Stykkishólmur fréttir

Hver er á myndinni?

Undirbúningur vegna afmælis Leikskólans í Stykkishólmi stendur nú semt hæst og má þess glöggt sjá merki á Facebook síðu afmælisins, en þar eru komnir á dagskrá viðburðir í tengslum við afmælið og ljóst að þar er eitthvað fyrir alla á boðstólum. Óskað hefur verið eftir myndum úr fórum bæjarbúa og …

Meira..»

Framkvæmdir á Nesveginum

Endurbætur á húsnæði Anok margmiðlun ehf og pípulagna-þjónustu Helga Haraldssonar, Sjálfsagt ehf á Nesvegi 13 eru hafnar. Það er Narfeyri ehf sem er að skipta út gluggum, hurðum og útveggjum auk þess sem ný klæðning verður sett á húsið á þessum eignahlutum. Þar af leiðandi gæti viðvera í Anok verið …

Meira..»

Af vettvangi bæjarmála

Skipulags- og byggingarmál úr bæjarráði Lóðinni Hjallatanga 15, var úthlutað á bæjarráðsfundi s.l. þriðjudag til Egils Arnar Hjaltalín. Lóðin er íbúðahúsalóð og stendur ofan vegar. Rætt var um lóðamál Laufásvegar 1 en sótt hefur verið um stækkun lóðar vegna reksturs gistihússins Bænir og brauð. Stækkun húss var leyfð á sínum …

Meira..»

Einar Sveinn leiðir nýfjárfestingar Marigot hér á landi

Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, hefur verið ráðinn til starfa hjá móðurfélaginu Marigot á Írlandi, eiganda fyrirtækisins á Bíldudal, þar sem honum hefur verið falið að leiða vinnu Marigot hér á landi við tvö þróunarverkefni sem fela í sér byggingu og rekstur tveggja verksmiðja, annars vegar í …

Meira..»

Göngur og réttir á Snæfellsnesi

Göngur og réttir voru víða um Snæfellsnes um síðustu helgi. Reyndar setti veðrið strik í reikninginn á laugardag og voru öll svæðin ekki gengin vegna slagveðurs.  Eitthvað kom þó af fé til byggða og voru gangnamenn hér norðanmegin á Nesinu hundblautir, vægast sagt, inn að beini á laugardeginum. Meðfylgjandi myndir …

Meira..»

Kvennamúsík?

Það fór nú kannski ekki framhjá mörgum að í síðustu viku voru staddar hér 6 ungar konur sem allar eru tónskáld og unnu liðlangann daginn að tónlistarsköpun. Afraksturinn var svo í boði fyrir alla á föstudagskvöld á Hótel Stykkis-hólmi. Góð mæting var á kvöldið og dagskráin mjög skemmtileg. Þær stöllur …

Meira..»

Smyrill í heimsókn

    Þessi fallegi ungi smyrill kom til Náttúrustofu Vesturlands s.l. sunnudag í aðhlynningu. Hann komst í mannahendur á Skógarströnd og átti erfitt með flug en var mjög hress að öðru leyti. Starfsfólk Náttúrustofunnar er alvant svona fóstrun og býr að ýmissi fæðu fyrir gesti þessu tagi. Þannig fékk hann …

Meira..»

Fjárlagafrumvarp: Fjármunir hingað?

Fjárlagafrumvarp var kynnt í vikunni og kennir þar margra grasa. Í fljótu bragði er ekki að sjá miklar breytingar hvað varðar Stykkishólm eða Vesturland. Framlög standa nokkurn veginn í stað til málaflokka heilbrigðisþjónustu, sýslumanns-embætta, vegamála og umhverfisverkefna. Þannig er ekki að sjá sérstaka fjármuni til St. Fransiskuspítala vegna öldrunarþjónustu frekar …

Meira..»

Æft fyrir afmæli

Þessa dagana eru danssporin stigin glatt í Íþróttahúsinu og þar eru á ferð leikskóla- og grunnskólakrakkar hér í bæ undir handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Leikskólakrakkarnir eru með að þessu sinni til að undirbúa afmælishátíð leikskólans í Stykkishólmi sem fagnar 60 ára afmæli 7. október n.k. Þau voru afar spennt yfir …

Meira..»

Spaghettí, hakk, marengsar og myndlist

Eins og fram hefur komið í Stykkishólms-Póstinum þá hafa staðið yfir myndlistarsýningar í safnaðarheimlili Stykkishólms-kirkju í sumar. Haraldur Jónsson sýndi frá 17. júní til ágústloka og þá tók við svissneska listakonan Maja Thommen. Maja sýnir verk sem unnin eru út frá náttúru Vesturlands undir heitinu SWIM! – Saga árinnar. Þetta …

Meira..»