Miðvikudagur , 26. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Hagnaður ár eftir ár í stað hallareksturs bæjarsjóðs

Bæjarfulltrúar L-listans eru enn við sama heygarðshornið þegar þeir skrifa gegn framkvæmdum og fjárfestingu  á vegum Stykkishólmsbæjar og birta í bæjarblaðinu skömmu fyrir jól. Allt yfirstandandi kjörtímabil hefur minnihlutinn  talað gegn metnaðarfullum en raunsæjum  fjárhagsáætlunum sem byggjast á þeirri ágætu fjárhagsstöðu sem tekist hefur að byggja upp hjá Stykkishólmsbæ á …

Meira..»

Bátar í vanda

Í desember lentu tveir bátar frá Stykkishólmi í vandræðum hér á Breiðafirðinum. Farþegabáturinn Austri SH strandaði austan við Skoreyjar. Farþegaskipið Særún var á leið til Flateyjar þegar slysið átti sér stað og fór af leið til aðstoðar þegar neyðarkall barst. Farþegar fóru um borð í Særúnu en bátar úr Stykkishólmshöfn …

Meira..»

Morð í Maðkavík

„Er bókin um Óla Storm?“  Þessa spurningu fékk rithöfundurinn Róbert Marvin oftar en tvisvar þegar hann var mættur fyrir skemmstu í nýja og glæsilega Bókaverzlun Breiðafjarðar til þess að lesa upp úr nýútkominni bók sinni Umsátur. Ég og faðir minn, Flateyingurinn og Hólmarinn Óli Geir, vorum af tilviljun stödd í búðinni …

Meira..»

Dvalarheimilið fær gjöf

Lionsklúbburinn Harpa og Lionsklúbbur Stykkishólms ásamt stuðningsaðilum í Sykkishólmi færðu Dvalarheimili aldraðra veglega gjöf nú í upphafi vikunnar. Um er að ræða mjög fullkomið blöðruómskoðunartæki sem afhent var s.l. mánudag. Gjöfin er gefin í tilefni 100 ára afmælis Lions. Sesselja Sveinsdóttir og Ragnheiður Axelsdóttir frá Lionsklúbbnum Hörpu ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni …

Meira..»

Ásbyrgi fær styrk

Ásbyrgi, starfstöð fyrir fólk með skerta starfsgetu, fékk styrk í úthlutun úr Samfélagssjóði Landsbankans. Sjóðurinn veitir fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki í ár. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum. Ásbyrgi hlaut 250.000 kr. í styrk og mun fjármagnið verða notað til kaupa á tækjum og búnaði …

Meira..»

Læknir fastráðinn á St. Fransiskusspítala

Andri Heide hefur verið ráðinn sem yfirlæknir á Háls- og bakdeild St. Fransiskusspítala. Áframhaldandi samstarf verður við Bjarna Valtýsson á bakdeildinni sem hófst s.l. haust. Strax eftir áramótin verður unnið að nýju skipulagi deildarinnar út frá þessum forsendum. Andri hefur starfað hér um skeið sem heimilislæknir og á ættir að …

Meira..»

Framtíðarsýn um ferðamál

Eins og við höfum sagt frá á þessum vettvangi hefur verið hrint af stað vinnu við áfangastaðaáætlun á Vesturlandi undir nafninu DMP. Verkefnið snýst um stöðugreiningu, stefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir þróun ferðamála. Áætlun verður tilbúin í maí 2018. Það er Ferðamálastofa sem stendur fyrir þessu verkefni ásamt Markaðsstofunum á Íslandi. …

Meira..»