Stykkishólmur fréttir

Kalt vor

Í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðafar í maí á þessu ári kemur fram að mjög kalt var á landinu í maí. Tíðarfar var óhagstætt og gróður tók lítt við sér. Mun kaldara var þó í maí 1979 og víða á landinu var ámóta kalt í maí 1982 og nú. Fyrstu …

Meira..»

Þorbergur sæmdur gullmerki

Á 36. þingi Verkstjórasambands Íslands sem var haldið á Selfossi um síðustu helgi, var Þorbergur Bæringsson sæmdur gullmerki sambandsins. Þorbergur hefur verið formaður Félags stjórnenda við Breiðafjörð í 35 ár og starfað fyrir sambandið, sem varastjórnarmaður, aðal-stjórnarmaður, formaður kjörnefndar og fleira frá árinu 1983. 37. þing Verkstjórasamband Íslands verður haldið …

Meira..»

Flateyjarferð 6.bekkjar GSS

Fimmtudaginn 28. maí sl. lagði 6. bekkur GSS upp í Flateyjarferð með kennara og foreldrum. Foreldrar og Helga umsjónarkennari lögðu til húsnæði í Flatey og skiptu krakkarnir sér niður í stráka og stelpuhóp og þannig í húsin. Gisti hópurinn eina nótt í Flatey. Veðrið lék við hópinn og komu margir …

Meira..»

Kór í ferðahug

Kór Stykkishólmskirkju hefur s.l 3 ár stefnt að söngferðalagi til Ungverjaldns. Nú er svo komið að kórinn fer utan 18. júní n.k. alla leið til höfuðborgar Ungverjalands, Budapest. Hópurinn telur um 40 manns með mökum og hefur skipulagning ferðarinnar staðið yfir frá því fyrir jól og dagskráin nánast smollin saman. …

Meira..»

Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Föstudaginn 22. maí brautskráðust 14 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Amila Crnac, Bjarki Sigurvinsson, Gunnar Páll Svansson og Sigrún Pálsdóttir. Af listnámsbraut útskrifuðust Ásdís Magnea Erlendsdóttir og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Emil Róbert Smith, Erla Guðný Pálsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Steinþór Stefánsson, Szymon Bednarowicz og …

Meira..»

Skólaslit Tónlistarskólans

Tónlistarskóla Stykkishólms var slitið við hátíðlega athöfn s.l. miðvikudag í Stykkishólmskirkju. Viðburðarríku skólaári er lokið sem litaðist nokkuð af verkföllum en betur fór en á horfðist um tíma og gátu nemendur lokið sínu námi skv. áætlun. Um 110 nemendur stunduðu nám við skólann s.l. skólaár. Ljóst er að breytingar verða …

Meira..»

Bláfáni í þrettánda sinn

Þriðjudaginn 26. maí hlaut smábátahöfnin í Stykkishólmi umhverfisviðurkenninguna Bláfánann í 13 skipti. Eins og venja er, þá skein sólin þegar fáninn var dreginn að hún. Tíu hafnir hljóta þessa viðurkenningu í ár og er Stykkishólmshöfn sú eina á Snæfellsnesi. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og …

Meira..»