Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Sjósund í Heilsuviku Snæfellsbæjar

Heilsuvika stendur nú yfir í Snæfellsbæ en þetta er í 3. skipti sem hún er haldinn. Að Heilsuvikunni stendur Sigrún Ólafsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar. Að þessu sinni vann Dóra Unnarsdóttir þetta með henni en hún stundar nám í íþrótta og tómstundafræði og er þetta hluti af vettvangsnámi hennar. Einnig …

Meira..»

Aflabrögð í Snæfellsbæ

Tímabilið 26. febrúar til 4. mars var ágætis veiði og komu samtals 1.237 tonn í höfnum Snæfellsbæjar í 106 löndunum. Í Rifshöfn komu 620 tonn á land í 42 löndunum. Í Ólafsvík voru það 559 tonn í 54 löndunum og á Arnarstapa 58 tonn í 10 löndunum. Hjá dragnótabátunum landaði …

Meira..»

Viðbragðsaðilar með kynningu í Von

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á síðasta sunnudag en fresta þurfti honum vegna veðurs þann 11. febrúar þegar hann átti að vera. Allir viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ tóku að venju þátt í deginum. Hófst hann á því að ekið var í bílalest frá slökkvistöðinni í Ólafsvík og um götur í Ólafsvík, …

Meira..»

Gjöf til Foreldrafélagsins

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti Foreldrafélagi leikskólans Krílakots peningagjöf á dögunum. Upphæð gjafarinnar er 213.600, það var Tinna Ýr Gunnarsdóttir úr stjórn foreldrafélagsins sem veitti gjöfinni viðtöku. Foreldrafélagið sér um jólaföndur á leikskólanum, útskrift elstu leikskólabarnanna og vorferð á hverju vori ásamt fleiru. Ekki er búið að taka ákvörðun um í hvað …

Meira..»

Hlýjar hendur

Fyrr í vetur afhentu kvenfélagskonur á Hellissandi Leikskólanum Kríubóli vettlinga og gengur verkefnið þeirra undir nafninu „Hlýjar hendur“ kvenfélagskonur í Kvenfélagi Ólafsvíkur fylgdu góðu fordæmi kvenfélagskvenna á Hellissandi og prjónuðu vettlinga fyrir Leikskólann Krílakot. Vettlingana afhentu þær Steiney K. Ólafsdóttir, ritari Kvenfélags Ólafsvíkur og Hanna Metta Bjarnadóttir gjaldkeri, Ingigerði Stefánsdóttur …

Meira..»

Rúta festi sig í Höfðanum

52 manna rúta frá Hópbílum festi sig í Búlandshöfða á síðasta föstudag. Atvikið átti sér stað þegar rútan ætlaði að aka inn á þjóðveginn frá útskýnisskotinu í Búlandshöfða. Vildi ekki betur til en að við það festist rútan. Haft var samband við snjómokstursaðila í Ólafsvík sem mætti á svæðið og …

Meira..»

Þorrablót í Röstinni

Þorrblótsgestir létu veðrið ekki aftra sér á laugardagskvöldið en þá var Þorrablót Neshrepps utan Ennis haldið í Röstinni á Hellissandi. Það voru Lionsklúbbur Nesþinga, Lionsklúbburinn Þerna og Kvenfélag Hellissands sem stóðu að blótinu. Vel var mætt á blótið en 180 miðar seldust á það. Veislustjóri kvöldsins var hin eina sanna …

Meira..»

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Enn ein djúp lægð gekk yfir landið um síðustu helgi með tilheyrandi látum í veðrinu og var ekkert ferðaveður þegar veðrið var sem verst. Verulega bætti í snjó og höfðu mokstursaðilar nóg að. Mikill snjór var einnig í Búlandshöfða, það auðveldaði ekki moksturinn hjá verktökum Vegagerðarinnar að bílar voru fastir …

Meira..»