Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Umsækjendur um stöðu aðstoðarskólameistara FSN

Eins og fram hefur komið var Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 1. ágúst s.l. Hún starfaði áður sem aðstoðarskólameistari skólans. Í kjölfarið var auglýst eftir aðstoðarskólameistara. Umsækjendur um stöðuna eru: Hólmfríður Friðjónsdóttir Sigríður Guðbjörg Arnardóttir Sólrún Guðjónsdóttir. Allar starfa þær við FSN. Þessa dagana er verið að vinna …

Meira..»

Gönguferð um slóðir Bárðar Snæfellsáss

Laugardaginn 15. ágúst býður þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á gönguferð um slóðir Bárðar Snæfellsáss á Djúpalónssand og í Dritvík. Farið verður út í hellinn Tröllakirkju sem eingöngu er hægt að fara í á stórstraumsfjöru, líkt og verður á laugardaginn. Lagt verður af stað kl. 12:00 frá bílastæðinu við Djúpalónssand. Sagnamaðurinn Sæmundur …

Meira..»

Eins og gengur og gerist breytast hagir fólks og það skiptir um umhverfi. Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur nú látið af störfum hjá Stykkishólmsbæ og flutt utan til náms. Hrefna Gissurardóttir sem starfað hefur sem ritari bæjarstjóra tekur við starfi Pálma. Í júlí var auglýst eftir ritara og hefur Hermann Hermannsson …

Meira..»

Danskir dagar í 21. sinn

Fjölskylduhátíðin Danskir dagar verður haldin í 21. sinn í Stykkishólmi um helgina. Ef til vill kunna margir söguna um það þegar hátíðin var haldin í fyrsta sinn um mitt sumar fyrir 21. ári. Það sem á dagskránni var í þá daga var m.a. brekkusöngur á svæðinu þar sem minnismerkið um …

Meira..»

Stuðla þarf að jákvæðri þróun í ferðaþjónustu

Eftirfarandi bókun var lögð fram á fundi bæjarráðs Stykkishólms 23. júlí síðastliðinn. Bæjarráð Stykkishólms fagnar þeim mikla vexti sem er í ferðaþjónustu í bænum. Fjölgun veitingastaða, aukið gistirými og vaxandi viðskipti við ferðamenn skapa ný atvinnutækifæri sem vonandi verður heilsárs atvinnustarfsemi en ekki einungis sett upp til þess að fleyta …

Meira..»

Sumarlesningin

Sumrin eru tími krimmabókmennta. Það er gott úrval af þeim á Amtsbókasafninu okkar hér í Stykkishólmi. Fullt af höfundum innlendum sem erlendum og í þeim hópi leynast rithöfundar frá Svíþjóð sem hafa getið sér gott orð í þessari tegund bókmennta. Það er forvitnilegt að lesa þær bækur, sérstaklega fyrir okkur …

Meira..»

Hótel í Tresmiðjuhúsinu

Seinnipart júlímánaðar var lögð inn fyrirspurn hjá Stykkishólmsbæ frá Hólminum ehf sem snéri að því hvort mögulegt væri að byggja hótel á lóð gömlu Trésmiðjunnar við Nesveg 2. Var erindið kynnt lítillega í bæjarráði og skömmu seinna sent inn til formlegrar afgreiðslu. Hugmyndir eru um að byggja í tveimur áföngum …

Meira..»

Stuðla þarf að jákvæðri þróun ferðaþjónustu

Í síðustu viku fundaði bæjarráð Stykkishólmsbæjar þar sem m.a. var samþykkt svofelld bókun: Stuðla þarf að jákvæðri þróun í ferðaþjónustu Bæjarráð Stykkishólms fagnar þeim mikla vexti sem er í ferðaþjónustu í bænum. Fjölgun veitingastaða, aukið gistirými og vaxandi viðskipti við ferðamenn skapa ný atvinnutækifæri sem vonandi verður heilsárs atvinnustarfsemi en …

Meira..»

Sumarbingó á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Þann 2. júlí síðastliðinn var spilað bingó á dvalarheimilinu og var þátttaka mjög góð. Bingóstjóri var Ásta Björk Friðjónsdóttir sem hefur séð um félagsstarfið hjá okkur í sumar við mjög góðan orðstír. Hún er einnig okkar yngsti starfsmaður, 15 ára gömul. Leitað var til fyrirtækja hér í bæ eftir vinningum og …

Meira..»

Söngdjass og orgel í Stykkishólmskirkju

Mikið er um að vera í Stykkishólmskirkju þessa dagana, unnið er hörðum höndum að viðgerðum á kirkjunni en einnig eru tónlistarviðburðir framundan. N.k. sunnudagskvöld verða léttir djasstónleikar þar sem tónlist Bjarkar hefur verið útsett fyrir söngkonu og hljóðfæraleikara. Það er djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem er í broddi fylkingar en hún …

Meira..»