Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Snæfellsbær fréttir

Víkingur Ó gerir það gott

Í vikunni vann Víkingur Ó lið Fram 4-0 á heimavelli. Þetta var sjöundi sigurleikur félagsins í röð á heimavelli í deild og bikar. Þetta er félagsmet. Áður hafði félagið náð í tvígang að vinna sex leiki í röð á heimavelli, en í vikunni var það met slegið. Vert er að …

Meira..»

Þrír sækja um stöðu skólameistara

Í vor var auglýst eftir skólameistara Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 5. júní og sóttu þrír um. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Sigur-lína H. Styrmisdóttir og Vala Ósk Bergsveinsdóttir. Miðað er við að Menntamálaráðherra skipi í stöðuna frá 1. ágúst til fimm ára að fenginni umsögn skólanefndar. sp@anok.is

Meira..»

Snæfellingar á Akureyri

N1 mót KA var haldið dagana 1.-4. júlí s.l á Akureyri og var mótið það 29. í röðinni. Um er að ræða stærsta mótið hingað til, keppendur um 1.800, 180 lið frá 39 félögum og alls 758 leikir sem gera 22.740 mínútur af fótbolta! Tæplega 30 drengir frá Snæfellsnesi tóku …

Meira..»

Sérstök úthlutun til skel- og rækjubáta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð vegna sérstakrar úthlutunar til skel- og rækjubáta. „Þar sem takmarkaðar innfjarðarækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði og engar innfjarða­rækjuveiðar voru stundaðar á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og norðurfjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2014/2015, skal á fiskveiðiárinu 2015/2016 úthluta aflamarki sem nemur samtals 601 þorskígildislestum til …

Meira..»

Ólafsvíkurvaka 2015

Ólafsvíkurvaka verður haldin dagana 3. – 5. júlí nk. og er þetta í fjórða sinn sem hátíðin fer fram.  Ólafsvíkurvaka varð til eftir að hætt var að halda Færeyska daga sem voru um tíma á hverju sumri í Ólafsvík. Ólafsvíkurvaka er annað hvort ár en Sandaragleði hitt árið. Dagskrá Ólafsvíkurvökur er …

Meira..»

Fyrirtæki á Vesturlandi eru bjartsýn

Í Glefsu sem SSV birtir í dag kemur fram þegar dregnar eru saman niðurstöður úr fyrirtækjakönnun sem gerð var meðal fyrirtækja á Vesturlandi s.l. haust.  Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu mánuðum.  90% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að starfsmönnum muni …

Meira..»

Hvar er húfan mín?

Hvar er húfan þín? Hvernig er hún á litinn? Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin? Með skotti? Í fyrra var blásið til skotthúfukeppni á samnefndri þjóðbúningahátíð hér í Stykkishólmi. Fallegar húfur bárust og gátu gestir kosið sína uppáhaldshúfu og dómnefnd valdi síðan sína uppáhaldshúfu. Verðlaunahúfur! Aftur verður blásið til skotthúfukeppni og hafa …

Meira..»

Guðríðar Þorbjarnardóttur minnst 19. júní

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness standa fyrir gönguferð um æskuslóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur þann 19. júní. Ferðin er í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt en Guðríður er verðugur fulltrúi þeirra. Hún ólst upp á Laugarbrekku við Hellna, sigldi ung til …

Meira..»

Sirkus á Snæfellsnesi

Um og eftir næstu helgi verður Sirkus á ferðinni á Snæfellsnesi. Þarna er á ferðinni einstakur listviðburður þegar alþjóðlegur hópur sirkuslistamanna mætir og setur upp verkið Melodic Objects. Verkið er samspil listamanna og tónlistarmanns sem flytur lifandi tónlist í verkinu. Hópurinn hefur ferðast um víða veröld til sýninga og í …

Meira..»