Stykkishólmur fréttir

Vel lukkaður heimamarkaður á Snæfellsnesi

 Heimamarkaður var haldinn í Sjávarsafninu í Ólafsvík laugardaginn 31. október síðastliðinn. Fyrir markaðnum stóð Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Um var að ræða matarmarkað þar sem framleiðendum á Snæfellsnesi bauðst að koma til að kynna og selja sínar afurðir. Markmiðið með markaðnum var að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi og einni að hægt væri að kaupa mat ásamt því að …

Meira..»

Af bæjarmálum

Nokkuð er liðið frá síðasta pistli mínum um verkefni bæjarstjórnar og ætla ég hér að tæpa á nokkrum liðum. Framkvæmdir. Nú er unnið að breytingum við inngang íþróttamiðstöðvar sem miðar að því að bæta aðgengi fatlaðra og er reiknað með að sú vinna klárist á næstu vikum. Framkvæmdin er hönnuð …

Meira..»

Plastpokalaust Snæfellsnes, tekst okkur það?

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða og vitund um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Með fjölgun jarðarbúa og hraðri aukningu plastnotkunar vex mikilvægi þess að grípa strax í taumana ef ekki á illa að fara. Vitað er um …

Meira..»

Boltinn rúllar

Það er nóg um að vera á íþróttasviðinu hér í Hólminum næstu daga, eins og svo oft áður. Báðir meistaraflokkar Snæfells eiga heimaleiki. Karlarnir mæta Keflavík á fimmtudag kl. 19.15 og konurnar mæta Val föstudaginn kl. 19.15. Yngri flokkarnir, 7. flokkur karla eru í heimaleikjaumferð hér í Stykkishólmi um helgina …

Meira..»

Enn eykst þjónustan í Stykkishólmi

Á Reitarvegi 3 hefur um langt skeið verið rekin bifreiðaþjónusta. Enn er verið að byggja upp þjónustuþættina en bílaverkstæðið Alveg réttir rekur nú alhliða bifreiðaþjónustu auk réttingaverkstæðis á Reitarveginum. Þeir félagar hafa fengið umboð fyrir Yokohama og Sonar dekk og bjóða upp á bæði dekkja-, smur og bónþjónustu. Fimm starfsmenn …

Meira..»

Jólagjafahandbók í Stykkishólmi

Nú þurfa bæjarbúar að fara að huga að jólagjafamálum og eins og svo oft áður þá er hvatt til þess að versla í heimabyggð – enda er úrvalið með eindæmum gott. Til að gera þau mál auðveldari kviknaði sú hugmynd fyrir nokkru að gera jólagjafahandbók í Stykkishólmi. Undirbúningur er kominn …

Meira..»

Aðventan í Hólminum

Nóvember er handan við hornið og fer þá að styttast í aðventuna. Að venju mun Stykkishólms-Pósturinn dreifa aðventudagatali með síðasta tölublaði nóvembermánaðar og er skilafrestur efnis á það 16. nóvember n.k. Sú hefð hefur skapast og fest sig í sessi að halda markað í Norska húsinu. Svo verður einnig í …

Meira..»

Fundarseta

Fundir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar eru öllum opnir en afar fáir nýta sér það. Á vegum Stykkishólms-Póstsins var einn fulltrúi á fundi sem haldinn var s.l. þriðjudag. Það er ekki hægt að segja að þetta sé góð skemmtun en vissulega áhugaverð. Þó vantar mikið upp á að venjulegur fundargestur geti áttað sig …

Meira..»

Vinnuhópur frá ráðuneytinu kominn í málið

Nýting auðlinda í Breiðafirði hefur verið nokkuð til umræðu í hinum ýmsu miðlum að undanförnu. Er því sérstaklega velt upp hvernig nýtingu skuli háttað á sjávargróðri sem áform eru um að nytja enn frekar en gert hefur verið. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur nýtt þessa auðlind undanfarna áratugi og býr þess …

Meira..»