Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Söluferli Hafnargötu 7

Ég sé mig tilneydda til að senda frá mér skrif vegna sölunnar á Hafnargötu 7. Langar mig sem eiganda Bókaverzlunar Breiðafjarðar að skýra aðeins frá málinu eins og það hefur snúið við mér sem bjóðanda í húsið. Bæjarstjórinn talaði um ,,hagsmunagæslu“ í nýlegu viðtali, og vissulega eru margvíslegir hagsmunir í …

Meira..»

Tekist á um sölu eigna í Stykkishólmi

Á síðasta bæjarstjórnarfundi Stykkishólmsbæjar sem haldinn var þegar Stykkishólms-Pósturinn kom síðast út, fyrir páska, var brotið blað í sögu bæjarins. Fundarsalurinn var þétt setinn bæjarbúum sem hugðust fylgjast með afgreiðslu mála og þá sérstaklega sölu á húsnæði Amtsbókasafnsins við Hafnargötu 7. Gestir í sal voru um 40 talsins og er …

Meira..»

Snæfellsfólk halar inn viðurkenningum

Úrvalslið í seinni hluta keppnistímabilsins í úrvalsdeild kvenna var tilkynnt nú í hádeginu.  Þrjár af  fimm stúlkum í úrvalsliðinu koma frá  Snæfelli, það eru þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Kristen McCarthy.  Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var jafnframt kosinn besti þjálfarinn og Kristen var kjörin besti leikmaðurinn/MVP. Sjá nánar …

Meira..»

Páskamótið í Pítró

Þau leiðu mistöku urðu við vinnslu páskablaðsins okkar að staðsetning Pítrómótsins sem verður á Skírdag var röng.  Mótið verður haldið á Skildi og opnar húsið kl. 20 en keppni hefst kl. 20.30 Allir eru velkomnir bæði spilamenn sem áhorfendur. Verðlaun eru í boði BB&sona Spilagjald verður 1000 kr. á manninn …

Meira..»

Styrkir í ýmis verkefni á svæðinu

Í síðustu viku voru haldnir kynningarfundir um nýstofnaðan sjóð sem heldur utan um verkefni sóknaráætlunar á Vesturlandi og þ.m.t. Menningarráð og Vaxtarsamning Vesturlands. Sjóðurinn ber nafnið Uppbyggingarsjóður Vesturlands. Hann hefur ekki enn verið stofnaður en stefnt er að því að úthluta fjármunum um miðjan maí. Heildarupphæð úthlutunarfjármagns í ár er …

Meira..»

Stykkishólmur og Hólmarar

Það er hægt að gera ýmislegt í páskafrí eftir að krossgátan í blaðinu þessa vikuna hefur verið leyst og greinar lesnar. Á Facebook var stofnaður fyrir nokkur hópur undir nafninu Stykkishólmur og Hólmarar. Í forsvari fyrir þetta framtak er Elías H. Melsted sem segir tilgang síðunnar að stuðla að því …

Meira..»

Verkalýðsfélag Snæfellinga opnar skrifstofu á ný í Hólminum

Eins og kunnugt er hefur Málflutningsstofa Snæfellsness séð um afhendingu lykla í orlofshús Verkalýðsfélags Snæfellinga síðan Verkalýðsfélagið lokað skrifstofu sinni í Verkalýðshúsinu við Þverveg. Önnur umsýsla og viðvera félagsins hefur verið af skornum skammti hér í bæ en nú verður gerð bragarbót á því. Verkalýðsfélagið hefur tekið á leigu skrifstofurými …

Meira..»

Hljómskálinn í sölu

Á bæjarráðsfundi sem haldinn var 19. mars s.l. var samþykkt að Hljómskálinn gamli á Silfurgötu verði auglýstur til sölu. Jafnframt á andvirði hússins að nýtast til byggingar nýs húss fyrir Tónlistarskólann sem gert er ráð fyrir að byggja við hús Grunnskólans við Borgarbraut. Síðustu árin hefur leikfélagið Grímnir haft aðstöðu …

Meira..»

Atvinna í boði

SUMARAFLEYSINGAR í eldhúsi HVE í Stykkishólmi Leitað er eftir áhugasömum starfsmönnum til sumarafleysinga í eldhús HVE í Stykkishólmi. Starfshlutfall eftir samkomulagi og möguleiki á allt að 90% starfi í vaktavinnu. Umsækjandi þarf að vera samviskusamur, stundvís og lipur í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Kristín R. Helgadóttir, …

Meira..»