Laugardagur , 22. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Fullorðnir Vestlendingar meta andlega heilsu slæma

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi fyrir árið 2017. Tilgangur þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig borið saman við landið í heild. Auðveldar það sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að skilja þarfir íbúa í sínu umdæmi og þannig vinna saman …

Meira..»

Sjómannadagurinn í Stykkishólmi – MYNDIR

Það var sólríkur sjómannadagur sl. sunnudag. Sjómannadagurinn er ætíð haldinn fyrsta sunnudag í júní nema hvítasunnu beri upp á þann dag, sem var tilfellið í ár. Bæjarbúar fjölmenntu niður á höfn og fylgdust með skemmtidagskrá þar sem lið kepptu í hefðbundnum sjómannadagsgreinum s.s. brettahlaupi, koddaslag og kappróðri. Það stóð þó …

Meira..»

Sjávarfang til sölu við höfnina

Bleiki liturinn á Slowly kaffi niður við höfn á vel við nýjustu vörurnar hjá þeim stöllum Theó og Mæsu.  Þær hafa nú bætt við kaffi og kruðeríúrvalið ferskri bláskel og frosinni hreinsaðri hörpuskel frá Símoni skeljabónda.  En þeir sem til þekkja greina vel bleikt í vöðvanum á bláskelinni og þá …

Meira..»

De dejlige danske dage

Nefnd Danskra daga árið 2017 er þessa dagana á fullu við undirbúning hátíðarinnar sem fram fer dagana 18. – 20. ágúst. Nefndin vill koma því á framfæri að markaðstjöld verða á torginu á milli Amtsbókasafnsins og Norska hússins – BSH. Verð fyrir leigu á tjaldi/bás verður haldið í algjöru lágmarki …

Meira..»

Eldur í Stykkishólmi

Slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi á Skúlagötu í Stykkishólmi laust eftir kl. 13. Kviknað hafði í en skjótt gekk að ráða niðurlögum eldsins. Komið var í veg fyrir að eldurinn dreifðist um húsið. Talið er að kviknað hafi út frá eldavél, miklar skemmdir eru í eldhúsi og talsverðar reykskemmdir …

Meira..»

Myndlistarsýning í Listasal Stykkishólmskirkju

N.k. laugardag opnar myndlistarsýning í Listasal Stykkishólmskirkju sem tekinn var í notkun í fyrra.  Það er Listvinafélag Stykkishólmskirkju sem sér um listviðburði í kirkjunni ár hvert, sem skipuleggur þessa sýningu. Tónlistarviðburðir hafa verið fastur liður í starfsemi félagsins allt frá því að kirkjan var vígð fyrir rúmum 25 árum. Hafa fjölmargir …

Meira..»

Veitingar í Stykkishólmi

Stór hluti gangandi fólks um bæinn eru ferðamenn. Þessir ferðamenn þurfa að setjast niður einhversstaðar til þess að borða. Þegar margir eru í bænum er oft erfitt að fá sæti. Ein helsta gagnrýni fólks á veitingastaði á þar til gerðum heimasíðum er sú að erfitt er að finna borð á …

Meira..»

Dreifing Stykkishólms-Póstsins

Í vor kom tilkynning frá Íslandspósti um að aldreifingu á fjölpósti yrði hætt á fimmtudögum á landsbyggðinni. Til að tryggja það að allir bæjarbúar fengju blöðin sín á fimmtudegi í stað þess að skipta dreifingu í tvo daga var brugðið á það ráð að fá starfsfólk Ásbyrgis til þess að …

Meira..»

Lög samþykkt um öflun sjávargróðurs

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Mikið af erindum og umsögnum bárust atvinnuveganefnd vegna breytinganna. Flestar umagnirnar fjölluðu um áhrif á lífríki Breiðafjarðar og/eða hættu á fákeppni. Frumvarpinu er ætlað …

Meira..»

Nýtt Þórsnes SH

Nýtt og glæsilegt Þórsnes SH er komið í flota Þórsness ehf. Kom það að Skipavíkurbryggju sl. þriðjudag. Því var siglt frá Álasundi í Noregi og hét það áður Veidar 1. Nýja Þórsnesið er 880 brúttótonn, 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd. Það var smíðað árið 1996 og …

Meira..»