Stykkishólmur fréttir

Sameiningar sveitarfélaga

Í næstu viku viku fara fram kynningarfundir í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga. Um leið og íbúar þessara sveitarfélaga eru hvattir til að fjölmenna á fundina og kynna sér þessar hugmyndir þá liggur það fyrir að það er mjög stuttur tími til stefnu. Heimildir Stykkishólms-Póstsins eru …

Meira..»

Ókeypis námsgögn

Við greindum frá því síðustu viku að búið væri að samþykkja að Stykkishólmur útvegaði grunnskólanemendum sínum ókeypis námsgögn. Þessa dagana er verið að útdeila þeim til nemenda. Örútboð var gert hjá Ríkiskaupum fyrir hóp af sveitarfélögum sem stóð til 16.ágúst s.l. og bauð Penninn lægst. Þeir sem buðu voru Egilson, …

Meira..»

Danskir dagar

Danskir dagar fóru fram s.l. Helgi og var hátíðin vel heppnuð. Heldur var norðangjólan köld, en flestir klæddu sig eftir veðri og nutu sólarinnar og mannlífsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á markaðstorginu við Norska húsið en fleiri myndir frá Dönskum dögum má sjá á snaefellingar.is am/kög/frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Skelveiðar að hefjast á ný

Stefnt er að því að hefja skelveiðar í næstu viku frá Stykkishólmi. Tilraunaveiðar á Hörpuskel voru leyfðar árið 2014 eftir að veiðibann hafði verið sett á árið 2003. Reiknað er með að veiða að þessu sinni um 1000 tonn og um veiðarnar sjá tvö skip, annarsvegar Hannes Andrésson SH-737 eins …

Meira..»

Fundur bæjarráðs um starfsemi Háls- og bakdeildar í Stykkishólmi

Bæjarráðsfundur var haldinn 17. ágúst s.l. og til stóð að halda annan fund þann 18. sem var frestað til dagsins í dag, 22. ágúst. Umfjöllunarefni fundarins var starfsemi Sjúkrahúss HVE í Stykkishólmi. Til fundarins mættu forstjóri HVE Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga HVE, Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri rekstrar HVE og Rósa Marinósdóttir …

Meira..»

Ókeypis námsgögn í Stykkishólmi

Í síðustu viku fjallaði Stykkishólms-Pósturinn m.a. um það að grunnskólar í Snæfellsbæ og Grundarfirði byðu nemendum sínum upp á ókeypis námsgögn.  Einnig sögðum við frá því að samskonar tillaga yrði tekin fyrir á bæjarráðsfundi í Stykkishólmi s.l. fimmtudag. Tillagan var samþykkt hjá bæjarráði Stykkishólmsbæjar. Tilkynning frá bæjarstjóra var send foreldrum grunnskólabarna …

Meira..»

Skemmdir

Húsnæði leikskólans í Stykkishólmi og lóð hans er vinsælt leiksvæði bæði á meðan á leikskólatíma stendur ekki síður en utan hans. Leiksvæðið er án efa best útbúna leiksvæði bæjarins og því vinsælt meðal barna og unglinga utan leikskólatíma. Því miður hefur borið á skemmdum á húsnæðinu sem að hluta er …

Meira..»

Dansnámskeið

Marín Rós Eyjólfsdóttir hefur þessa vikuna verið með dansnámskeið í Stykkishólmi í tengslum við Danska daga. Þar eru tæplega tíu hressar stúlkur á fullu að dansa undir leiðsögn Marínar. Afraksturinn verður sýndur á laugardaginn á Markaðssvæði við Norska húsið eftir kl. 12

Meira..»