Það má segja að hver viðburðurinn hafi rekið annan hér í Stykkishólmi í síðustu viku, reyndar eins og gerist oft hér á aðventunni. Á miðvikudag opnuðu þær mæðgur Menja og Ísól myndlistarsýningu í Norska húsinu undir heitingu Dáleiðandi mandölur og Glalynd furðudýr, Sumarliði opnaði ljósmyndasýningu á Fosshótel Stykkishólmi og báðar …
Meira..»Vilborg, Bubbi og Unnsteinn á Júlíönuhátíðinni 2018
Júlíönuhátíðin verður haldin í sjötta sinn dagana 22.-25. febrúar 2018. Í undirbúningshóp sitja að þessu sinni Þórunn Sigþórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir og Gréta Sigurðardóttir. Meginþema hátíðarinnar að þessu sinni verður Ástin í sögum og ljóðum. Eins og í fyrra verður unnið með skólabörnum á ýmsum stigum. Bók hátíðarinnar 2018 …
Meira..»Styrkir vegna fullveldisafmælis á Snæfellsnes 2018
Á næsta ári fögnum við aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Afmælisnefnd var falið, samkvæmt þingsályktun, að standa fyrir hátíðarhöldum um land allt. Var ákveðið að fara þá leið að leita til landsmanna um mótun dagskrár afmælisársins. Auglýst var eftir tillögum að verkefnum á dagskrána. Alls bárust 169 tillögur og var …
Meira..»Lóðamál og fjármál
Bæjarstjórnarfundur var haldinn þriðjudaginnn 12. desember s.l. kl. 11 Fundargerð Skipulags- og bygginganefndar og fjármál Stykkishólmsbæjar voru þar til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið áður á þessum vettvangi, þá er alls ekki gert ráð fyrir gestum í fundarsal á bæjarstjórnarfundi, þó svo að þeir eigi að heita opnir fundir. …
Meira..»Jólabasar kvenfélagsins Hringsins
Kvenfélagið Hringurinn hélt sinn árlega basar núna fyrir jólin en að þessu sinni í Stykkishólmskirkju. Mjög vel var mætt á basarinn og í kaffið og salan góð. Að venju var boðið upp á pakkaveiði, lukkupakka og svo vörur sem kvenfélagskonur höfðu sjálfar útbúið.
Meira..»Fótboltamaðurinn knái, Alfreð á förum frá VíkingiÓ
ÍBV hefur komist að samkomulagi við Víking Ó. um kaup á Alfreð Má Hjaltalín. Alfreð hefur gert þriggja ára samning við ÍBV. Alfreð hafði tilkynnt í haust að hann myndi fara frá Víkingi Ólafsvík eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni. Alfreð er fæddur og uppalinn Hólmari. Hann æfði yngri flokkana með …
Meira..»Helgileikur 3.bekk Grunnskóla Stykkishólms
Það er árviss hefð um þetta leiti árs að helgileikir eru settir á svið. 3 bekkur Grunnskóla Stykkishólms fór í vikunni í Stykkishólmskirkju og hópur af leikskólabörnum – þar sem þau fluttu helgileik, sungu og léku á hljóðfæri.
Meira..»Snæfell – Úrvalið og allir á leikinn!
Berglind Gunnarsdóttir, var valin í 13 kvenna landsliðshóp fyrir æfingamót sem haldið verður í Luxemburg núna í árslokin. Einnig hefur verið valið í æfingahóp yngri landsliða. Þar hafa 6 leikmenn úr Snæfelli verið valin í æfingahópinn. Það eru þau Heiðrún Edda Pálsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Ísak Örn Baldursson, Valdimar Hannes …
Meira..»Jólabókaflóð
Bókaflóðið stendur nú sem hæst, venju samkvæmt á þessum árstíma. Ein bók stendur upp úr því fyrir okkur sem hér búa því sögusviðið er m.a. Stykkishólmur í bókinni Umsátur eftir Róbert Marvin. Hann mun einmitt lesa upp úr bókinni n.k. laugardag í Bókaverzlun Breiðafjarðar. Aðalsöguhetjan í bókinni er Marteinn lögreglumaður …
Meira..»Matur er mannsins megin
Pop-Up verzlun var opnuð á Narfeyrarstofu s.l. laugardag. Það er nokkurskonar skyndiverslun sem ber þetta heiti og tíðkast víða um heim að setja upp svona Pop-Up á hinum óvenjulegustu stöðum og selja óvenjulega vöru part úr degi. Fjölmargir gestir komu og keyptu eitt og annað ætilegt. Matarframboð úr héraði er …
Meira..»