Stykkishólmur fréttir

Nýr formaður HSH

Fyrir nokkru tók nýr formaður við í Héraðssambandi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu en félagið hafði þá verið formannslaust síðustu þrjú ár. Við formennsku tók Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann sitji lengi. Jafnvel ekki nema fram að sambandsþingi sem boðað …

Meira..»

Öldungaráð Stykkishólms

Öldungaráð Stykkishólms hélt sinn annan fund á kjörtímabilinu. Í ráðinu sitja Einar Karlsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, Brynja Reynisdóttir, Kristín Sigríður Hannesdóttir og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir sem jafnframt er formaður. Ráðið setti sér vinnu- og skipulagsreglur á fundinum en ráðið skal vera bæjarstjórn Stykkishólms til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem varða …

Meira..»

Öryggismálin í íþróttahúsinu

Eins og sjá má í blaðinu í dag er verið að auglýsa eftir starfsmanni í íþróttamiðstöð. Er þar um að ræða vöktun í búningsklefum á skólatíma en búningsklefar eru viðkvæmustu svæðin í skólaumhverfi fyrir einelti. Vöktunarkerfi sundlaugarinnar á einnig að endurnýja en það var komið til ára sinna. am

Meira..»

Félagsmiðstöðin á faraldsfæti

Íþrótta- og æskulýðsnefnd fundaði um miðjan október og á fundinum fór bæjarstjóri yfir hugmyndir um fyrirhugaða byggingu félagsmiðstöðvar. Upphaflega var gert ráð fyrir því að Ásbyrgi og félagsmiðstöðin myndu samnýta hús sem byggt verður á þeim stað sem gamla bensínstöðin er og x-ið er núna. Nú er hinsvegar talið að …

Meira..»

Blá stæði við grunnskólann

Einhver fagnar eflaust litnum á þessum stæðum sem nú er búið að merkja við grunnskólann. En tvö bílastæði við grunnskólann hafa nú verið máluð blá og auðvelda þannig aðgengi fyrir hreyfihamlaða og bætir aðgengi fyrir þjónustuaðila sem eru að koma með vörur í skólann. Enn er of mikið um það …

Meira..»

Náttúrstofan og Rannsóknarsetrið á líffræðiráðstefnunni

Líffræðiráðstefnan er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi en hún verður haldin í Reykjavík dagana 26.-28. október. Náttúrustofa Vesturlands (NSV) og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi taka þátt í ráðstefnunni og koma starfsmenn NSV að fjórum verkefnum sem þar verða kynnt; tveim erindum og tveim veggspjöldum. Þau eru: – …

Meira..»

Jól í skókassa í Stykkishólmi & Helgafellssveit

Móttaka á skókössum verður í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 2. nóvember frá kl. 16 – 18 . Sýnishorn af tilbúnum skókössum verða í: Bókaverzlun Breiðafjarðar Borgarbraut 1 og Pósthúsinu Aðalgötu 25 „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur …

Meira..»

Öldrunarþjónustan í Stykkishólmi

Eins og greint var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá hefur verið gert ráð fyrir fjármagni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjölgunar hjúkrunarrýma í öldrunarþjónustu á landsbyggðinni. Þar inni eru 18 rými á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi í framhaldi þessarar tilkynningar frá Velferðarráðuneytinu með forstjóra HVE. Að þeim …

Meira..»