Stykkishólmur fréttir

Sumartónleikar 2013

Stykkishólmskirkja sem arkitektinn Jón Haraldsson teiknaði var vígð árið 1990 og þótti mikið mannvirki í bæjarfélagi með innan við 1500 íbúa.  Í Stykkishólmi hefur verið öflugt menningar- og tónlistarlíf  í áratugi.  Þegar Stykkishólmskirkja var vígð flutti forláta Steinway flygill sem Jónas Ingimundarson valdi en bæjarbúar söfnuðu fyrir, úr félagsheimilinu í kirkjuna til frambúðar.  Orgel kom í kirkjuna úr gömlu kirkjunni í Stykkishólmi sem sérsmíðað hafði verið fyrir hana á sínum tíma.  Í janúar kom svo 22 radda glæsilegt Klais orgel í Stykkishólmskirkju annað tveggja Klais orgela á Íslandi, hitt verandi í Hallgrímskirkju í Reykjavík.  Enn og aftur söfnuðu bæjarbúar fé til orgelkaupanna.

Meira..»

25.889 kg af þorski í einni lögn

Áhöfnin á Bíldsey sem stödd er við Austfirði á veiðum þessa dagana hefur slegið enn eitt metið.  Í fyrradag gerðu þeir góðan túr þegar þeir lönduðu 25. 889 kg sem þeir fengu á 16.000 króka utarlega við Reyðarfjarðardjúp.  Aflinn var góður þorskur sem samsvarar um 808 kg á bala ef þeir væru í notkun í Bíldseynni.  Þetta er mesti afli sem þeir hafa fengið í einni lögn á línu.

Meira..»

Rækjuveiðar á Breiðafirði

Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag eru rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar frá miðnætti 14.5.2013.  Veiðarnar eru leyfðar vestan Krossanesvita fram til 1. júlí n.k.

Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.

Meira..»