Stykkishólmur fréttir

Bleiki dagurinn á föstudaginn

Október er árveknimánuður krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Það fer nú vart framhjá neinum enda sýna margir aðilar stuðning sinn í verki með ýmsum bleikum vörum á boðstólum auk þess sem bleika slaufan er seld víða um land þennan mánuðinn. Byggingar hafa um árabil verið lýstar bleikum ljósum og á …

Meira..»

Hestaval í GSS

Með tilkomu nýrrar reiðskemmu opnaðist sá möguleiki að geta kennt reiðmennsku í Stykkishólmi. Ákveðið var því að bjóða nemendum í 8. – 10. bekk upp á svokallað Hestaval. Tíu nemendur hafa því undanfarið sinnt þessu vali undir leiðsögn kennara síns Lárusar Ástmars Hannessonar. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að …

Meira..»

Bæjarmál

Reikna má með því að á næstu dögum verði endanleg skýrsla KPMG lögð fyrir sameiningarnefnd sveitarfélaganna til samþykktar. Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti í vikunni að taka aukalán m.a. vegna gatnaframkvæmda á árinu. Byggingarnefnd kom saman s.l. mánudag. Fjallað var um umsóknir um byggingarleyfi á lóðunum Laufásvegi 33-43 vegna breytinga, Skólastíg …

Meira..»

Tilkynning um framkvæmdir við endurnýjun slitlags nokkurra gatna á vegum Stykkishólmsbæjar

Á næstu dögum verða framkvæmdir við eftirtaldar götur í Stykkishólmi. Austurgata, Ásklif-Neskinn-Ásbrú, Hjallatangi, Lágholt, Skúlagata og Tjarnarás að hluta. Húseigendur og vegfarendur við þessar götur  eru beðnir um að taka tillit til aðstæðna og þeirrar  truflunar sem verður vegna vinnuvéla sem eru notaðar við klæðninguna. Stjórnendur atvinnufyrirtækja á svæðinu eru …

Meira..»

Bókasafn afhent 1. nóvember

Vel gengur við byggingu bókasafns við Grunnskólann. Skv. upplýsingum frá Skipavík sem sér um verkið verður húsið afhent Stykkishólmsbæ 1. nóvember n.k. Annars eru framkvæmdir hafnar hjá Skipavík við byggingu íbúðarhúsnæðis við Móholt en þar er fyrirhugað að byggja 4 litlar íbúðir. Þær íbúðir verða tilbúnar 1. maí 2018. Skipavík …

Meira..»

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfs

Árlegt fótboltamaraþon og uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram um síðustu helgi. Spilaður var fótbolti í sólarhring og skipt upp tímanum á Stykkishólm, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir gengið í hús og safnað áheitum og safnaðist vel. Skemmtu bæði krakkarnir og fullorðnir sér mjög vel. Eins og …

Meira..»

Afmæli leikskólans

Nú líður að 60 ára afmæli Leikskólans í Stykkishólmi en það er þann 7. október. Það var í október 1957 sem St. Fransiskussystur opnuðu leikskóla hér í Stykkishólmi. Í ljósi sögunnar er þetta mjög merkilegt þar sem á þessum tíma eða árið 1960 voru 12 leikskólar í Reykjavík og enn …

Meira..»

Lionsklúbburinn færir Stykkishólmskirkju gjöf

Lionsklúbburinn í Stykkishólmi færði á dögunum Stykkishólmskirkju gjöf til þess ætlaða að hægt sé að senda út beint hljóð og mynd frá útförum í Stykkishólmskirkju til dvalarheimlisins í Stykkishólmi og St. Fransiskusspítala. Verðmæti gjafar Lionsmanna er tæplega 1 milljón króna. Lionsklúbburinn fékk Anok margmiðlun ehf til liðs við sig við …

Meira..»