Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Jólatré tendrað

Jólatréð frá Drammen var tendrað á fullveldisdaginn 1. desember s.l. Það voru nemendur fyrsta bekkjar sem tendruðu tréð, venju samkvæmt.  Lúðrasveit Stykkishólms lék jólalög og jólasveinar stálust til byggða og kíktu í Hólmgarðinn. Af þessu tilefni ávarpaði bæjarstjóri samkomuna og í máli hans kom fram að tréð væri tákn um …

Meira..»

Ný framkvæmdaáætlun Snæfellsness

Umhverfisvottunarverkefnið sem verið hefur í gangi frá árinu 2008 á Snæfellsnesi og vakið mikla athygli hefur gefið út nýja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2018-2022.  Sveitarfélögin fimm sem standa að umhverfisvottuninni hafa öll samþykkt áætlunina. Verkefnið kveður á um að sveitarfélögin vinni markvisst að úrbótum í umhverfismálum í starfsemi sinni, í átt …

Meira..»

Smávinir opna sem hagleikssmiðja í Stykkishólmi

Flestir bæjarbúar þekkja Smávinina hennar Láru Gunnarsdóttur. Lára sérhæfir sig í gerð handunnina hluta úr íslensku birki. Fimmtudaginn 7. desember verður haldið upp á það að Smávinir gerist formlegur félagi í alþjóðlegu samtökunum ÉCONOMUSÉE® network sem eru samtök handverksfyrirtækja, viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu, er opna dyr sínar fyrir …

Meira..»

Bakki er krúttadeildin

Í byrjun nóvember opnaði fjórða deildin við Leikskólann í Stykkishólmi og fékk hún nafnið Bakki. Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans og þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Börnin á Bakka eru flest komin á annað ár. Börnin eru 9 talsins um þessar mundir og svo …

Meira..»

Óbreytt útsvar, skipulagsmál o.fl.

Bæjarstjórnarfundur var haldinn 23.11.2017 s.l. í Stykkishólmi. Mörg mál voru til afgreiðslu og var m.a. fjallað um námskeiðshald undir heitinu „Að starfa í sveitarstjórn“ og mun námskeið á vegum Ráðrík ehf verða haldið í janúar n.k. um það efni. Samþykkt var að styrkja UMFG vegna skíðasvæðis í Grundarfirði um 200.000kr. …

Meira..»

Verzlunin blómstrar

S.l. föstudag var svokallaður Svartur föstudagur og kepptust verslanir um allan heim að bjóða ómótstæðileg tilboð til neytenda. Í kjölfarið kom svo mánudagur með öll sín nettilboð. Fréttir herma að sala hafi verið með mesta móti hér innanlands sem utan. Það var fjölmennt í Bókaverzlun Breiðafjarðar sem bauð upp á …

Meira..»

11,6 mkr.

Hafnarstjórn fundaði í byrjun viku og var þá farið yfir rekstur hafnarsjóðs það sem af er árinu 2017. Í árshlutauppgjöri sem lagt var fram á fundinum kom fram að rekstarafgangur þessa árs er 11,6 m.kr. sem er ágæt staða. Rekstarhorfur eru því taldar vænlegar. Vel gekk með komur skemmtiferðaskipa á …

Meira..»

Ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar fimmtudaginn 23.nóvember var samþykkt svohljóðandi  bókun vegna stöðvunar siglinga Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ferjusiglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við stjórnendur Sæferða vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá Sæferðum vegna bilunar í vélbúnaði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ferjan hefur ekki getað siglt og mikil óvissa …

Meira..»