Stykkishólmur fréttir

Mig sundlar

Gleðilegt sumar kæru lesendur Stykkishólmspóstsins. Sumardagurinn fyrsti var um margt sniðugur dagur. Veðrið var ævintýri líkast; sólskin, logn og svo hálf kjánalegur jólasnjór. Allstaðar um landið má finna eitthvað um að vera þennan dag: skrúðgöngur, tónleika, sprell og fjör fyrir fjölskylduna. Á mörgum stöðum er frítt í sund fyrir alla. …

Meira..»

Fiskmarkaður áfram í Stykkishólmi?

Undanfarna daga hafa forsvarsmenn Fiskmarkaðs Íslands átt fundi með trillusjómönnum, útgerðarfyrirtækjum og bæjar- og hafnaryfirvöldum hér í Stykkishólmi þar sem rætt hefur verið um framtíð fiskmarkaðarins hér. Bæring Guðmundsson er sem stendur eini starfsmaður Fiskmarkaðs Íslands hér í Stykkishólmi hefur verið sagt upp vegna fyrirhugaðrar lokunar starfsstöðvarinnar í Stykkishólmi. Starfsstöðin …

Meira..»

Opið hús í Leikskólanum í Stykkishólmi

Síðasta vetrardag var opið hús í Leikskólanum í Stykkishólmi. Fjöldi gesta bar þar að garði og buðu börn og starfsfólk upp á veitingar og sýndu afrakstur starfs síns í leikskólanum. Þau voru misræðin en spjölluðu að sjálfsögðu við „sitt“ fólk. Heilu ævintýrin héngu á veggjum, grímubúningahönnun var hægt að skoða …

Meira..»

Framkvæmdir við Stykkishólmskirkju

Ágætu Stykkishólmsbúar og aðrir velunnarar Stykkishólmskirkju. Okkur, sem nú skipum sóknarnefnd langar að greina frá því helsta sem áunnist hefur síðustu misserin. Við höfum keypt og sett upp hljóðkerfi í kirkjunni. Safnaðarheimilið er nú þokkalega búið tækjum, þökk sé Kvenfélaginu og fleiri velunnurum. Safnaðarheimilið er nú ágætlega búið tækjum sem …

Meira..»

Snæfellsstúlkur meistarar annað árið í röð

S.l. mánudag tryggðu Snæfellstúlkur sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna, annað árið í röð með enn einum spennusigrinum á Keflavík 81-80. Snæfell vann þar með viðureign liðanna 3-0 en sú tala gefur svo sannarlega ekki rétta mynd af viðureigninni sem var jöfn og spennandi. Snæfellsstelpurnar voru hinsvegar ríkjandi Íslandsmeistarar og höfðu …

Meira..»

Breytingar hjá Rarik

Fyrr á árinu auglýsti Rarik í Stykkishólmi eftir rafiðnfræðing til starfa á Starfsstöð Rarik í Stykkishólmi. Nú hefur loks verið ráðið í stððuna sem tveir sóttu um. Annar með búsetu í Borgarnesi og hinn umsækjandi búsettur í Stykkishólmi. Skv. upplýsingum frá starfsmannastjóra Rarik, uppfyllti einungis annar umsækjandi menntunarkröfur og flyst …

Meira..»

Ferðir Strætó raskast vegna verkfalls

Í fréttatilkynningu frá Strætó kemur fram að einhver röskun verði á ferðum á landsbyggðinni.  Leiðin frá Borgarnesi á Snæfellsnes virðist þó ekki falla þar undir og munu ferðir verða skv. áætlun á þeirri leið. Margar ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður vegna verkfalla Komi til boðaðra verkfalla aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands …

Meira..»