Stykkishólmur fréttir

11,6 mkr.

Hafnarstjórn fundaði í byrjun viku og var þá farið yfir rekstur hafnarsjóðs það sem af er árinu 2017. Í árshlutauppgjöri sem lagt var fram á fundinum kom fram að rekstarafgangur þessa árs er 11,6 m.kr. sem er ágæt staða. Rekstarhorfur eru því taldar vænlegar. Vel gekk með komur skemmtiferðaskipa á …

Meira..»

Ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar fimmtudaginn 23.nóvember var samþykkt svohljóðandi  bókun vegna stöðvunar siglinga Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ferjusiglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við stjórnendur Sæferða vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá Sæferðum vegna bilunar í vélbúnaði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ferjan hefur ekki getað siglt og mikil óvissa …

Meira..»

Fyrirmyndardagurinn í Stykkishólmi

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem haldinn verður í fjórða sinn þann 24. nóvember. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði fólki með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn …

Meira..»

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólanemendur héldu upp á Dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember s.l. Hefðbundið skólastarf var brotið upp og þrátt fyrir tímabundið rafmagnsleysi á fimmtudaginn var fjölbreytt dagskrá. Nemendur fóru út um víðan völl, heimsóttu dvalarheimili, vinnustaði, leikskólann m.m. og enduðu í Stykkishólmskirkju þar sem Lúðrasveit Stykkishólms hélt …

Meira..»

Grímnir 50 ára

Leikfélagið Grímnir var stofnað í Stykkishólmi árið 1967 og hefur starfað óslitið síðan. Þess var minnst s.l. sunnudag í sal Tónlistarskólans. Boðið var á bíó, þar sem upptökur frá leikritum voru sýndar. Yngstu gestir fylgdust spenntir með Karíusi og Baktusi á tjaldinu og gestir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum og …

Meira..»

Met í tónleikahaldi?

Aldrei fyrr hefur framboð af jólatónleikum íslenskra listamanna verið jafn mikið og í ár. Þrátt fyrir að flestir séu þeir haldnir á höfuðborgarsvæðinu þá er sama sagan að segja á landsbyggðinni, þar hefur framboð aldrei verið meira. Hér á Snæfellsnesi eru fjölmargir tónleikar í farvatninu og hægt að kynna sér …

Meira..»

Baldur frá í 3-4 vikur!

Bilun kom upp í aðalvél Baldurs s.l. helgi og er ljóst að viðgerð mun taka a.m.k. 3-4 vikur. Um flókið verk er að ræða sem vonandi tekst að klára á þessum tíma. Ekki verður því siglt með bifreiðar yfir fjörðinn þann tíma. Farþegaskipið Særún mun sigla út í Flatey á …

Meira..»

Fráveita

Mikið er rætt þessa dagana um frárennsliskerfi byggðra bóla á Íslandi og ljóst að gera þarf bragarbót í þeim málum. Miklu skiptir að íbúar hugi vel að því hvað fer í klósettin og hvað í ruslið. Frárennsliskerfið hér í Stykkishólmi þarfnast endurbóta en haustið 2015 voru fengnar tillögur frá verkfræðistofunni …

Meira..»

Silfurgata 1 rís á ný

Þessa dagana er verið að reisa á nýjan leik hús við Silfurgötu 1. Lengi hefur staðið til að endurbyggja húsið og er loks komið að því en sökkull var steyptur fyrr á þessu ári. Verið var að reisa veggina á miðvikudag og reiknað með að klára það verk þann daginn. …

Meira..»