Stykkishólmur fréttir

Körfur fléttaðar

Í Stykkishólmi er skipulagt félagsstarf aldraðra mánudaga til fimmtudaga og er það úr mörgu að velja. Nýlega var bryddað upp á þeirri nýjung að kenna körfugerð. Það er Hrafnkell Alexandersson sem býr í þjónustuíbúðum aldraðra við Dvalarheimilið sem sér um kennsluna. Kennslan er opin íbúum í þjónustuíbúðunum, heimilisfólki á Dvalarheimilinu …

Meira..»

Dagar

Allskyns dagar eru á dagatölunum okkar og s.l. sunnudag var t.d. Valentínusardagur. Þessi dagur er helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á hann uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Kór Stykkishólmskirkju flutti af þessu tilefni tónlist um kærleika og ást við …

Meira..»

Þær komu sáu og sigruðu!

Snæfellsstúlkur gerðu góða ferð til Reykjavíkur nú um helgina þegar þær sigruðu Grindavíkurstúlkur í spennandi leik um Powerrade bikarinn.  Stuðningsmenn áttu ekki síður góðan leik en þeir fjölmenntu í höllina og allir í rauðu!  Leiknum lauk með 78-70 fyrir Snæfelli sem stýrðu leiknum út í gegn og skrifuðu þar með …

Meira..»

Dregur til úrslita

Snillingarnir í mfl.kvenna Snæfells mæta til bikarúrslitaleiks í Laugardalshöllinni n.k. laugar-dag og etja kappi við Grindavík kl. 14 Ókeypis rútuferðir í boði BB & sona og Rútuferða í Grundarfirði verða frá Íþróttahúsinu í Stykkishólmi og brottför kl. 10 Þeir sem huga hinsvegar að suðurferð á annað borð um helgina ættu …

Meira..»

Hústjald í leikskólann

Konur í Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi, færðu leikskólanum í Stykkishólmi að gjöf forláta hústjald sem tjalda má yfir borð í leikskólanum. Tjaldið hönnuðu þær og saumuðu og leynast þar ýsmir leynivasar, rennilásar til að breyta til, gluggar og fleira. Tjaldið kemur í góðar þarfir og er mjög vinsælt …

Meira..»

Grínað á þorra

Þorrafagnaður Hólmara fór fram um nýliðna helgi og sóttu um 250 manns blótið að þessu sinni. Góðlátlegt grín er gert að mönnum, málefnum og viðburðum að venju. Nefndin nýtti sér tæknina til fulls með því að sýna atriði á skjá auk þess að leika á sviði. Þótti vel hafa lukkast …

Meira..»

Öskudagur 2016 Stykkishólmi

Mikið fjör var að venju í Stykkishólmi þennan öskudag.  Í leikskólanum og grunnskólanum var skólahald litað þessum degi og mikið fjör.  Strax eftir hádegið var safnast saman kl. 13.30 við Tónlistarskólann þar sem lagt var af stað í skrúðgöngu og gengið um bæinn upp á Íþróttahúsi og stoppað víða á …

Meira..»

Snjóþungt í Stykkishólmi

Það hefur snjóað nánast stanslaust í Stykkishólmi  síðan um miðjan dag í gær og enn sjóar. Stykkishólms-Pósturinn fór í smá vettvangsferð á sínum fjallabíl og náði nokkrum myndum af fallegu vetrarríki í Stykkishólmi.

Meira..»

Fjölgun á skrifstofu KPMG í Stykkishólmi

Jóna Gréta Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu KPMG í Stykkishólmi en hún er fjórtándi starfsmaður KPMG á Vesturlandi. Jóna kemur til með að vinna við hlið Gyðu Steinsdóttur sem hefur starfað á skrifstofu KPMG í Stykkishólmi frá opnun hennar 2014. Með tilkomu Jónu gefst okkur tækifæri á …

Meira..»

Öskudagur – Er opið hús?

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur skv. venju fyrir skemmtun fyrir börn í Stykkishólmi á Öskudaginn sem ber upp þann 10. febrúar 2016. Að venju verður skrúðganga þar sem gengið verður frá Tónlistarskólanum um Skólastíg, Hafnargötu, Súgandiseyjargötu, Austurgötu og Aðalgötu að Íþróttahúsi á ný. Um leið og fyrirtækjum og stofnunum er …

Meira..»