Stykkishólmur fréttir

Víkingasveit tónlistarskólans

Fyrir nokkrum árum vantaði okkur verkefni fyrir lengra komna nemendur skólans. Varð þá úr að stofna samspilshóp og fékk hann nafnið „Víkingasveit“ til heiðurs fyrsta stjórnanda lúðrasveitarinnar og skólastjóra tónlistarskólans. Á myndinni má sjá Víking Jóhannsson stjórna drengjasveit Lúðrasveitar Stykkishólms á Hellissandi árið 1965. Víkingasveitin okkar hefur starfað í ýmsum …

Meira..»

Taflan að verða klár

Nýlega var stundatafla Íþróttahússins gefin út og meðal nýjunga á henni í ár eru fimleikar og æfingar í frjálsum íþróttum fyrir yngstu bekki grunnskólans. Að baki skipulaginu á fimleikatímum standa m.a. G Björgvin Sigurbjörnsson en eftir er að skipa stjórn fimleikadeildarinnar. Boðið er upp á fimleika á mánudögum fyrir 1.-4. …

Meira..»

Snsnapp!

Eins og við höfum áður sagt frá þá settum við í gang Snæfellinga – Snapp. Þá er notast við samfélagsmiðilinn Snapchat og gestasnapparar, sem svo eru kallaðir, fengnir til að snappa 2-3 daga á aðgangi Snæfellinga.is Þetta uppátæki hefur fengið góðar viðtökur og gengið á milli sveitarfélaganna á Nesinu þar …

Meira..»

Blessað haustveðrið

Ágústmánuður var sannarlega sumarbætir eftir blauta og kalda júní og júlímánuði. Ekki var hann sérlega hlýr miðað við meðaltal en þurrari var hann amk. Meðalhitinn var 9,7 stig og úrkoma undir meðallagi hér á vestanverðu landinu, en hún mælidst 25,1 mm í Stykkishólmi í ágúst. Sumarið var kalt og blautt …

Meira..»

Innbrot í heimahús, maður handtekinn.

A.m.k. tvö innbrot voru framin í heimahús í dag annarsvegar á Hellissandi og hinsvegar í Grundarfirði. Í báðum tilfellum var komið að hinum óboðna gesti svo ekki tókst honum vel upp í þessi skipti. Bæði hús voru ólæst og því greið leið inn. Viðvaranir um innbrotið og hvatning til fólks …

Meira..»

Fjölgun herbergja

Verið er að skoða að hefja framkvæmdir við fjölgun herbergja á Fosshótel Stykkishólmi í vetur. Áform eru um að bæta við 12 herbergjum ofan á miðbygginguna þar sem inngangurinn er inn í hótelið og þar af ein svíta. Hótelið er fullt á sumrin og á þeim forsendum full ástæða til …

Meira..»

Norðurljósin 25. – 28. október

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í fimmta sinn í Stykkishólmi dagana 25. – 28. október 2018. Við leitum því að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrirtæki. Einnig þeim sem eru með hugmyndir eða hafa áhuga …

Meira..»

Skúrinn víkkar út starfsemina

Við sögðum frá því í síðustu viku að pizzagerðin Stykkið væri að loka en ekki var þá hægt að greina frá hvert framhald staðarins yrði. Nú er hinsvegar ljóst að þeir Arnþór Pálsson og Sveinn Arnar Davíðsson hafa fest kaup á Stykkinu og hafa fengið húsnæðið afhent. Nafn staðarins verður …

Meira..»

Göngur á miðvikudögum

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga kl. 18:00. Fram kemur á vef Ferðafélagsins að þetta séu fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap …

Meira..»