Laugardagur , 22. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

S.l. föstudag var úthlutað styrkjum úr hinum nýja Uppbyggingarsjóði Vesturlands sem til varð er Vaxtarsamningur og Menningarsjóður Menningar-ráðs Vesturlands runnu saman snemma á þessu ári. Úthlutunin fór að þessu sinni fram í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Stofn- og rekstrarstyrkir vegna menningarverkefna voru samtals kr. 8.380.000 og hingað í Stykkishólm …

Meira..»

Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðum – Vinnustofa í Stykkishólmi

Síðustu ár hefur verkefni verið í gangi sem kallast Living Museum in the Arctic, Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðinu, þar sem viðfangsefnið er lifandi söfn og menningartengd ferðamennska. Verkefnið snýst um samstarf á milli svæða á Norður-heimskautinu og er stutt fjárframlögum til þriggja ára frá NordRegio sem er stofnun á vegum …

Meira..»

Skólaslit

Grunnskóla Stykkishólms var slitið fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn í Stykkishólmskirkju. Að venju var fjölmenni við skólaslitin og voru nýir nemendur boðnir velkomnir og þeir elstu kvaddir. Breytingar verða á starfsliði skólans næsta vetur en þar ber e.t.v. helst til tíðinda að kennararnir Ágústína Guðmundsdóttir og Eyþór Benediktsson, sem kennt hafa …

Meira..»

Hugarflugsfundur um framtíð Stykkishólms

Fundur var haldinn um málefni Stykkishólms 22.maí s.l. Það voru þau Halldór Árnason, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Gunnar Sturluson og Skarphéðinn Berg Steinarsson sem undirbjuggu fundinn, sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi. Hér er hægt að skoða niðurstöður fundarins og erindi það sem Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti á …

Meira..»

Björn Steinar, Bach og Björk

Í kvöld fimmtudag, hefst sumar-tónleikaröð Stykkishólmskirkju með tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar sem er organisti Hallgrímskirkju. Eins og margir vita þá eru tvö orgel á Íslandi frá þýsku Klaisorgelverksmiðjunni. Annað er staðsett í Hallgrímskirkju og er stærsta orgel á Íslandi hitt er hér í Stykkishólmskirkju, öllu minna. Það hefur staðið til …

Meira..»

Sjómenn heiðraðir

Við sjómannadagsguðsþjónustu í Stykkishólmskirkju síðastliðinn sunnudag voru tveir sjómenn heiðraðir við athöfnina. Jens Óskarsson og Pétur Ágústsson. Á myndinni má sjá þá með konum sínum, Ingveldi Ingólfsdóttur og Svanborgu Sigurgeirsdóttur. Þetta var hátíðleg stund eins og alla jafna á sjómannadag og fjölmenni í kirkju. Karlakórinn Kári söng af miklum krafti …

Meira..»

Kvennahlaupið

Laugardaginn 13. júní nk. kl. 11 fer fram Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hér í Stykkishólmi og yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Konur eru hvattar til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum …

Meira..»

Hvernig verður framhaldið?

Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá því bókasafnshúsið við Hafnargötu 7 var selt er rétt að fara yfir stöðuna. Frá því meirihluti bjarstjórnar Stykkishólms, bæjarfulltrúar H – listans, sameiginlegs framboðs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks auk óháðra, samþykktu að ganga að tilboði Marz sjávarafurða í húsið hafa vaknað spurningar sem rétt …

Meira..»

Danskir, smábátar og sameining

Bæjarráð hélt fund þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn þar sem m.a. bæjarhátíðin Danskir dagar var rædd með fulltrúum Eflingar, Snæfells, formanni Íþrótta og æskulýðsnefndar, Upplýsinga og markaðsfulltrúa og Æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Í fundargerð kemur fram að Umf. Snæfell muni bjóða upp á dansleik með Páli Óskari 15. ágúst og einnig kemur …

Meira..»

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn var haldinn síðastliðna helgi og fóru hátíðahöld fram bæði laugardag og sunnudag. Veður var ágætt framan af morgni á laugardeginum en svo fór aðeins að blása og veitti ekki af skjólgóðum yfirhöfnum þegar líða fór á daginn. Hefðbundin dagskrá var við höfnina á laugardeginum þegar Lúðrasveit Stykkishólms kom marserandi …

Meira..»