Stykkishólmur fréttir

Systur þakka fyrir sig

Kæru vinir. Okkur systurnar langar að deila fréttum með ykkur. Við erum fluttar á Austurgötu 9. Þau voru mörg sem hjálpuðu okkur að færa dót og undirbúa allt í nýju húsi og litla kapellu. Takk hjartanlega fyrir hjálpina. Ég er nýbúin að klára námskeið í Háskóla Íslands „Íslenska sem annað …

Meira..»

Vorverkin

                Þeir eru margir Hólmararnir sem þreyta lokapróf í hinum ýmsu framhaldsskólum um þessar mundir. Háskólarnir fara brátt að útskrifa sína kanditata og tónlistarskólarnir einnig. Það er gaman að segja frá því að tveir Hólmarar hafa lokið framhaldsprófi í tónlist nú í vor, …

Meira..»

Endurnýjuð umhverfisvottun

Það er mér mikið gleðiefni að tilkynna að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa hlotið endurnýjaða umhverfisvottun á starfsemi sinni, nú fyrir árið 2015. Úttekt vegna endurnýjunar á vottun fór fram dagana 25. og 26. mars og tilkynntu vottunarsamtökin um ákvörðun sína nú á dögunum. Nokkrar minniháttar athugasemdir bárust frá samtökunum um …

Meira..»

Snúningur – Núningur

S.l. laugardag var líflegt í Stykkishólmi þar sem bæði Norska húsið og Leir 7 voru með sýningaropnanir. Sýningin í Leir 7 nefnist Snúningur – Núningur þar sem átta listamenn koma saman og sýna. Viðfangsefnið eru myndir af keramiki. Helgi Þorgils Friðjónsson er sýningarstjóri. Sumarsýning Leir7 stendur fram í september. Þetta …

Meira..»

Varpið hafið

Samkvæmt upplýsingum frá Háskólasetri Snæfellsness þá er æðarvarpið hafið í Landey. S.l. mánudag fóru starfsmenn Háskólasetursins í könnunar-leiðangur út í Landey og fundu þar 5 æðarhreiður. Allar kollurnar voru nýorpnar og því var ekki möguleiki að merkja kollurnar í það skiptið. Mikið sást til æðarpara í flæðarmálinu við Landey og …

Meira..»

Söfnun vegna viðgerðar

Kæru Stykkishólmsbúar og aðrir velunnarar Stykkishólmskirkju Opnaður hefur verið söfnunar reikningur vegna viðgerða á kirkjunni okkar í Arion banka nr: 0309-22-000428 kt: 630269-0839 margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Stykkishólmskirkju Magndís Alex.

Meira..»

Georg Ólafsson heiðursborgari Stykkishólms

Á bæjarstjórnarfundi s.l. miðvikudag var samþykkt að gera Georg Ólafsson að heiðursborgara Stykkishólms.  Athöfn fór fram á Dvalarheimilinu daginn eftir þar sem Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti ávarp og Hafdís Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar afhenti Georg heiðursskjal.  Bæjarstjórnarfulltrúar og fjölskylda Georgs var viðstödd ásamt gestum. Myndir frá athöfninni: Hér á eftir fer …

Meira..»