á láglendi, en slydda og síðar snjókoma eftir því sem hærra er farið yfir sjávarmál. Ferðalangar ættu að huga að …

Meira..»

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins á Snæfellsnesinu og við Breiðafjörð

Það dylst engum að hér á Snæfellsnesi og í Flatey eru úrvals möguleikar til gistingar og það í öllum verðflokkum.  Við getum státað okkur af mjög flottum hótelum eins og Egilsen, Búðum og Flatey.  Það kemur því etv. ekki á óvart að þessi hótel hljóti sérstaka athygli. S.l. fimmtudag birti einn …

Meira..»

Vel lukkaður heimamarkaður á Snæfellsnesi

 Heimamarkaður var haldinn í Sjávarsafninu í Ólafsvík laugardaginn 31. október síðastliðinn. Fyrir markaðnum stóð Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Um var að ræða matarmarkað þar sem framleiðendum á Snæfellsnesi bauðst að koma til að kynna og selja sínar afurðir. Markmiðið með markaðnum var að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi og einni að hægt væri að kaupa mat ásamt því að …

Meira..»

Plastpokalaust Snæfellsnes, tekst okkur það?

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða og vitund um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Með fjölgun jarðarbúa og hraðri aukningu plastnotkunar vex mikilvægi þess að grípa strax í taumana ef ekki á illa að fara. Vitað er um …

Meira..»

Hvert fór hraðbankinn á Hellissandi?

Eins og íbúar á Hellissandi hafa tekið eftir er búið að fjarlægja hraðbankann sem staðsettur var í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Var fólk orðið uggandi um að ekki kæmi annar hraðbanki í staðinn og þjónustan við það myndi minnka enn því næsti hraðbanki er staðsettur í Ólafsvík. Blaðamaður hafði samband við Landsbankann …

Meira..»

Beinverndarganga

Alþjóðlegi beinverndardagurinn er haldinn árlega þann 20. október. Kvenfélag Ólafsvíkur hefur undanfarin ár minnst dagsins með því að fara í beinverndargöngu og gerði það einnig í ár þó gangan væri ekki fjölmenn, enda veðrið kannski ekki upp á það besta. Farið var frá Ólafsvíkurkirkju og genginn hringur um bæinn. Að …

Meira..»

Steypa gangstíg að tjaldstæði

Framkvæmdir stóðu yfir í síðustu viku við tjaldstæðið á Hellissandi. Þar unnu starfsmenn frá Gunna múr í Grundarfirði ásamt Þorgeiri ehf. að því að steypa gangstétt sem liggur að tjaldstæðinu. Gangstéttin liggur í hlykkjum í laut meðfram veginum sem liggur að tjaldstæðinu. Ekki var hægt að koma steypubílum að og …

Meira..»

Góð gjöf til Lífsbjargar

Fimmtudaginn 22. október veittu aðstandur Snæfellsjökulshlaups þau Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir, Björgunarsveitinni Lífsbjörgu Snæfellsbæ styrk fyrir vel unnin störf en Björgunarsveitin ásamt Unglingadeildinni Drekanum hafa stutt við þetta góða framtak með því að vera með drykkjarstöðvar á hlaupaleiðinni undanfarin ár. Styrkurinn var í formi tækjabúnaðar sem settur verður um …

Meira..»

Aðalfundur SSV ályktar: Úrbóta er þörf

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn að Glym í Hvalfjarðarsveit 7. október s.l. Venju samkvæmt var ályktað um hin ýmsu mál á fundinum. Þær ályktanir sem tengjast Snæfellsnesi beint snúa t.d. að starfsskilyrðum lítilla útgerða sem eru meginstoð útgerðar á Snæfellsnesi sem samtökin lýsa áhyggjum sínum yfir auk þess …

Meira..»