Stykkishólmur fréttir

Áttu leikrit?

Grímnir þakkar fyrir frábærar viðtökur á uppsetningunni Maður í mislitum sokkum. Nú hefur Grímnir vaknað úr sumardvala og stjórnin hefur fundað. Norðurljósahátíðin nálgast óðfluga og ætlum við að kanna hverjir vilja vera með í Örverki/stuttverki fyrir hátíðina. Áttu leikrit, langar þig að leika, viltu stjórna ljós og hljóði, viltu farða, …

Meira..»

Bókaormar

Í sumar var bryddað upp á þeirri nýbreytni að efna til lestrarhvetjandi verkefni á Amtsbókasafninu. Sumarlesturinn stóð frá 1. júní til 1. september og tóku alls 26 börn þátt og lásu samtals 140 bækur. Nanna Guðmundsdóttir forstöðukona bókasafnins segir það sérlega ánægjulegt að sjá hversu duglegir drengir voru að taka …

Meira..»

Heilbrigðismálin

Í septemberbyrjun funduðu bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar með stjórnendum HVE og var fundarefnið verktakavinna lækna í Stykkishólmi auk þess sem önnur mál tengd starfseminni hér voru til umræðu. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Stykkishólms lögðu þunga áherslu á að auka þyrfti heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi. Óánægju meðal íbúa bæjarins með almenna læknisþjónustu …

Meira..»

Hollvinasamtök Dvalarheimilisins

Á dögunum kom hópur velunnara Dvalarheimils aldraðra í Stykkishólmi saman til að ræða hugmynd sem hefur blundað með undirrituðum um stofnun Hollvinasamtaka Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Tilgangur félagsins yrði að styðja við Dvalarheimilið hér í bæ, með framlögum, styrkjum og sjálfboðastarfi. Við sem undir þetta ritum settumst niður með Kristínu …

Meira..»

Fasteignamat hækkar

Í sumar var tilkynnt um breytingu á fasteignamati frá Þjóðskrá. Kemur fram í gögnum hjá Þjóðskrá að hækkun á landsvísu er 12,8% fyrir árið 2019. Fasteignamat hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Mest hækkun fasteignamats íbúða er á Reykjanesi frá 32,9% – 41,1%. Á …

Meira..»

Þjófar á ferð

Eins og við höfum greint frá þá hafa innbrotsþjófar nú látið til sín taka á landsbyggðinni og þá er Snæfellsnes ekki undanskilið.  Lögreglan beinir því til íbúa að læsa nú húsum og bílum og ef íbúar verða varir við eitthvað grunsamlegt þá er mjög mikilvægt að leggja á minnið bílnúmer, …

Meira..»

Loksins kaldur pottur

Nú er bið margra pottverja í Sundlaug Stykkishólms loks á enda því s.l. þriðjudag var tekinn í notkun nýr pottur þar sem hitastigið er 4-6°C að meðaltali. Verið er að smíða handrið við tröppurnar upp í pottinn og eru gestir beðnir um að sýna aðgát við þrepin. Sírennsli er í …

Meira..»

Rekstur Olísverslunar í Stykkishólmi seldur

Stefnt hefur verið að samruna Olís og Haga síðan í apríl s.l. Nú hefur samkeppniseftirlitið úrskurðar og náð sáttum við bæði félögin um að af sameiningu geti orðið með skilyrðum. Eitt skilyrða er að samrunaaðilar skuldbinda sig til að selja rekstur Olís verslunarinnar í Stykkishólmi. Nánar er fjallað um skilyrðin …

Meira..»