Stykkishólmur fréttir

Haustlitafegurð

Þessa dagana skartar náttúran öllum litbrigðum haustsins og hægt að sjá mun á milli daga. Október er framundan og fyrr en varir komin aðventa. Meðfylgjandi mynd er tekin s.l. þriðjudag rétt fyrir ofan Stykkishólm og endurspeglar hið rómantíska landslag sem var og er yrkisefni listmálara. sp@anok.is

Meira..»

Jól!

Nú fer að styttast í aðventuna og þá eru þeir forsjálustu farnir að huga að jólagjafakaupum. Margir gera sína jólaverslun á netinu í verslunum á Íslandi ekki síður en erlendis. Það er hið besta mál að hafa möguleikana með nýjustu tækni, hitt er þó nauðsynlegt að hafa í huga að …

Meira..»

Rekstri upplýsingamiðstöðvar hætt

Úr nýjustu fundargerð bæjarráðs var einnig staðfest í bæjarstjórn sú niðurstaða að hætta núverandi rekstri Upplýsinga- og markaðsmála. Á sínum tíma var starf markaðs- og upplýsingafulltrúa auglýst til eins árs. Í fundargerðinni segir: „Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Eflingar og forystumenn í ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi.“ Þær viðræður hafa …

Meira..»

Áætlun og samþykkt vegna umferðaröryggismála og bílastæða við gistiþjónustu í smíðum

Á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarið voru fundargerðir þriggja funda í bæjarráði á dagskrá. Meðal annars var bókun bæjarráðs frá 15. júlí í sumar staðfest af bæjarstjórn. En „vegna fjölmargra beiðna um rekstrarleyfi fyrir gistiþjónustu samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta vinna áætlun um sérstakar umferðaröryggisaðgerðir vegna aukinnar umferðar …

Meira..»

Góð gjöf í Tónlistarskólann

Systurnar Katrín og Hólmfríður Gísladætur komu færandi hendi í Tónlistarskóla Stykkishólms á dögunum þegar þær færðu skólanum gjöf til minningar um föður sinn, Gísla Birgi Jónsson. Gísli Birgir var trommari með meiru og færðu þær systur skólanum að gjöf trommusett hans. Jóhanna Guðmundsdóttir og Martin Markvoll tóku við gjöfinni og …

Meira..»

Hringnum lokað í Stykkishólmi

Í gær var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Menntamálaráðherra, fulltrúar sveitarfélaga á suðurfjörðum Vestfjarða og Snæfellsnesi og fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi. Við það lokaðist hringurinn um landið en Stykkishólmur var síðasti áfangastaður ráðherra af þessu tilefni. Þjóðarátakið er samvinna ráðuneytisins, sveitarfélaga og skóla …

Meira..»

Það tók í

Fimmtudaginn í síðustu viku skall á nokkur vindhvellur hér á Snæfellsnesi. Ferðir í Fjölbrautarskóla Snæfellsness voru felldar niður á fimmtudeginum en færðar til á miðvikudeginum. Húsbíll fauk á hliðina í Stórholtunum og var brugðið á það ráð að binda hann niður og fergja með steypuklumpi þar til veður lægði. Ekki …

Meira..»

Skólamálaþing á Klifi 2. nóvember

Hefðbundinn haustfundur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með skólastjórnendum og tengiliðum stoðþjónustu grunn- og leikskólanna á Snæfellsnesi fór fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 9. september sl. FSS kynnti áherslur og skipulag í sérfræðiþjónustu við skólanna á nýju skólaári.Sérstök áhersla í samstarfi þessara aðila er fagefling og samstarf skólastiganna 2ja og FSS …

Meira..»

Leir7   Sumarsýning

Senn líður að lokum sumarsýningar Leir7 sem nefnist Núningur-Snúningur. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistamaður er sýningarstjóri en hann hefur valið með sér 7 aðra myndlistamenn til að vinna verkin. Öll hafa þau valið einn keramikhlut héðan eða þaðan til fyrirmyndar að tvívíðu verki. Verkin eru oliumálverk, teikningar og lágmynd og áhugavert …

Meira..»