Stykkishólmur fréttir

Snæfell – Úrvalið og allir á leikinn!

Berglind Gunnarsdóttir, var valin í 13 kvenna landsliðshóp fyrir æfingamót sem haldið verður í Luxemburg núna í árslokin. Einnig hefur verið valið í æfingahóp yngri landsliða.  Þar hafa 6 leikmenn úr Snæfelli verið valin í æfingahópinn. Það eru þau Heiðrún Edda Pálsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Ísak Örn Baldursson, Valdimar Hannes …

Meira..»

Jólabókaflóð

Bókaflóðið stendur nú sem hæst, venju samkvæmt á þessum árstíma.  Ein bók stendur upp úr því fyrir okkur sem hér búa því sögusviðið er m.a. Stykkishólmur í bókinni Umsátur eftir Róbert Marvin. Hann mun einmitt lesa upp úr bókinni n.k. laugardag í Bókaverzlun Breiðafjarðar.  Aðalsöguhetjan í bókinni er Marteinn lögreglumaður …

Meira..»

Jólatré tendrað

Jólatréð frá Drammen var tendrað á fullveldisdaginn 1. desember s.l. Það voru nemendur fyrsta bekkjar sem tendruðu tréð, venju samkvæmt.  Lúðrasveit Stykkishólms lék jólalög og jólasveinar stálust til byggða og kíktu í Hólmgarðinn. Af þessu tilefni ávarpaði bæjarstjóri samkomuna og í máli hans kom fram að tréð væri tákn um …

Meira..»

Ný framkvæmdaáætlun Snæfellsness

Umhverfisvottunarverkefnið sem verið hefur í gangi frá árinu 2008 á Snæfellsnesi og vakið mikla athygli hefur gefið út nýja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2018-2022.  Sveitarfélögin fimm sem standa að umhverfisvottuninni hafa öll samþykkt áætlunina. Verkefnið kveður á um að sveitarfélögin vinni markvisst að úrbótum í umhverfismálum í starfsemi sinni, í átt …

Meira..»

Smávinir opna sem hagleikssmiðja í Stykkishólmi

Flestir bæjarbúar þekkja Smávinina hennar Láru Gunnarsdóttur. Lára sérhæfir sig í gerð handunnina hluta úr íslensku birki. Fimmtudaginn 7. desember verður haldið upp á það að Smávinir gerist formlegur félagi í alþjóðlegu samtökunum ÉCONOMUSÉE® network sem eru samtök handverksfyrirtækja, viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu, er opna dyr sínar fyrir …

Meira..»

Bakki er krúttadeildin

Í byrjun nóvember opnaði fjórða deildin við Leikskólann í Stykkishólmi og fékk hún nafnið Bakki. Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans og þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Börnin á Bakka eru flest komin á annað ár. Börnin eru 9 talsins um þessar mundir og svo …

Meira..»

Óbreytt útsvar, skipulagsmál o.fl.

Bæjarstjórnarfundur var haldinn 23.11.2017 s.l. í Stykkishólmi. Mörg mál voru til afgreiðslu og var m.a. fjallað um námskeiðshald undir heitinu „Að starfa í sveitarstjórn“ og mun námskeið á vegum Ráðrík ehf verða haldið í janúar n.k. um það efni. Samþykkt var að styrkja UMFG vegna skíðasvæðis í Grundarfirði um 200.000kr. …

Meira..»

Verzlunin blómstrar

S.l. föstudag var svokallaður Svartur föstudagur og kepptust verslanir um allan heim að bjóða ómótstæðileg tilboð til neytenda. Í kjölfarið kom svo mánudagur með öll sín nettilboð. Fréttir herma að sala hafi verið með mesta móti hér innanlands sem utan. Það var fjölmennt í Bókaverzlun Breiðafjarðar sem bauð upp á …

Meira..»