Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Hvar er húfan mín?

Hvar er húfan þín? Hvernig er hún á litinn? Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin? Með skotti? Í fyrra var blásið til skotthúfukeppni á samnefndri þjóðbúningahátíð hér í Stykkishólmi. Fallegar húfur bárust og gátu gestir kosið sína uppáhaldshúfu og dómnefnd valdi síðan sína uppáhaldshúfu. Verðlaunahúfur! Aftur verður blásið til skotthúfukeppni og hafa …

Meira..»

Guðríðar Þorbjarnardóttur minnst 19. júní

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness standa fyrir gönguferð um æskuslóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur þann 19. júní. Ferðin er í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt en Guðríður er verðugur fulltrúi þeirra. Hún ólst upp á Laugarbrekku við Hellna, sigldi ung til …

Meira..»

Sirkus á Snæfellsnesi

Um og eftir næstu helgi verður Sirkus á ferðinni á Snæfellsnesi. Þarna er á ferðinni einstakur listviðburður þegar alþjóðlegur hópur sirkuslistamanna mætir og setur upp verkið Melodic Objects. Verkið er samspil listamanna og tónlistarmanns sem flytur lifandi tónlist í verkinu. Hópurinn hefur ferðast um víða veröld til sýninga og í …

Meira..»

Sumardagskrá Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komin út

Fjölbreytt dagskrá verður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar að vanda.  Er að finna alls kyns ferðir við allra hæfi. Á tímabilinu 20. júní – 20. ágúst er vikulega boðið upp á: 2 tíma fræðsluferð um Djúpalónssand og Dritvík, klukkustundar barna- og fjölskyldustund á Arnarstapa og klukkutíma langa fræðsluferð um Svalþúfu …

Meira..»

Dagur hinna villtu blóma á Búðum

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp á fræðslu- og skemmtiferð um veröld flórunnar í friðlandinu í Búðahrauni í tilefni af því að 14. júní er norrænn dagur villtra blóma.  Brottför er frá Búðakirkju kl. 14 og eru gestir hvattir til að hafa með sér blómabók.  Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Meira..»

Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Föstudaginn 22. maí brautskráðust 14 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Amila Crnac, Bjarki Sigurvinsson, Gunnar Páll Svansson og Sigrún Pálsdóttir. Af listnámsbraut útskrifuðust Ásdís Magnea Erlendsdóttir og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Emil Róbert Smith, Erla Guðný Pálsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Steinþór Stefánsson, Szymon Bednarowicz og …

Meira..»

Bílvelta við Hellissand

Alvarlegt slys varð við Hellissand í gærmorgun þegar Landrover jeppi valt á veginum. Samkvæmt lögreglunni á Snæfellsnesi voru sex kínverskir ferðamenn  í bílnum og virðist sem ökumaður hafi misst bílinn út í vinstri vegkant, rykkt í stýrið  og misst hann út af á hægri vegkant. Tveir ferðamannanna, karl og kona, eru alvarlega …

Meira..»

Merktir æðarfuglar

Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi byrjuðum að merkja æðarfugla með sendi-tækjum sumarið 2014 í Landey, alls 36 fugla. Senditækin eru lítil tæki (1 x 1 cm), sem nema lengd sólarljóss og þannig náum við að meta ferðir fuglana. Til þess að hægt sé að ná í þessar upplýsingar …

Meira..»