Stykkishólmur fréttir

Viðar Björnsson 70 ára

Í tilefni 70 ára afmælis míns miðvikudaginn 7. ágúst n.k. langar mig að bjóða ættingjum, vinum og samstarfsfólki í gegnum tíðina, að gleðjast með mér og fjölskyldu minni, að Hótel Stykkishólmi á afmælisdaginn frá kl. 18 til 22. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. Í staðinn gætu þeir sem vilja styrkt Björgunarsveitina …

Meira..»

Hænsabú í skógi

Í nýræktinni er, skv. heimildarmönnum Stykkishólms-Póstsins fyrir nokkru síðan, risið hænsabú í landi skógræktarinnar.  Það er sjálfsagt gott og blessað enda hænsn gleðigjafar fyrir marga.  Það sem hinsvegar vekur furðu er að nýbbyggingar rísi þarna vegna þess að skipulagsmál þarna í kring og þá sérstaklega það svæði sem frístundabyggðin hefur blómstrað hefur verið í nokkurs konar frosti þar sem nefndir bæjarins hafa fjallað um málin síðan 2006 og enn virðist ekki komin niðurstaða í málin. 

Meira..»

Orgelstykki á Jónsmessu

Það er óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í tónleikaröð Listvinafélags Stykkishólmskirkju sem ber heitið Orgelstykki og hefst á Jónsmessunni n.k mánudag. Alls verða tónleikarnir 5 á tveimur vikum og hefjast kl. 20 virka daga en kl. 16 þegar þeir eru á laugardögum.

Meira..»

Tónlistin og húmorinn í fyrirrúmi

Gestir á tónleikum þeirra Siggu Beinteins, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jógvan Hansen skemmtu sér konunglega í ríflega 2 tíma langri dagskrá sem þau fluttu s.l. sunnudag í Stykkishólmskirkju ekki síður en þau sjálf, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Í efnisskránni  drógu þau  fram ýmis hljóðfæri og sögur af tónlist sem þau krydduðu sögum og gamanmálum eins og þeim einum er lagið.  Gestir tóku margoft undir í söngnum á þessu fallega júníkvöldi í Stykkishólmi.

Meira..»

Danskir dagar 2013

Í ár verða danskir dagar haldnir helgina 16. - 18. ágúst n.k. Ungmennafélagið Snæfell heldur utan um hátíðina að þessu sinni og í fréttatilkynningu frá félaginu segir að hátíðin verði haldin með mjög svipuðu sniði og áður þó verður bryddað upp á þeirr nýbreytni að brekkusöngur verður bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Meira..»

Sumarverkin

Það eru fastir liðir eins og venjulega í sumarbyrjun að laga þarf til í bænum. Starfsmenn áhaldahúss voru mættir snemma í gær á Nesveginn með malbik og skólfur og áttu mjög annríkt við að fylla í holur á götunni. Sumarblómin eru einnig komin í blómakerin í Hólmgarði og sóparabíll sópar göturnar. Þá má þjóðhátíðardagurinn koma.

Meira..»

Nýr skipulags- og byggingarfulltrúi

Sigurbjartur Loftsson byggingafræðingur hefur ráðinn í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar og Stykkishólms. Áætlað er að hann hefji störf í júlí. Ráðingarstofan Hagvangur hélt utan um ráðningarmálin en endanleg ákvörðun var í höndum bæjarstjórna í Grundarfirði og Stykkishólmi. Vel á 14 umsóknir bárust um það. Sigurbjartur hefur tengingu hér í Stykkishólm því hann er tengdasonur Sigurlínu Sigurbjörnsdóttur og Hermanns Guðmundssonar.

Meira..»

Framkvæmdir við Súgandisey

Framundan eru framkvæmdir í Súgandisey en þær munu hefjast á næstu dögum. Þar til framkvæmdum er lokið verður mikið rask og hífingar við eyjuna. Bílastæðunum við Súgandisey verður því lokað eftir þörfum á framkvæmdatímanum.

Meira..»

Lífróður í Stykkishólmi

Kajakmaðurinn Guðni Páll Viktorsson sem þessa dagana rær á kajak í kringum landið kom við hér í Stykkishólmi um síðustu helgi.  Framtak Guðna er til styrktar Samhjálp og nefnist Kringum Ísland - Lífróður Samhjálpar. 

Meira..»

Opinn fundur í Stykkishólmi um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB

Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um breytta og bætta sjávarútvegsstefnu ESB og til að kynna helstu efnisatriði hennar efnir Evrópustofa til opinna funda með Ole Poulsen, sérfræðingi í sjávarútvegsmálum ESB, í Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Reykjavík dagana 12. – 14. júní 2013. Fundurinn í Reykjavík er haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Meira..»