Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Öldrunarþjónustan í Stykkishólmi

Eins og greint var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá hefur verið gert ráð fyrir fjármagni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjölgunar hjúkrunarrýma í öldrunarþjónustu á landsbyggðinni. Þar inni eru 18 rými á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi í framhaldi þessarar tilkynningar frá Velferðarráðuneytinu með forstjóra HVE. Að þeim …

Meira..»

Bætt verði við ferðum í vetraráætlun Baldurs

Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verði fjölgað í vetur í samræmi við óskir heimamanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt verður bætt við ferðum í flugáætlun milli Bíldudals og Reykjavíkur frá 1. febrúar á næsta ári. Er þetta gert til þess að …

Meira..»

Fundur um nýtingu sjávargróðurs haldinn á Reykhólum

Í vikunni var haldinn samskonar fundur um nýtingu sjávargróðurs og haldinn var hér í Stykkishólmi fyrir skömmu.  Til viðbótar þeim fyrirlesurum sem voru í Stykkishólmi kom Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungavinnslunnar á Reykhólum inn með erindi og þangsláttumennirnir Jóhannes Haraldsson og Reynir Bergsveinsson sögðu einnig frá.  Skýrsla Hafró um klóþang í Breiðafirði …

Meira..»

Hæfileikamót

Hæfileikamót KSÍ og N1 hjá stúlkum fór fram á Akranesi 14. og 15. október síðastliðinn. Mótið fór fram undir stjórn Dean Martin en hann hefur undanfarið ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og var þetta mót framhald af þeirri vinnu. Þarna var um að ræða stúlkur á aldrinum 13 til …

Meira..»

Læknir til starfa á háls- og bakdeild

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi þá hófst starfsemi háls- og bakdeildar sjúkrahússins í Stykkishólmi aftur eftir sumarleyfi 28. ágúst s.l. og tekur við sjúklingum í endurhæfingu sem fyrr. Faglegur ábyrgðaraðili deildarinnar verður Hrefna Frímannsdóttir. Hún ásamt Hafdísi Bjarnadóttur samskiptafulltrúa í Stykkishólmi vinna nú að endurskoðun á …

Meira..»

18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi komin á áætlun

Velferðarráðuneytið tilkynnti á þriðjudag áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022. Í áætlun heilbrigðisráðherra liggur fyrir að 155 hjúkrunarými verði byggð til viðbótar þeim 313 sem fyrir eru á framkvæmdastigi. Þannig verða 468 byggð eða endurgerð fram til 2022. Inni í áætlun þessari er reiknað með að endurgera 18 hjúkrunarrými …

Meira..»

Vinnustaðanám

Sú nýung er í skólastarfinu í vetur að bjóða upp á valgreinina „Á vinnumarkaði“ í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í Stykkishólmi. 12 nemendur í 8. – 10. bekk stunda þetta nám. Þeir mæta þangað í eins konar starfsþjálfun í tvö skipti í senn. Þetta hefur reynt á sjálfstæði og …

Meira..»

Þakkarbréf

Að lokinni afmælishátíð Leikskólans í Stykkishólmi viljum við þakka öllum sem komu að skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd hennar. Við þökkum ykkur öllum sem komu og glöddust með okkur á afmælishátíðinni sjálfri fyrir komuna og góðar kveðjur. Við þökkum einnig góðar gjafir sem okkur bárust. Fyrst og fremst á allt starfsfólk …

Meira..»

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Dagana 5.-6. október var haldin fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 í Reykjavík. Mörg erindi voru þar og flutt og er hægt að sjá myndbönd á vef sambands sveitarfélaga samband.is af hverju og einu. Þar er einnig hægt að kynna sér gögn sem lögð voru fram. Þarna liggja fyrir áhugaverðar upplýsingar …

Meira..»

Íbúafundur um atvinnumál

Íbúafundur var haldinn á Hótel Stykkishólmi miðvikudaginn 4.október s.l. Umfjöllunarefnið var nytjun lífríkis Breiðafjarðar og skipulagsmál miðbæjar og fleiri svæða í Stykkishólmi. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma og tæplega 70 manns mættu til fundarins. Fyrsta erindi kom frá Jónasi P. Jónassyni frá Hafró um Hörpudiskinn. Athyglisvert var í …

Meira..»