Fimmtudagur , 20. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Hjólin dregin fram

Á götum og gangstígum Stykkishólms sést nú í auknum mæli hjólandi fólk. Það vill gerast með vorinu að fólk leggi bílum sínum og skjótist á milli staða á reiðhjólum. Börn ferðast einnig meira og minna á hjólum sínum. Slysin gera ekki boð á undan sér og er mikilvægt að brýna …

Meira..»

Vökustaur afhendir Dvalarheimilinu styrk

Eins og glöggir lesendur Stykkishólms-Póstsins hafa eflaust tekið eftir birtust reglulega auglýsingar í apríl frá Vaktþjónustunni Vökustaur. Tilboðsátak var í gangi hjá fyrirtækinu þar sem ágóði vöktunnar íbúðarhúsa rann til Dvalarheimilisins. Alls bættust 16 eignir við þjónustuna. Myndin sem fylgir var tekin við það tilefni þegar Agnar Jónsson hjá Vökustaur …

Meira..»

Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. …

Meira..»

Fatasöfnun Rauða krossins í Stykkishólmi

Kominn er upp gámur frá Rauða krossinum við afgreiðslu B.Sturlusonar á Nesvegi, Stykkishólmi. Gámurinn, eða Fatakassinn, er ætlaður fyrir fatasöfnun Rauða krossins. B. Sturluson, þar áður Ragnar og Ásgeir, hafa séð um flutning á fatnaði fyrir söfnunina hingað til í samstarfi við Eimskip/Flytjanda en ekki var gámur sem fólk gat nýtt …

Meira..»

Boccia áskorun

Starfsfólk Ásbyrgis keppti nýlega við íbúa á Dvalarheimili Stykkishólms í boccia. Skemmst er frá því að segja að lið Dvalarheimilisins sigraði leikinn, enda vel æfð. Ákveðið var að hefja einskonar mótaröð og skoraði lið Ásbyrgis á Skúrinn að mynda lið og keppa við lið Dvalarheimilisins. Skúrinn rétt marði sigur en …

Meira..»

Slæmt ástand bryggjunnar í Flatey

Á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar 2017 skoraði félagið á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, sveitarstjórn Reykhólahrepps og samgöngusvið Vegagerðarinnar að vinna að endurbótum ferjubryggjunnar í Flatey á Breiðafirði. Greint er frá þessu á heimasíðu Framfarafélagsins, Flatey.com. Í ályktuninni segir að ástand bryggjunnar hafi versnað gífurlega undanfarin ár og að nú sé hluti …

Meira..»

Verkís opnar starfsstöð í Stykkishólmi

Verkís hefur opnað starfsstöð á Borgarbraut 2, í húsi lögreglu og sýslumanns Vesturlands, í Stykkishólmi. Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri viðleitni að auka þjónustu fyrirtækisins á Snæfellsnesi og nærliggjandi sveitarfélögum.  Starfsstöðin í Stykkishólmi mun styðja við aðra starfsemi verkfræðistofunnar á landsbyggðinni en Verkís er nú þegar …

Meira..»