Stykkishólmur fréttir

Glöddu viðskiptavini með gjöf og söng

Nokkrum af viðskiptavinum Tryggingamiðstöðvarinnar í Stykkishólmi var komið verulega á óvart s.l. þriðjudagskvöld þegar kvenkostur Kórs Stykkishólmskirkju, með jólasveinahúfur, bankaði upp á með gjöf frá TM og jólasöng. Heimilin sem voru heimsótt voru dregin út úr jólapotti TM í ár og fengu þessar trakteringar. Að sögn söngkvennanna var verulega gaman …

Meira..»

Líflegur fyrirtækjarekstur í Stykkishólmi

Ný stjórn fundar í Stykkishólmi Ný stjórn Sæferða fundaði í fyrsta sinn í Stykkishólmi í síðustu viku og bauð til móttöku í kjölfarið. Eimskip festi kaup á Sæferðum fyrr á árinu og nýr framkvæmdastjóri félagsins er Gunnlaugur Grettisson sem jafnframt er forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip og framkvæmdastjóri Herjólfs. Samstarf hefur …

Meira..»

Jólamót HSH

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og …

Meira..»

Hönnun og teikningar um viðbyggingu lagðar fram

Á bæjarráðsfundi 3.desember s.l. var tekin seinni umræða um gjaldskrá, fasteignagjöld og útsvar árið 2016 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2017-2019. Samþykkt var að gjaldskrár Stykkishólmsbæjar hækki um 3% frá og með 1.1. 2016. Eftirfarandi tillögur voru einnig samþykktar: Tillaga um að framkvæmdir og fjárfestingar …

Meira..»

Gullhólminn kominn heim

Gullhólmi SH-201 kom til heimahafnar í Stykkishólmi s.l. mánudag. Frá sjósetningu í haust hefur hann verið á veiðum fyrir Norðurlandinu og landað á Siglufirði. Að sögn Sigurðar Ágústssonar hefur reynslan verið verulega góð og báturinn fiskað vel. Tilkoma bátsins og það að flytjast á milli fiskveiðistjórnunarkerfa hefur skilað auknum fjárfestingum …

Meira..»

Jólasveinar strjúka að heiman

S.l. föstudag var jólatré frá vinabæ Stykkishólms í Noregi, Drammen, tendrað við hátíðlega athöfn í Hólmgarði. Félagar úr Lúðrasveit Stykkishólms léku jólalög, bæjarstjóri flutti ávarp, kvenfélagskonur buðu upp á heitt súkkulaði og smákökur og svo var dansað í kringum hið stóra tré. Jólasveinar birtust óvænt, enda ekki fengið fararleyfi ennþá …

Meira..»

Viðbrögð vegna veðurspár í dag – Uppfært!

Tónlistarskóli Stykkishólms fellir niður kennslu frá kl. 16 í dag og jólatónfundur sem vera átti kl. 18 hefur verið frestað til mánudagsins 14.desember kl. 18. Vegna viðvarana frá Almannavörnum hefur verið ákveðið að hafa lokað í X-inu í dag/kvöld!! Rétt í þessu barst tilkynning frá bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar: VIÐVÖRUN-Óveður í aðsigi Borist hefur …

Meira..»

Stór bruni hjá Agustson í Danmörku

S.l. miðvikudagskvöld kom upp eldur í tveimur af fjórum verksmiðjuhúsum Agustson í Vejle en þar eru m.a. sérútbúin vinnsluhús fyrir heitreyktan silung.  Í samtali við Sigurð Ágústsson sem staddur var í Danmörku sagði hann þetta mikið tjón þar sem tvö af fjórum húsum hefðu brunnið til grunna. Í öðru var umbúðalager en …

Meira..»