Stykkishólmur fréttir

Litmerkingar

Þriðja litmerkingarár Háskólaseturs Snæfellsness á æðarfuglum á Breiðafirði hefst brátt. Síðan 2015 hafa starfsmenn Háskólaseturs merkt æðarfugla á sunnanverðum Breiðafirði til þess að fylgjast með ferðum þeirra og sjá hvort mikið flakk sé á þeim. Merktir fuglar halda sig að mestu við varpstöðvar allan veturinn og hafa starfsmenn Háskólaseturs séð …

Meira..»

Upprennandi tónlistarfólk

Undanúrslit Músíktilrauna hefjast laugardaginn 25. mars í Norðurljósasal Hörpu. Fjögur undanúrslitakvöld verða dagana 25.-28. mars, úrslitakvöldið fer fram 1. apríl. Á Músíktilraunum keppa hljómsveitir allsstaðar af landinu. Keppnin er ætluð tónlistarmönnum á aldrinum 13-25 ára og er markmið hennar að búa til stökkpall fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir, að skapa …

Meira..»

Tveir bæjarstjórnarfundir í vikunni

Tveir bæjarstjórnarfundir voru haldnir í vikunni. Sá fyrri var mánudaginn 20. mars sl. og var aðeins eitt mál á dagskrá: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Höfundur deiliskipulagsins mætti til fundarins og gerði grein fyrir tillögunni. Þá las bæjarstjóri upp svör við athugasemdum sem borist höfðu um skipulagið. Alls bárust …

Meira..»

Vélaverkfræði í Grunnskólanum (?)

Það er ekki alltaf hefðbundið bóknám sem nemendur í Grunnskólanum í Stykkishólmi stunda í kennslustundum. Hægt er að læra á umhverfið með ótal öðrum leiðum. Nemendur í 10. bekk settu í gang svokallaðar Rube Goldberg vélar sem þau höfðu smíðað í vikunni. Vélarnar eru einskonar brautir sem leiða hluti áfram …

Meira..»

Deildarmeistarar – Myndir

Meistaraflokkur Snæfells í körfubolta kvenna varð í síðustu viku deildarmeistari í Domino’s deildinni í fjórða skipti eftir sigur á Grindavík. Snæfell lýkur mótinu með 44 stig, unnir leikir voru 22 og tapaðir 6. Ljóst er að liðið mun mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Þær eiga möguleika á því að …

Meira..»

Ný heimasíða SSV

Samtök sveitarfélaga í Vesturlandi (SSV) hafa tekið í notkun nýja heimasíðu. Síðan var hönnuð af Aroni Hallssyni, vefhönnuði. Í tilkynningu segir að það sé von samtakanna að með nýrri síðu takist að bæta upplýsingamiðlun og þjónustu við sveitarfélögin, stofnanir, atvinnulífið og seintaklinga sem nýta sér hana. Ýmiskonar upplýsingar og fróðleik …

Meira..»

Snæfell – Keflavík í kvöld

Snæfellsstúlkur hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn og hefja von bráðar titilvörn sína um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að var deildarmeistarar er einn leikur eftir. Lið Keflavíkur mætir í kvöld og gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Stuðningsmenn og áhugafólk um góðan körfubolta eru hvattir til þess að mæta í Fjárhúsið í …

Meira..»

Litið til baka – 5. október 2000

Það var ekki ómerkari maður en Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem birtist lesendum á forsíðu Stykkishólms-Póstsins í 34. tbl., 7. árg. Forsetinn þáverandi hafði verið í obinberri heimsókn á Snæfellsnesi þar sem hann heimsótti m.a. skóla og fyrirtæki. Héraðssamkoma var haldin í félagsheimili Stykkishólms þar sem bæjarbúum Stykkishólms og Helgfellingum …

Meira..»

Flugeldar og hundaskítur

Það kemur ýmislegt í ljós þegar snjórinn hverfur, sól hækkar á lofti og gróður fer að taka við sér. Ýmislegt sem fengið hefur að liggja óáreitt í vetrarmyrkrinu. Það kemur alltaf betur og betur í ljós hversu mikið sprengt var um áramótin, neyðarblys og flugeldar liggja hér og þar til …

Meira..»