Miðvikudagur , 26. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Stuðla þarf að jákvæðri þróun ferðaþjónustu

Í síðustu viku fundaði bæjarráð Stykkishólmsbæjar þar sem m.a. var samþykkt svofelld bókun: Stuðla þarf að jákvæðri þróun í ferðaþjónustu Bæjarráð Stykkishólms fagnar þeim mikla vexti sem er í ferðaþjónustu í bænum. Fjölgun veitingastaða, aukið gistirými og vaxandi viðskipti við ferðamenn skapa ný atvinnutækifæri sem vonandi verður heilsárs atvinnustarfsemi en …

Meira..»

Sumarbingó á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Þann 2. júlí síðastliðinn var spilað bingó á dvalarheimilinu og var þátttaka mjög góð. Bingóstjóri var Ásta Björk Friðjónsdóttir sem hefur séð um félagsstarfið hjá okkur í sumar við mjög góðan orðstír. Hún er einnig okkar yngsti starfsmaður, 15 ára gömul. Leitað var til fyrirtækja hér í bæ eftir vinningum og …

Meira..»

Söngdjass og orgel í Stykkishólmskirkju

Mikið er um að vera í Stykkishólmskirkju þessa dagana, unnið er hörðum höndum að viðgerðum á kirkjunni en einnig eru tónlistarviðburðir framundan. N.k. sunnudagskvöld verða léttir djasstónleikar þar sem tónlist Bjarkar hefur verið útsett fyrir söngkonu og hljóðfæraleikara. Það er djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem er í broddi fylkingar en hún …

Meira..»

Litrík helgi

Skotthúfuhátíð var haldin í Stykkishólmi sl. helgi. Dagskrá var í Norska húsinu, Vinnstofu Tang & Riis, gömlu Stykkishólmskirkju og Eldfjallasafninu. Prúðbúið fólk og eldsmiðir að störfum við Leir 7 settu sterkan svip á bæinn þessa daga og svo kom glæsilegt skemmtiferðaskip á sunnudeginum að bryggju. Á föstudagskvöldinu voru tónleikar í …

Meira..»

Anna Soffía í Andorra

Körfuknattleikskonan unga úr Snæfelli, Anna Soffía Lárusdóttir, er nú stödd í Andorra með U 16 landsliði Íslands þar sem stelpurnar taka þátt í C-deild Evrópumótsins.  Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Andorra og Möltu en í A-riðli eru Armenía, Gíbraltar og Wales.  Fyrsti leikur íslensku stelpnanna er í dag kl.16 …

Meira..»

Stefnt á opnun um helgina

Mikið vatn hefur runnið til sjávar í gamla verkalýðshúsinu á horni Aðalgötu og Þvervegar. Verkalýðshúsið sem byggt var fyrir hið rótgróna félag Verkalýðsfélag Stykkishólms annarsvegar árið 1965 og hinsvegar 1985 þjónaði félaginu þar til fyrir um ári síðan. S.l. vor var það sett í sölu og festu þeir Sveinn Arnar …

Meira..»

Danskir dagar í undirbúningi

Fjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin hátíðleg helgina 14.-16. ágúst nk. Svo hátíðin verði sem glæsilegust er mikilvægt að taka höndum saman og því er öll hjálp við hátíðina vel þegin, hvort sem það er í formi sjálfboðaliða eða styrkja, því margar hendur vinna létt verk. Kveðja nefndin. danskirdagarstykkisholmi@gmail.com  Anna Margrét …

Meira..»

Embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í embættið til fimm ára. Þrjár umsóknir bárust um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn skólanefndar skipað Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í embætti skólameistara skólans til fimm ára frá 1. ágúst 2015. sp@anok.is

Meira..»

Fyrstu gistinætur á Fransiskus

S.l. þriðjudag gistu fyrstu gestir á Hótel Fransiskus sem þessa dagana er að verða fullbúið sem hótel. Unnur Steinson hefur verið ráðin hótelstjóri og hefur þegar tekið við starfinu og flutt vestur. Í gær, miðvikudag, kom svo fyrsti hópurinn í súpu og með í för var biskup kaþólsku kirkjunnar á …

Meira..»

Rakubrennsla – eldsmíði

Helgina 18. – 19. júlí verður heit helgi í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim …

Meira..»