Stykkishólmur fréttir

L-listinn í framboð

Framboðslisti L-lista Samtaka félagshyggjufólks í Stykkishólmi 1. Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari 2. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafræðingur 3. Magda Kulinska, matreiðslumaður 4. Ingveldur Eyþórsdóttir, félagsráðgjafi 5. Steindór H Þorsteinsson, rafvirki 6. Herdís Teitsdóttir, aðstoðar hótelsstjóri 7. Jón Einar Jónsson, líffræðingur 8. Guðrún Erna Magnúsdóttir, kennari/atvinnurekandi 9. Baldur Þorleifsson, húsasmíðameistari 10. Sigríður …

Meira..»

Aðalsafnaðarfundur Stykkishólmssafnaðar

Aðalsafnaðarfundur var haldinn 22. apríl s.l. Fram kom í máli sóknarnefndarformanns Áslaugar Kristjánsdóttur að safnaðarstarf hefði verið með hefðbundnum hætti s.l. ár. Hugmyndir eru uppi um endurskoðun tímasetningar á kirkjuskólanum sem verið hefur á sunnudögum um langan tíma. Gjafir til kirkjunnar á síðasta ári voru 1.071.000 kr. Er þar um …

Meira..»

Tímaritið Stína

Tímaritið Stína, sem gefið er út í Stykkishólmi, hefur nú komið út í 13 ár og er fyrir löngu orðið vinsælasta og mestlesna bókmennta- og listatímarit landsins. Aprílheftið er nú komið í bókabúðir um land allt og er fjölbreytt að efni eins og endranær. Myndlistarverk Lilju Birgisdóttur vekja athygli og …

Meira..»

Okkar Stykkishólmur – Hver er Haukur?

Þá er komið að því, tíu árum eftir að aðkomumaðurinn flutti í bæinn þarf hann að gera grein fyrir sér. Reyndar var ég kynntur sem „Tengdasonur Stykkishólms“ í Stykkishólmspóstinum fyrir 10 árum. Ég hef aldrei fengið útskýringu á hvaða skyldur fylgja hlutverkinu en hingað til hefur ekkert verið kvartað yfir …

Meira..»

Lóð úthlutað

Byggingarlóðinni Aðalgötu 17 var úthlutað á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 11. apríl. s.l. Að tillögu H-listans var dregið um lóðina. Bæjarritari dró og kom lóðin í hlut SA Bygginga ehf. Forsvarsmaður þess fyrirtækis er Sigurður Andrésson skv. fyrirtækjaskrá. Skipulag á Reitarvegi og Víkurhverfi er endanlega samþykkt. L-listi bókar um Víkurhverfi að …

Meira..»

Sungið út í vorið

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð dvaldi í fyrstu vorferð sinni undir stjórn Hreiðars Inga hér á Snæfellsnesi s.l. helgi og fór víða með söng. Fjölmargir tónleikar voru haldnir og sungið fyrir eldri og yngri íbúa á Nesinu góða. Vel var mætt á tónleika kórsins í Stykkishólmskirkju þar sem eldri perlur og …

Meira..»

Ungir og aldnir

Mönnun á Dvalarheimili Stykkishólms lítur þokkalega út fram á mitt sumar, kemur fram í fundargerð Stjórn Dvalarheimlisins frá fundi sem haldinn var í byrjun apríl. „Í rekstraryfirliti fyrir janúar og febrúar 2018 kom m.a. fram að tekjur heimilisins voru kr. 27.939.907 meðan að laun og launatengd gjöld námu ein og …

Meira..»

Vel gerðir mislitir sokkar

Leikfélagið Grímnir frumsýndi s.l. föstudag leikrit Arnmundar Backman „Maður í mislitum sokkum“ í sal Tónlistarskóla Stykkishólms. Sviði, áhorfendabekkjum og leikmynd hefur verið haganlega fyrir komið í salnum og kemur vel út. Um er að ræða gamanleikrit sem gerist á heimili Steindóru sem er komin vel á aldur og atburði sem …

Meira..»