Stykkishólmur fréttir

STF (áður VSSÍ) afhendir HVE gjöf

Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi barst vegleg gjöf síðasta föstudag frá Sambandi stjórnendafélaga, áður Verkstjórasamband Íslands. Sambandið hélt aðalfund í Stykkishólmi um helgina og samþykkti þar nafnbreytingu. Samband stjórnendafélaga hefur þann háttinn á að nýta sjúkrasjóð sinn til gjafa á heilbrigðisstofnanir á því svæði sem aðalfundur er haldinn. Gjafirnar voru ljósafleki sem …

Meira..»

Fuglaskoðun og sjóstöng

Upp er risinn kofi á höfninni sem hýsir ferðaþjónustufyrirtækið Ocean adventures. Fyrirtækið er í eigu Huldu Hildibrandsdóttur og Hreiðars Más Jóhannessonar. Ferðirnar sem boðið er upp á eru siglingar um Breiðafjörð þar sem boðið verður upp á fugla- og náttúruskoðun auk sjóstangveiði. Ætlunin, að sögn Hreiðars, var að fara rólega …

Meira..»

Vor í Grunnskólanum

Það er ávallt gaman að vera nemandi í grunnskóla þegar sumarið nálgast. Kennsla verður óhefðbundnari, útivist meiri og auðvitað stutt í sumarfrí. Sumir bekkir hafa lagt hönd á plóg í umhverfisátaki bæjarins og hafið ruslatínslu. Krakkarnir í 3. bekk eru komin úr ferðalagi í Dalina þar sem þau heimsóttu MS, …

Meira..»

Rannsaka æðarkollur

Starfsfólk Háskólaseturs Snæfellsness hefur undanfarið verið að bregða sér í eyjarnar hér í kring til að huga að merktum æðarkollum. Varp er að mjakast af stað og þ.a.l. rannsóknir Háskólaseturs. Í rannsóknunum merkja starfsmenn kollur og litakóða merkin eftir búsetu þeirra. Þannig má sjá hvort fuglinn flytji sig á milli …

Meira..»

Vortiltekt í fullum gangi

Bæjarbúar og fyrirtæki gera nú sitt besta til að gera hreint í kringum sig. Í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins birtist auglýsing fyrir Umhverfisdaga í Stykkishólmi. Dagarnir eru liður í átaki Stykkishólms til að gera bæinn að snyrtilegasta bæ landsins. Átakið er í gangi dagana 20. – 26. maí og fyrirkomulagið er …

Meira..»

Bilun í lyftu á HVE Stykkishólmi

Vegna þrálátra bilana í aðal fólkslyftu St.Fransiskusspítalans þarf að ráðast í að endurnýja allan rafbúnað í lyftunni og verður ráðist í aðgerðina strax eftir Hvítasunnu (6.júní). Þá liggur fyrir að lyftan verður óstarfhæf um viku tíma (lágmark), og er starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands nú að leggja drög að þeim tilfærslum sem þarf að gera …

Meira..»

Bílar sluppu við skemmdir

Það leit ekki vel út ástandið á bíladekkinu um borð í Baldri sl. mánudag í ferð á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Farmur af palli vörubíls rann úr stað og virtist lenda á bílum sem stóðu við hliðina. Betur fór en á horfðist því engar skemmdir urðu á bílunum. Einhverjar skemmdir …

Meira..»

Þumalína

Litla lambið Þumalína hennar Kristínar Ben. fæddist 9. maí sl. og vó hún einungis 800 gr. Meðalþyngd lamba við burð er um 3,5-4,5 kg. Fyrstu sólarhringana þarfnaðist hún mikillar umönnunar. Hún var þurrkuð með hárþurrku og gefið að drekka með sprautu. Viku síðar hafði henni tekist að tvöfalda þyngd sína. …

Meira..»