Stykkishólmur fréttir

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi 17.-19. júlí 2015

Ellefta árið er haldin þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi. Það var Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið í Stykkishólmi sem bryddaði upp á þeirri nýjung fyrir 11 árum að hvetja fólk sem átti í fórum sínum þjóðbúning, að klæða sig upp og þiggja kaffi og pönnukökur í Norska húsinu í Stykkishólmi, uppáklætt. …

Meira..»

Fleiri klára nám

Sífellt berast af því fréttir þegar Hólmarar ljúka námi þessar vikurnar. Guðrún Magnea Magnúsdóttir lauk á dögunum meistaragráðu í þróunarfræði og alþjóðatengslum frá Álaborgarháskóla hennar lokaverkefni fjallaði um með-höndlun alþjóðasáttmála og nálgun þróunarsamtaka á kyn-ferðisofbeldi í flótta-mannabúðum og fékk Guðrún hæstu ein-kunn fyrir. Birna Sigfríður Björgvinsdóttir útskrifaðist sem gullsmiður fyrir …

Meira..»

Þrír sækja um stöðu skólameistara

Í vor var auglýst eftir skólameistara Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 5. júní og sóttu þrír um. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Sigur-lína H. Styrmisdóttir og Vala Ósk Bergsveinsdóttir. Miðað er við að Menntamálaráðherra skipi í stöðuna frá 1. ágúst til fimm ára að fenginni umsögn skólanefndar. sp@anok.is

Meira..»

Gunnhildur góð í sigri Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er nú statt á boðsmóti í Danmörku og þar á Snæfell einn fulltrúa Gunnhildi Gunnarsdóttur en Hólmararnir eru þó tveir því Björg Guðrún Einarsdóttir er einnig í landsliðshópnum.  Hildur Kjartansdóttir var einnig valin í þessa leiki en gaf ekki kost á sér.  Landsliðið leikur þrjá leiki, …

Meira..»

Hvar er þinn náttstaður?

Umræða um náttstaði á Íslandi hefur verið áberandi nú í sumar enda hefur ferðamönnum fjölgað mjög það sem af er ári. Í mörgum bæjarfélögum er rætt um leiðir til að beina næturgestum á tjaldsvæði og einnig að ekki sé leyfilegt að búa sér náttstað annarsstaðar á byggðum bólum utan merktra …

Meira..»

Nýtt deiliskipulag

Á dögunum tók nýtt deiliskipulag gildi á Nýræktarsvæðinu. Við það falla úr gildi eldri skipulög og samningar um lóðir. Ný lóðarblöð og lóðarleigusamningar voru lagðir fram á fundi Skipulags- og byggingarnefndar sem fundaði 6. júlí s.l. Margir liðir voru á dagskrár þessa fundar og ljóst að framkvæmdir eru víða um …

Meira..»

Snæfellingar á Akureyri

N1 mót KA var haldið dagana 1.-4. júlí s.l á Akureyri og var mótið það 29. í röðinni. Um er að ræða stærsta mótið hingað til, keppendur um 1.800, 180 lið frá 39 félögum og alls 758 leikir sem gera 22.740 mínútur af fótbolta! Tæplega 30 drengir frá Snæfellsnesi tóku …

Meira..»

Ungmennin fegra bæinn

Ungmennin í Stykkishólmi vinna að því hörðum höndum þessar vikurnar að gera Stykkishólm að fínum og snyrtilegum bæ. Þau eru um víðan völl við störf og í vikunni voru þau að gera fínt við Nesveginn. Þann daginn skein sólin skært og máttu þau vart líta upp úr verkunum. sp@anok.is

Meira..»

Sérstök úthlutun til skel- og rækjubáta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð vegna sérstakrar úthlutunar til skel- og rækjubáta. „Þar sem takmarkaðar innfjarðarækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði og engar innfjarða­rækjuveiðar voru stundaðar á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og norðurfjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2014/2015, skal á fiskveiðiárinu 2015/2016 úthluta aflamarki sem nemur samtals 601 þorskígildislestum til …

Meira..»

Bókun meirihluta bæjarstjórnar vegna sölu Hafnargötu 7

    Bókun undirritaðra bæjarfulltrúa. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar við Minnisblað frá lögfræðistofunni Landslögum sem unnið var að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar o.fl. og birt bæjaryfirvöldum á heimasíðu Stykkishólmspóstsins 16. júní s.l.   Óskað var eftir að starfshættir bæjarstjórnar væru metnir af lögmanni Landslaga. Niðurstaða minnisblaðsins er: að starfshættir bæjarstjórnar „leiði …

Meira..»