Stykkishólmur fréttir

Læknir til starfa á háls- og bakdeild

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi þá hófst starfsemi háls- og bakdeildar sjúkrahússins í Stykkishólmi aftur eftir sumarleyfi 28. ágúst s.l. og tekur við sjúklingum í endurhæfingu sem fyrr. Faglegur ábyrgðaraðili deildarinnar verður Hrefna Frímannsdóttir. Hún ásamt Hafdísi Bjarnadóttur samskiptafulltrúa í Stykkishólmi vinna nú að endurskoðun á …

Meira..»

18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi komin á áætlun

Velferðarráðuneytið tilkynnti á þriðjudag áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022. Í áætlun heilbrigðisráðherra liggur fyrir að 155 hjúkrunarými verði byggð til viðbótar þeim 313 sem fyrir eru á framkvæmdastigi. Þannig verða 468 byggð eða endurgerð fram til 2022. Inni í áætlun þessari er reiknað með að endurgera 18 hjúkrunarrými …

Meira..»

Vinnustaðanám

Sú nýung er í skólastarfinu í vetur að bjóða upp á valgreinina „Á vinnumarkaði“ í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í Stykkishólmi. 12 nemendur í 8. – 10. bekk stunda þetta nám. Þeir mæta þangað í eins konar starfsþjálfun í tvö skipti í senn. Þetta hefur reynt á sjálfstæði og …

Meira..»

Þakkarbréf

Að lokinni afmælishátíð Leikskólans í Stykkishólmi viljum við þakka öllum sem komu að skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd hennar. Við þökkum ykkur öllum sem komu og glöddust með okkur á afmælishátíðinni sjálfri fyrir komuna og góðar kveðjur. Við þökkum einnig góðar gjafir sem okkur bárust. Fyrst og fremst á allt starfsfólk …

Meira..»

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Dagana 5.-6. október var haldin fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 í Reykjavík. Mörg erindi voru þar og flutt og er hægt að sjá myndbönd á vef sambands sveitarfélaga samband.is af hverju og einu. Þar er einnig hægt að kynna sér gögn sem lögð voru fram. Þarna liggja fyrir áhugaverðar upplýsingar …

Meira..»

Íbúafundur um atvinnumál

Íbúafundur var haldinn á Hótel Stykkishólmi miðvikudaginn 4.október s.l. Umfjöllunarefnið var nytjun lífríkis Breiðafjarðar og skipulagsmál miðbæjar og fleiri svæða í Stykkishólmi. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma og tæplega 70 manns mættu til fundarins. Fyrsta erindi kom frá Jónasi P. Jónassyni frá Hafró um Hörpudiskinn. Athyglisvert var í …

Meira..»

Dvalarheimilið

Skv. fundargerð stjórnar dvalarheimilisins í Stykkishólmi frá 3.október s.l. þá hafa tekjur ekki skilað sér sem skyldi í reksturinn. Fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir meiri tekjum en raunin var fyrstu mánuði ársins en nýting seinni hluta ársins er betri og þá mun staðan batna. Öll hjúkrunar- og dvalarrými eru fullnýtt um …

Meira..»

Bleiki dagurinn á föstudaginn

Október er árveknimánuður krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Það fer nú vart framhjá neinum enda sýna margir aðilar stuðning sinn í verki með ýmsum bleikum vörum á boðstólum auk þess sem bleika slaufan er seld víða um land þennan mánuðinn. Byggingar hafa um árabil verið lýstar bleikum ljósum og á …

Meira..»

Hestaval í GSS

Með tilkomu nýrrar reiðskemmu opnaðist sá möguleiki að geta kennt reiðmennsku í Stykkishólmi. Ákveðið var því að bjóða nemendum í 8. – 10. bekk upp á svokallað Hestaval. Tíu nemendur hafa því undanfarið sinnt þessu vali undir leiðsögn kennara síns Lárusar Ástmars Hannessonar. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að …

Meira..»