Þriðjudagur , 25. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Göngum saman – þakkir

Nú þegar við höfum lokið þessu verkefni sem „Göngum saman“ er þá er efst í huga þakklæti fyrir alla aðstoð sem við höfum fengið. Göngum saman er fjáröflun þar sem allt er sníkt fyrir gott málefni. Málefni sem snertir flestar fjölskyldur í landinu á einn eða annan hátt. Í ár …

Meira..»

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi vilja skoða kosti sameiningar

Verið er að kanna jarðveginn fyrir sameiningu Stykkishólms, Helgafellssveitar og Grundarfjarðarbæjar. Eyja- og Miklaholtshreppur valdi að taka ekki þátt í þeim viðræðum sökum þess að Snæfellsbær kaus að vera ekki með, það er þeirra skoðun að öll sveitarfélög á Snæfellsnesi ættu að sameinast í eitt. Samt sem áður stendur þeim …

Meira..»

Fótboltasumarið fer að byrja

Snæfell/UDN, sameiginlegt lið Snæfells og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, spilar sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í A-riðli 4. deildar þriðjudaginn 23. maí nk. Þar mun liðið mæta sterku liði Kórdrengja. Önnur lið í riðlinum eru GG, Hamar, Hvíti riddarinn, Hörður Í. og Kría. Lið Snæfells/UDN er skipað leikmönnum frá Stykkishólmi, …

Meira..»

Vegna ársreiknings Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2016

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur afgreitt ársreikning fyrir bæjarsjóð og B-hluta fyrirtæki bæjarins vegna ársins 2016 að loknum tveimur umræðum í bæjarstjórn og umfjöllun í bæjarráði. Löggiltur endurskoðandi bæjarins hefur kynnt athugun sína á fjárreiðum bæjarins og sett fram ábendingar og lagt mat á reikninginn í endurskoðunarskýrslu sem liggur fyrir sem fylgiskjal …

Meira..»

Tónleikaröð af stað í Stykkishólmskirkju

Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju fer af stað 17. maí n.k. og stendur fram í september. Fjölbreytt menningarstarfsemi hefur vaxið og dafnað í Stykkishólmskirkju allt frá vígslu hennar árið 1990. Í fyrra var tekinn í notkun sýningarsalur í safnaðarheimilinu með ljósmyndasýningu frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Áfram verður haldið með fjölbreytta viðburði og sýningar í …

Meira..»

Fiskmarkaður Íslands og BB og synir ehf í samstarf

Í samstarfinu felst að BB og synir taka að sér löndun og akstur á fiski frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur frá viðskiptavinum Fiskmarkaðs Íslands. Bæring Guðmundsson stefnir á að láta af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands um næstkomandi áramót. Bæring hefur starfað hjá Fiskmarkaði Íslands frá stofnun árið 1991 og verður því …

Meira..»

Sýning í GSS

Það dettur kannski ekki hverjum sem er að kíkja við í Grunnskólanum til að skoða verkefni nemenda en það er engu að síður í boði. Á stigaganginum má sjá verkefni frá öllum bekkjum sem tengist læsistefnu skólans. Verkefnin á sýningunni fjalla á ýmsan hátt um skáldsögur sem nemendurnir hafa lesið …

Meira..»

Árlegt héraðsmót HSH í Stykkishólmi

Sunnudaginn 7. maí sl. mættu um 54 keppendur til leiks á árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss. Frjálsíþróttaráð HSH stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins sem fram fór í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Keppendur komu frá öllu Snæfellsnesi og kepptu í hinum ýmsu greinum. Átta ára og yngri kepptu í langstökki …

Meira..»