Snæfellsbær fréttir

Átak gegn plasti

Krakkarnir í 6. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar ætla svo sannarlega að láta til sín taka í umhverfismálum. Ætla þau að hafa áhrif með plastrannsóknum, plastlausum áskorunum og hreinsunum en Grunnskóli Snæfellsbæjar er í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf, Ungt fólk á móti plasti. Stefnt er …

Meira..»

Á leirnámskeiði hjá FEBS

Nokkrar konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur skelltu sér á leirnámskeið hjá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ í vetur. Þar nutu þær leiðsagnar þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Emanúels Ragnarssonar. Á námskeiðinu unnu þær fjölbreytta hluti úr leir lærðu þær ýmsar leiðir til að búa til muni. Ein þeirra mótaði fugl fríhendist á meðan …

Meira..»

Boltinn af stað

Meistaraflokkslið Víkings var rétt komið heim úr æfingaferð til Spánar þegar keppni hófst í Mjólkurbikarnum, fyrsta lið sem Víkingur mætti var lið KFG á Bessastaðavelli þann 19. apríl. Leikurinn fór 0-5 fyrir Víking en Ívar Reynir Antonsson skoraði eitt og Kwame Quee skoraði tvö, leikmenn KFG skoruðu tvö sjálfsmörk. Með …

Meira..»

Heimasíða um átthagafræði

Á opnu húsi í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. apríl sl. fengu gestir að skoða afrakstur vinnu nemenda auk þess sem ný heimasíða um átthagafræði skólans var opnuð. Slóðin á átthagafræðisíðuna er www.atthagar.is og þar er m.a. hægt að skoða námskrá átthagafræðinnar, í henni eru markmið hvers námsárs sett fram og …

Meira..»

Street Art Capital of Iceland

Eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir eru veggirnir á húsnæði Hraðfrystihúss Hellissands á Hellissandi að taka á sig nýja mynd þessa dagana. Listamennirnar sem þarna eru að verki koma allsstaðar að úr heiminum, flestir erlendir en þeir taka þátt í nýju verkefni Hellissandur; Street Art Capital of Iceland. Hugmyndina …

Meira..»

Ný stjórn Lífsbjargar

Framhaldsaðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar var haldinn í Björgunarstöðinni Von á Rifi þriðjudaginn 10. apríl. Halda þurfti framhaldsaðalfund þar sem ekki náðist að stilla upp stjórn 10 dögum fyrir aðalfund eins og reglur félagsins gera ráð fyrir þegar halda átti hann þann 25. mars síðastliðinn. Auk venjulegra aðalfundastarfa var kosin ný stjórn …

Meira..»

Góð afkoma af rekstri Snæfellsbæjar

Miðvikudaginn 11. apríl 2018 var ársreikningur Snæfellsbæjar 2017 afgreiddur í bæjarráð til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Fyrri umræða um ársreikninginn var miðvikudaginn 11. apríl 2018 og síðari umræða verður fimmtudaginn 3. maí n.k. Ársreikningurinn er …

Meira..»