Stykkishólmur fréttir

Bæjarráð Stykkishólms fundar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar fundaði 8. febrúar s.l. Bæjarráðið samþykkti samkomulag um lóðir við Austurgötu 12 og Ægisgötu 1 og að gefin verði út ný lóðabréf um þessar lóðir. Umfjöllun um þessar lóðir hafa staðið yfir í langan tíma hjá Stykkishólmsbæ en nú hillir undir málalyktir. Svo er að skilja á fundargerðinni …

Meira..»

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Enn ein djúp lægð gekk yfir landið um síðustu helgi með tilheyrandi látum í veðrinu og var ekkert ferðaveður þegar veðrið var sem verst. Verulega bætti í snjó og höfðu mokstursaðilar nóg að. Mikill snjór var einnig í Búlandshöfða, það auðveldaði ekki moksturinn hjá verktökum Vegagerðarinnar að bílar voru fastir …

Meira..»

Sundlaugin í Stykkishólmi opin á ný

Við sögðum frá því í síðasta tölublaði að leki hefði komið upp við útisundlaugina hér í Stykkishólmi með þeim afleiðingum að hún var lokuð í nokkra daga. Komið hefur í ljós að lagnir hafa farið í sundur sem liggja að vaðlaug sem orsökuðu gríðarlega mikinn vatnsleka. Það var því gripið …

Meira..»

Dans, dans, dans

Um síðustu áramót hófust dansnámskeið sem Óðinn Eddy Valdimarsson stendur fyrir í Íþróttahúsinu. Óðinn sem flutti hingað í Hólminn s.l. haust fannst vanta afþreyingu fyrir krakkana og þar sem hann sjálfur var alltaf mikið í íþróttum og dansi ákvað hann að kanna áhuga fyrir dansnámskeiðum hér. Óðinn hefur kennt dans …

Meira..»

Breytt landslag

Undanfarna daga og vikur hefur snjór verið með mesta móti hér um slóðir. Hefur margt oft heyrst til fólks sem segist ekki muna annað eins. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 84,7 mm í janúar en víða um landið var hún allt að 40% meiri en meðaltal áranna 1961-1990. Það sem af …

Meira..»

Öskudagur í óveðri

Það var kátt á hjalla í Leikskólanum í Stykkishólmi í dag, Öskudag. Krakkarnir skörtuðu þar sínum eigin búningum sem þau hafa unnið hörðum höndum að síðastliðnar vikur. Á meðfylgjandi mynd sem Elísabet Björgvinsdóttir tók má sjá hversu litríkir búningarnir eru. Mikið fjör var um morguninn þegar balli var slegið upp …

Meira..»

Stjórn SSV ályktar um heilbrigðismál á Vesturlandi

Stjórn SSV fagnar því að veitt var 200 m.kr. á fjárlögum 2018 til tækjakaupa við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Eftir sem áður vill stjórn árétta bókun frá fundi sínum 4 október s.l. þar sem sagði „Stjórn SSV skorar á ríkisvaldið að tryggja fjármagn til að endurnýja og efla tækjakost …

Meira..»

Lestarátak

Nú er tveggja vikna lestrarátaki grunnskólans formlega lokið. Átakið fólst í því að nemendur söfnuðu sér poppbaunum fyrir lesnar mínútur og enduðu herlegheitin á allsherjar popphátíð. Bekkirnir kepptu innbyrðis á milli skólastiga að flestum lesnum mínútum. Á yngsta stiginu var það 3. bekkur sem sigraði og fær hann að launum …

Meira..»

Nýr þjálfari í Snæfelli

  Senid Kulas frá Bosníu hefur verið ráðinn þjálfari fyrir knattspyrnudeild Snæfells keppnistímabilið 2018. Hann kom hingað til Stykkshólms um miðjan janúar s.l.. Senid er ekki ókunnugur Snæfellsnesi því hann lék með Víkingi Ólafsvík árið 2008 en fór til heimalandsins á ný vegna fjármálahrunsins, það ár. Enn á hann vini …

Meira..»