Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Nýtt hús tekið í gagnið í desember

Nýja bókasafnshúsið sem verið er að byggja við hlið Grunnskólans er nú á lokastigum framkvæmdarinnar og skv. upplýsingum frá bæjarstjóra er stefnt að flutningi með bókasafnið í desember. Við sögðum frá því hér í byrjun nóvember að til stæði að Eldfjallasafnið flytti í Hafnargötu 7, þar sem bókasafnið er nú …

Meira..»

Kæru vinir Jól í skókassa

Móttökudagurinn okkar var á fimmtudaginn 2. nóvember í Stykkishólmskirkju Frá KFUM & K fengum við myndband sem við sýndum, þar var sýnt frá ferðalag til Ukaraina og afhendingu skókassana. Nú söfnuðust 87 skókassar og við fengum 10.000 kr. í pengingagjöf. Það kemur sér vel fyrir verkefnið. Við viljum senda innilegt …

Meira..»

Ekki sameinað, að sinni.

Eins og fram kom í Stykkishólms-Póstinum í gær þá var það niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar í síðustu viku að ekki yrði efnt til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu. Því er við þá frétt að bæta að afgreiðslan var gerð með einróma samþykki bæjarfulltrúa Grundarfjarðar. Sameiningarnenfdin fundaði í gær og er …

Meira..»

Fundur í dag í sameiningarnefnd

Grundarfjarðarbær hélt bæjarstjórnarfund í síðustu viku þar sem m.a. var fjallað um sameiningarmálin í Stykkishólmi, Grundarfirði og Helgafellssveit. Niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar var að efna ekki til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu. Hvað þetta þýðir með framhald viðræðna kemur í ljós í þessari viku væntanlega, þar sem sameiningarnefndin heldur fund …

Meira..»

Kvenfélagið gefur

Legudeild St. Fransiskuspítala barst góð gjöf í síðustu viku þegar Kvenfélagið Hringurinn gaf deildinni snjallsjónvarp af nýjustu gerð ásamt veggfestingu. Það var Svanhildur Jónsdóttir formaður kvenfélagsins sem afhenti Hrafnhildi Jónsdóttur deildarstjóra sjónvarpið sem brátt verður komið fyrir á endanlegum stað á deildinni. Vildi Hrafnhildur við þetta tækifæri koma á framfæri …

Meira..»

Öryggið á götunum

Aðlfundur foreldrafélags Leikskólans var haldinn 17. október síðastliðinn og komu þar fram miklar áhyggjur foreldra og stjórnar foreldrafélagsins varðandi umferðaröryggismál í Stykkishólmi og Anna Margrét Pálsdóttir gerði einmitt að umfjöllunarefni í grein í síðasta Stykkishólms-Pósti. Foreldrafélagið hefur nú komið áhyggjunum á framfæri við bæjarstjóra sem taka mun málið upp á …

Meira..»

Nýr formaður HSH

Fyrir nokkru tók nýr formaður við í Héraðssambandi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu en félagið hafði þá verið formannslaust síðustu þrjú ár. Við formennsku tók Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann sitji lengi. Jafnvel ekki nema fram að sambandsþingi sem boðað …

Meira..»

Öldungaráð Stykkishólms

Öldungaráð Stykkishólms hélt sinn annan fund á kjörtímabilinu. Í ráðinu sitja Einar Karlsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, Brynja Reynisdóttir, Kristín Sigríður Hannesdóttir og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir sem jafnframt er formaður. Ráðið setti sér vinnu- og skipulagsreglur á fundinum en ráðið skal vera bæjarstjórn Stykkishólms til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem varða …

Meira..»

Öryggismálin í íþróttahúsinu

Eins og sjá má í blaðinu í dag er verið að auglýsa eftir starfsmanni í íþróttamiðstöð. Er þar um að ræða vöktun í búningsklefum á skólatíma en búningsklefar eru viðkvæmustu svæðin í skólaumhverfi fyrir einelti. Vöktunarkerfi sundlaugarinnar á einnig að endurnýja en það var komið til ára sinna. am

Meira..»