Stykkishólmur fréttir

Þrjú birkitré gróðursett í Hólmgarði

Þess var minnst laugardaginn 27. júni hér í Stykkishólmi að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti. Gróðursett voru þrjú birkitré í Hólmgarði af þeim Valdimar Ólafssyni nemanda í 9. bekk GSS, Eddu Baldursdóttur formanni kvenfélagsins og Eddu Rún Rúnarsdóttur nemanda í Leikskólanum í Stykkishólmi. Sturla Böðvarsson …

Meira..»

Fiskur og ís á höfninni

Hafnarsvæðiðnu í Stykkishólmi vex sífellt fiskur um hrygg því þar hafa opnað tveir veitingavagnar að undanförnu. Ískofinn var fyrri til að opna en þar er boðið upp á ís í margvíslegum útgáfum, kaffi, vöfflur og fleira. Að sögn Sigfúsar Magnasonar hjá Ískofanum hefur starfsemin farið glimrandi vel af stað og …

Meira..»

Sungið í Ungverjalandi

Kór Stykkishólmskirkju er ný-kominn heim úr söngferðalagi til Ungverjalands. Ferðin stóð yfir í 10 daga og voru haldnir þrennir tónleikar, sungið í tveim messum auk þess sem lagið var tekið víða um borg og bý. Fyrstu dagana var dvalið í Budapest, höfuðborg Ungverjalands þar sem kórstjórinn tók á móti hópnum …

Meira..»

Fyrirtæki á Vesturlandi eru bjartsýn

Í Glefsu sem SSV birtir í dag kemur fram þegar dregnar eru saman niðurstöður úr fyrirtækjakönnun sem gerð var meðal fyrirtækja á Vesturlandi s.l. haust.  Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu mánuðum.  90% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að starfsmönnum muni …

Meira..»

Skarkali í Stykkishólmskirkju

Í júlí verður nóg um að vera á tónlistarsviðinu hér í Stykkishólmi. Í Stykkishólmskirkju verða fernir tónleikar, eins og fram kemur í auglýsingu frá Listvinafélagi kirkjunnar í blaðinu. Fyrstu tónleikar mánaðarins í kirkjunni eru með ungum hæfileikamönnum á íslenska djasssviðinu í Tríói Skarkala. Tríóið er skipað þeim Inga Bjarna Skúlasyni …

Meira..»

Ráðið í stöðu forstöðumanns Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

Á fundi bæjarstjórnar 25. júní  var samþykkt tillaga bæjarstjóra að ráða Kristínu Sigríði Hannesdóttur hjúkrunarfræðing til starfa sem forstöðumann Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Mun hún taka við af Hildigunni Jóhannesdóttur  sem mun á næstunni  láta af störfum að eigin ósk. Kristín Sigríður Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á Landsspítalanum, en hefur áður …

Meira..»

Hvar er húfan mín?

Hvar er húfan þín? Hvernig er hún á litinn? Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin? Með skotti? Í fyrra var blásið til skotthúfukeppni á samnefndri þjóðbúningahátíð hér í Stykkishólmi. Fallegar húfur bárust og gátu gestir kosið sína uppáhaldshúfu og dómnefnd valdi síðan sína uppáhaldshúfu. Verðlaunahúfur! Aftur verður blásið til skotthúfukeppni og hafa …

Meira..»

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

Hópur kvenna héðan og þaðan úr samfélaginu hefur verið að kasta á milli sín hugmyndum um það með hvaða hætti við sem samfélag getum minnst þess að 19.júní eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarrétt á Íslandi. Niðurstaða þess hóps er að minnast kosningarréttarins með viðburðum hér í …

Meira..»

Eyjar

Ingibjörg Helga Ágústsdóttir opnaði sýningu á tréskurðarverkum sínum s.l. laugardag í vinnustofu sinni í Tang & Riis húsinu. Þema sýningarinnar var eyjur er þar unnið með eyjur á Breiðafirði ekki síður en kvenmannsnöfnin. Altaf gaman að koma í vinnustofu Ingibjargar og skoða verk hennar sem hafa yfir sér þjóðsagnakenndan og …

Meira..»

17. júní í Stykkishólmi

Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur á 17. júní hér í Stykkishólmi að venju. Veður var ágætt og gátu hátíðahöld farið fram utandyra í Hólmgarðinum. Við þetta tækifæri var tekið í notkun hátíðaskilti sem prýddi ræðustólinn, en á því er mynd af skjaldarmerki Íslands. Hægt verður að nýta skiltið við ýmsa viðburði. …

Meira..»