Stykkishólmur fréttir

NSV skorar á stjórnvöld

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands fundaði í vikunni og samþykkti bókun þar sem fjallað er um nauðsyn þess að tryggja rekstrargrundvöll stofunnar. Í tilkynningu segir að Stykkishólmsbær sé eina sveitarfélagið á Vesturlandi sem leggur NSV styrk til reksturs á móti ríkissjóði og hefur haldið sínu hlutfalli í framlögunum í samræmi við þróun …

Meira..»

Fann rostungstönn í Landey

Guðmundur Arnar Ásmundsson fann heldur betur sjaldgæfan hlut í gönguferð sinni um Landey fyrir skömmu. Í vík gegnt Skipavík fann hann rostungstönn. Rostungar eiga ekki fasta búsetu við Íslandsstrendur í dag en flökkudýr sjást þó endrum og sinnum. Tönninni var komið í hendur Háskólaseturs og þaðan til Minjastofnunar sem hafði …

Meira..»

Fjögurra ára týndi bangsa á ferðalagi

Eftirfarandi bón barst á ritstjórnarskrifstofuna: Þessi sæti BANGSI fór á flakk á SNÆFELLSNESI í síðustu viku og hans er sárt saknað af 4ra ára eiganda sínum. Hann hefur trúlega farið í felur einhversstaðar í kringum N1 á Hellissandi eða í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ef einhver hefur fundið bangsakrílið eða …

Meira..»

Fréttir á ensku

Nú hefst sú nýjung hjá Snæfellingum.is að valdar fréttir birtast á ensku. Efni fréttanna og/eða greinanna miða að ferðafólki sem fjölgað hefur gríðarlega undanfarið. Þær munu snúast um efni sem viðkemur ferðafólki s.s. upplýsingar um breytta opnunartíma á frídögum o.þ.h. Inn á milli munu birtast færslur um efni sem okkur …

Meira..»

Sumarsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu

Laugardaginn 10. júní kl. 15:00 opnuðu sumarsýningar Norska hússins – BSH. Að þessu sinni eru tvær sýningar, myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasíur og ljósmyndasýning eftir Hjördísi Eyþórsdóttur, Snæfellsnes // 中國 . Erna Guðmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1940 og stundaði fyrst listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk …

Meira..»

Ljóti andarunginn í Stykkishólmi

Þriðjudaginn 13. júlí var leiksýning í Kvenfélagsgarðinum. Þar var mættur Leikhópurinn Lotta og flutti sýninguna Ljóti andarunginn. Leikhópurinn hefur þótt mjög vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Þetta er ellefta sýningin sem þau setja upp og ferðast með í kringum landið. Efniviðurinn er fenginn úr klassískum ævintýrum sem flestum eru kunn. Eins …

Meira..»

Dreifing Stykkishólms-Póstsins

Í vor kom tilkynning frá Íslandspósti um að aldreifingu á fjölpósti yrði hætt á fimmtudögum á landsbyggðinni. Til að tryggja það að allir bæjarbúar fengju blöðin sín á fimmtudegi í stað þess að skipta dreifingu í tvo daga var brugðið á það ráð að fá starfsfólk Ásbyrgis til þess að …

Meira..»

Norska húsið 185 ára

Næstkomandi mánudag 19. júní eru 185 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í Stykkishólmi. Í tilefni afmælisins verður ókeypis inn á safnið og gestum boðið upp á veitingar milli kl. 15 og 17. Tilvalið að kíkja á nýju sýningarnar Fuglar og Fantasíur & Snæfellsnes // 中國,við þetta tilefni. …

Meira..»