Þriðjudagur , 25. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Ískofinn opnar 20. júní

Margir hafa velt fyrir sér bleikum, gulum og myntugrænum vagni sem stendur niðri við hafskipsbryggjuna í Stykkishólmi.  Þarna er fyrirhuguð ísbúð undir heitinu Ískofinn.  Stefnt er að opnun 20. júní 2015 og verður boðið upp á ís í mörgum sortum, kaffi og ýmsa aðra drykki.  Það eru þau Sigfús Magnason …

Meira..»

17. júní í Stykkishólmi

Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur á 17. júní hér í Stykkishólmi að venju. Veður var ágætt og gátu hátíðahöld farið fram utandyra í Hólmgarðinum. Við þetta tækifæri var tekið í notkun hátíðaskilti sem prýddi ræðustólinn, en á því er mynd af skjaldarmerki Íslands. Hægt verður að nýta skiltið við ýmsa viðburði. …

Meira..»

Guðríðar Þorbjarnardóttur minnst 19. júní

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness standa fyrir gönguferð um æskuslóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur þann 19. júní. Ferðin er í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt en Guðríður er verðugur fulltrúi þeirra. Hún ólst upp á Laugarbrekku við Hellna, sigldi ung til …

Meira..»

Sirkus á Snæfellsnesi

Um og eftir næstu helgi verður Sirkus á ferðinni á Snæfellsnesi. Þarna er á ferðinni einstakur listviðburður þegar alþjóðlegur hópur sirkuslistamanna mætir og setur upp verkið Melodic Objects. Verkið er samspil listamanna og tónlistarmanns sem flytur lifandi tónlist í verkinu. Hópurinn hefur ferðast um víða veröld til sýninga og í …

Meira..»

Sumar, loksins

Einmuna blíða var um helgina hér í Stykkishólmi, sem og víðar og þótti mörgum að tími væri til kominn. Margir gestir voru í bænum um helgina enda var skemmtiferðaskipið Ocean Diamond við bryggju á laugardag, auk þess sem ættarmót var í bænum. Vindurinn var svalur en sólin skein glatt og …

Meira..»

Sumardagskrá Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komin út

Fjölbreytt dagskrá verður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar að vanda.  Er að finna alls kyns ferðir við allra hæfi. Á tímabilinu 20. júní – 20. ágúst er vikulega boðið upp á: 2 tíma fræðsluferð um Djúpalónssand og Dritvík, klukkustundar barna- og fjölskyldustund á Arnarstapa og klukkutíma langa fræðsluferð um Svalþúfu …

Meira..»

Minnisblað um sölu Hafnargötu 7

  Bæjarfulltrúar L-listans óskuðu eftir því við fyrirtækið Landslög að vinna minnisblað um starfshætti bæjarstjórnar Stykkishólms við sölu á fasteigninni Hafnargötu 7 í Stykkishólmi. Niðurstaðan liggur fyrir og verður minnisblaðið til aflestrar á síðu Stykkishólms-Póstsins. Hæstaréttarlögmaðurinn Áslaug Árnadóttir hafði umsjón með vinnunni. Í minnisblaðinu kemur fram að um margt voru …

Meira..»

Heiðruð og þakkað

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum veittu í liðinni viku hjónunum Pétri Ágústssyni og Svanborgu Siggeirsdóttur í Stykkishólmi viðurkenningu með þökk fyrir áralanga og dygga þjónustu við íbúa og atvinnulíf samfélaganna við sunnanverða Vestfirði með reglulegum vöru- og farþegaflutningum til og frá Brjánslæk. Efnt var til hátíðlegs kvöldverðarboðs með þeim …

Meira..»

Hafnarbolti á íþróttavellinum

Skátarnir í Royal Rangers eru með góða gesti þessa dagana, en það eru skátar frá Bandaríkjunum sem hafa heimsótt Stykkishólm s.l. 2 ár. Hér stunda þeir kennslu á amerískum boltaleikjum, gera við húsnæði Hvítasunnusafnaðarins með meiru. Krakkarnir hér í Hólminum hafa tekið virkan þátt í boltaleikjunum og samveru við bandarísku …

Meira..»