Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Fréttavefur Snæfellsness í loftið

Alveg er það tilvalið svona rétt í vetrarlokin að skella LOKSINS upp fréttavef fyrir Snæfellinga nær og fjær. Þetta er verkefni sem hefur verið á borðbrúninni hjá okkur í Anok margmiðlun í nokkur ár og lénið snaefellingar.is verið til jafnlengi. En nú er komið að því, vefurinn er kominn í …

Meira..»

Bátadagar á Breiðafirði 3. – 5. júlí 2015

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn þann 4 júlí nk. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína. Nú er komið að því að heimsækja fjögur …

Meira..»

Að gefnu tilefni: Yfirlýsing frá meirihluta bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Í hita leiksins vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um að selja húseignina Hafnargata 7 hafa komið fram fullyrðingar sem nauðsynlegt er að leiðrétta og gera athugasemdir við. Að gefnu tilefni eru því settar fram skýringar hér og að auki er kynnt bókun meirihluta bæjarstjórnar sem var lögð fram á bæjarstjórnarfundinum sem …

Meira..»

Saumaskapur

Síðustu mánuði hafa hafa nokkrar áhugasamar handavinnukonur hist í Stykkishólmskirkju. Hefur fjölbreytt handavinna verið stunduð og stundum fjölmennt og stundum færri. Upprunalega var hugmyndin sú að styðja konur sem vildu sauma eitthvað sem tilheyrir íslensku þjóðbúningunum og hafa nokkrar komið og nýtt sér það. Öll handavinna er þó velkomin á …

Meira..»

Snæfellsstúlkur í úrvalsliði kvenna

Körfuknattleikssambandið kynnti s.l. þriðjudag úrvalslið seinni hluta tímabilsins hjá konunum. Það kom ekki á óvart að Snæfellsstúlkur yrðu þar í hópi. Þrír af fimm leikmönnum úrvalsliðsins eru frá Snæfelli, þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Kristen McCarthy. Að auki var Ingi Þór Steinþórsson þjálfari valinn besti þjálfarinn og Kristen McCarty …

Meira..»

Ungt fólk og lýðræði í Stykkishólmi

Hátt í 100 ungmenni víðsvegar af landinu funduðu hér í Stykkishólmi fyrir páska á vegum Ungmennafélags Íslands á ráð-stefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan var haldin í sjötta sinn og nú undir yfirskriftinni „Margur verður af aurum api – réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði.“ Í ályktun fundarins skorar …

Meira..»

Vantar aukaleikara í stuttmynd

Andri Már nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands er  að fara í tökur á útskriftarmynd sinni í Stykkishólmi 23-26. apríl og er að leita að aukaleikurum í myndina. Með aðalhlutverk fer Theodór Júliusson (Eldfjall, Mýrin og Englar alheimsins) en það vantar í tvö hlutverk: A. 40-50 ára karlmann til að leika tryllukall og góðan vin …

Meira..»

Glaður

Það var hásjávað í höfninni í gærmorgun þegar rúnturinn var farinn. Óvenju mikið var af skipum og bátum í höfn enda þorskveiðibann í gildi flestir bátar við bryggju. Það er gaman að velta fyrir sér nafngiftum báta. Sumir bera kvenmannsnafn aðrir karlmannsnafn og enn aðrir kenndir við örnefni. En svo …

Meira..»

Tilkynning frá HVE

Á meðan á verkfalli Félags lífeindafræðinga stendur verða engar blóðprufur teknar á rannsókn HVE í Stykkishólmi nema að höfðu samráði við undirritaða. Hægt er að ná í mig í síma 4321260 milli klukkan 12 og 16 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og í gegnum netfangið hafdis.bjarnadottir@hve.is

Meira..»