Föstudagur , 21. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Laus störf

Atvinna 1. Vélstjóra og háseta vantar á Gullhólma SH-201, Stykkishólmi sem gerður er út á línuveiðar.Vélastærð 1038 kw. Upplýsingar í síma 898-4874 Óskum eftir starfsfólki í fiskvinnslu Agustson Stykkishólmi. Upplýsingar í síma 864-8862

Meira..»

Afmælisútgáfa

Nú rétt fyrir jólin 2013 gaf Kór Stykkishólmskirkju út geisladiskinn Ubi Caritas et Amor í tilefni þess að 70 ár voru liðin á síðasta ári frá því að kórinn var formlega stofnaður. Ráðist var í upptökur í apríl á síðasta ári í Stykkishólmskirkju og lauk þeim í nóvember sama ár. …

Meira..»

Stóra samhengið í aflatölum

Á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is var birt í dag frétt um heimsafla.  Það er fróðlegt að sjá samhengið í hlutunum þegar allt er talið! Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf …

Meira..»

Rannsóknir á Hörpudiski á norðurhluta Breiðafjarðar

Árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á hörpudiski í Breiðafirði fór fram um borð í Dröfn RE dagana 14.-17. október sl. Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Gunnar Jóhannsson. Megin niðurstaða rannsóknanna sýnir að vísitala veiðistofns hörpudisks í norðurhluta útbreiðslusvæðisins mælist áfram lág, en greina mátti nokkuð góða nýliðun af eins árs …

Meira..»

610 tonn af síld

Það er búið að landa 610 tonnum af síld hérna í Stykkishólmi í haust og þar af eru 130 tonn úr Kolgrafarfirði. Vart hefur orðið við síldina alveg hér inn undir höfðana eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Jólastopp verður hjá vinnslunum nú í vikunni og því má gera ráð fyrir …

Meira..»

Sjávarútvegsráðherra heimsótti Snæfellsnes

Í lok síðustu viku heimsótti Sigurður Ingi fyrirtæki á Snæfellsnesi og fundaði með Snæfelli, félagi smábátasjómanna á svæðinu og fulltrúum frá Útvegsmannafélagi Snæfellsness félagi stærri útgerða. Ráðherra var m.a. kynnt harðfiskverkun sem byggir á þurrkun í klefa, hvernig unnið er úr síld veiddri af smábátum á svæðinu auk þess að …

Meira..»