Stykkishólmur fréttir

Snæfell mætir Keflavík

Búið er að draga í undanúrslit bikarkeppninnar.  Snæfellsstúlkur drógust gegn Keflavík á útivelli.  Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast bikarmeistarar Grindavíkur og Stjarnan og fer sá leikur fram í Grindavík.  Undanúrslitin munu fara fram dagana 23.-25.janúar og úrslitaleikurinn sjálfur verður 13.febrúar.  Sjá nánar á heimasíðu KKÍ.

Meira..»

Piparkökuhúsakeppni

Þau hefðu getað myndað heila götu húsin sem bárust í Piparkökuhúsakeppni Norska hússins og Stykkishólms-Póstsins á aðventunni í ár. Samtals bárust fimm hús, sum innflutt einingahús önnur smíðuð frá grunni hér í Hólminum. Þátttakendur í ár voru: Oliwia Alexsandra Lukasik, Jason Helgi Ragnarsson, Alfa Magdalena Frost, Halldóra Margret Pálsdóttir og …

Meira..»

Norrænn innblástur sóttur til Stykkishólms

Nýverið gaf samband evrópskra safna út bókina „Nordic Inspiration – Fresh Approaches to Museum Learning“ (Norrænn innblástur – Fersk nálgun á safnfræðslu). Bókin kynnir úrval verkefna á Norðurlöndum sem hafa vakið athygli og tilgangur útgáfunnar er að veita starfsmönnum og stjórnendum safna auk annarra fræðslustarfsmanna í söfnum og setrum víða …

Meira..»

Velheppnaður ljúfmetismarkaður

Bryddað var upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að stofna til matarmarkaðar hér í Stykkishólmi s.l. laugardag í húsnæði Rækjuness á Reitarveginum. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem höfðu veg og vanda að markaðnum og fengu í lið með sér matvælaframleiðendur og veitingahús í Hólminum og nágrenni. Húsnæðið …

Meira..»

Heilsugæsla

Nýverið var auglýst eftir læknum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands og í texta er orðum beint til íslenskra heilsugæslalækna í öllum löndum. Á heilsugæslusviðið á Akranesi er auglýst eftir áhugasömum sérfræðingum í heimilislækning-um til starfa. Kemur það til m.a. vegna þess að tveir af núverandi læknum eru að láta af störfum fyrir …

Meira..»

Til hamingju Rakel!

Við á Hárstofunni Stykkishólmi óskum hársnyrtinemanum okkar Rakel Svansdóttur innilega til hamingju með útskriftina.  Hún útskrifaðist með glæsibrag frá Iðnskólanum í Hafnarfirði laugardaginn 19.desember s.l. og hlaut hún verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur! Óskum henni alls hins besta í leik og starfi:))

Meira..»

Fjárhagsáætlun samþykkt

Svo sem venja er fyrir þá er unnið að fjárhagsáætlunum fyrir næstu ár hjá Stykkishólmsbæ um þessar mundir. Á síðasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 10. desember s.l. var seinni umræða um fjármál Stykkishólmsbæjar á næstu árum. Að þessu sinni voru greidd atkvæði um eftirfarandi fjárfestingarverkefni sem framundan eru hjá bænum: …

Meira..»