Stykkishólmur fréttir

Fjárlagafrumvarp: Fjármunir hingað?

Fjárlagafrumvarp var kynnt í vikunni og kennir þar margra grasa. Í fljótu bragði er ekki að sjá miklar breytingar hvað varðar Stykkishólm eða Vesturland. Framlög standa nokkurn veginn í stað til málaflokka heilbrigðisþjónustu, sýslumanns-embætta, vegamála og umhverfisverkefna. Þannig er ekki að sjá sérstaka fjármuni til St. Fransiskuspítala vegna öldrunarþjónustu frekar …

Meira..»

Æft fyrir afmæli

Þessa dagana eru danssporin stigin glatt í Íþróttahúsinu og þar eru á ferð leikskóla- og grunnskólakrakkar hér í bæ undir handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Leikskólakrakkarnir eru með að þessu sinni til að undirbúa afmælishátíð leikskólans í Stykkishólmi sem fagnar 60 ára afmæli 7. október n.k. Þau voru afar spennt yfir …

Meira..»

Spaghettí, hakk, marengsar og myndlist

Eins og fram hefur komið í Stykkishólms-Póstinum þá hafa staðið yfir myndlistarsýningar í safnaðarheimlili Stykkishólms-kirkju í sumar. Haraldur Jónsson sýndi frá 17. júní til ágústloka og þá tók við svissneska listakonan Maja Thommen. Maja sýnir verk sem unnin eru út frá náttúru Vesturlands undir heitinu SWIM! – Saga árinnar. Þetta …

Meira..»

Innblástur í Stykkishólmi

KÍTÓN – Konur í tónlist eru félaga-samtök kvenna sem starfa að tónlist. Samtökin hafa staðið fyrir tónsmiðjum á landsbyggðinni og hefur félagskonum gefist tækifæri til að sækja um í þær. Í ár eru 8 vaskar konur hér í Stykkishólmi að semja tónlist. Stykkishólms-Pósturinn fór í morgunkaffi til þeirra í vikunni …

Meira..»

Tilkynning vegna framkvæmda við Leikskólann í Stykkishólmi

Til starfsmanna Leikskólans í Stykkishólmi, foreldra leikskólabarna og nágranna leikskólans. Svo sem greint hefur verið frá þá er unnið við að undirbúa stækkun Leikskólans í Stykkishólmi. Ástæður þeirra framkvæmda eru að íbúum fjölgar í bænum. Eftirspurn eftir skólavist fyrir börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hefur aukist og stefnir …

Meira..»

Stelpur rokka (KÞBAVD)

Dagana 3. – 9. september n.k. mun Tónsmiðja KÍTON (kvenna í tónlist) fara fram í Stykkishólmi en þá munu sex ólíkar tónlistarkonur dvelja hér í vinnubúðum og vinna saman í pörum við að semja tónlist og texta yfir vikuna. Afrakstur tónsmiðjunnar verður svo fluttur á tónleikum á Fosshótel Stykkishólmi föstudagskvöldið …

Meira..»

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands á miðvikudögum

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur …

Meira..»

Nýr yfirmaður tæknideildar Stykkishólmsbæjar

Á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar miðvikudaginn 30.ágúst var samþykkt að ráða Einar Júlíusson byggingatæknifræðing og fyrrverandi byggingarfulltrúa í Reykjanesbæ í stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt gegnir stöðu skipulags og byggingarfulltrúa. Í tilkynningu frá Stykkishólmsbæ kemur fram að þrír hafi sótt um stöðuna og einn umsækjandi sem var tilbúinn til þess …

Meira..»