Stykkishólmur fréttir

Við áramót

Ég nefndi það í pistli mínum á síðasta ári að við Íslendingar erum vel settir að búa við rótgróið lýðræðisskipulag og eiga þess kost að hafa áhrif á stjórnarfar okkar í kosningum. Óstjórn, ofbeldi, hryðjuverk og mikill straumur flóttamanna til Evrópu setti mark sitt á veröldina á síðasta ári með …

Meira..»

Úthlutanir

Lista- og menningarsjóður úthlutaði á þrettándanum að venju styrkjum til umsækjenda í sjóðinn. Samtals var úthlutað krónum 1.370.000 í samtals 10 verkefni: Emblur 150.000 kr. Frístundabændur í nágrenni Stykkishólms 100.000 kr. Júlíana-hátíð sögu og bóka 100.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 160.000 kr. Listvinafélag Stykkishólmskirkju 160.000 kr. Ljúfmetismarkaður 100.000 kr. Lúðrasveit Stykkishóls …

Meira..»

Áfram byggt í Arnarborgum og víðar

Skipavík heldur áfram að byggja í sumarhúsabyggð í Arnarborgum og að sögn Sævars Harðarssonar í Skipavík er eftirspurn góð eftir húsum þar. Á fundi skipulags og byggingarnefndar var samþykkt að gefa út leyfi nú, fyrir einu húsi, sem að sögn Sævars, þegar er selt. Baldur Þorleifsson og Narfeyri ehf hafa …

Meira..»

Rekstur dvalarheimilisins þungur

Elsa Jóhannesdóttir hefur veirð ráðin sem matráður í eldhúsi en enn vantar starfsfólk til afleysinga vegna vetrarfría starfsmanna. Rekstrarstaða heimilisins er mjög þröng og hafa launabreytingar sem gerðar voru á síðasta ári haft mikil áhrif á reksturinn. Hjúkrunarrými eru fullskipuð en 3 umsóknir liggja fyrir um pláss á Dvalarheimilinu. frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Póstþjónusta breytist

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Íslandspósti verið heimilað að breyta þjónustu sinni í dreifbýli. Dreifingardögum mun fækka í dreifbýli og nær það til dreifbýlis hér á Snæfellsnesi. Frá 1. mars verður dreift í dreifbýli annan hvern dag og mun t.d. dreifing á Stykkishólms-Póstinum í dreifbýli þannig verða …

Meira..»

Snæfell mætir Keflavík

Búið er að draga í undanúrslit bikarkeppninnar.  Snæfellsstúlkur drógust gegn Keflavík á útivelli.  Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast bikarmeistarar Grindavíkur og Stjarnan og fer sá leikur fram í Grindavík.  Undanúrslitin munu fara fram dagana 23.-25.janúar og úrslitaleikurinn sjálfur verður 13.febrúar.  Sjá nánar á heimasíðu KKÍ.

Meira..»

Piparkökuhúsakeppni

Þau hefðu getað myndað heila götu húsin sem bárust í Piparkökuhúsakeppni Norska hússins og Stykkishólms-Póstsins á aðventunni í ár. Samtals bárust fimm hús, sum innflutt einingahús önnur smíðuð frá grunni hér í Hólminum. Þátttakendur í ár voru: Oliwia Alexsandra Lukasik, Jason Helgi Ragnarsson, Alfa Magdalena Frost, Halldóra Margret Pálsdóttir og …

Meira..»

Norrænn innblástur sóttur til Stykkishólms

Nýverið gaf samband evrópskra safna út bókina „Nordic Inspiration – Fresh Approaches to Museum Learning“ (Norrænn innblástur – Fersk nálgun á safnfræðslu). Bókin kynnir úrval verkefna á Norðurlöndum sem hafa vakið athygli og tilgangur útgáfunnar er að veita starfsmönnum og stjórnendum safna auk annarra fræðslustarfsmanna í söfnum og setrum víða …

Meira..»

Velheppnaður ljúfmetismarkaður

Bryddað var upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að stofna til matarmarkaðar hér í Stykkishólmi s.l. laugardag í húsnæði Rækjuness á Reitarveginum. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem höfðu veg og vanda að markaðnum og fengu í lið með sér matvælaframleiðendur og veitingahús í Hólminum og nágrenni. Húsnæðið …

Meira..»