Stykkishólmur fréttir

Viðgerðir á þaki Stykkishólmskirkju

Þessa dagana standa yfir stórfelldar viðgerðir á Stykkishólmskirkju.  Fyrir tveimur árum var hafist handa við viðgerðir á húsinu, en þá var unnið í útveggjunum. Nú er verið að vinna í þakklæðningu og þakköntum.  Unnið er að viðgerðum á köntum og þaki og verkinu lýkur með því að skipta um klæðningu …

Meira..»

Plastpokalaus sveitamarkaður

Árlegi Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki er komandi helgi. Dagana 8. og 9. júlí mætir fólk úr nærsveitum og selur ýmislegt góðgæti. Fjölbreytt úrval handverks og matvörur beint frá býli, eins ferskt og það gerist. Kjötmeti og grænmeti, fiskur, sultur og alls kyns föndur. Frítt er inn á markaðinn sem verður opinn …

Meira..»

Leikvellir í Stykkishólmi

Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna ástands leikvalla hér í bæ. Gagnrýnir fólk þar ástand vallanna sem þykir slæmt að sjá. Ekki er átt við leikvellina við Grunnskólann eða Leikskólann. Fyrir tveimur árum var hópurinn Rólóvinafélagið stofnaður. Þar voru samankomnir foreldrar og aðrir sem höfðu áhyggjur af ástandi leikvallanna. …

Meira..»

Bruni í húsbíl

Vel fór þrátt fyrir bruna aðfararnótt 4. júlí á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi. Kviknað hafði í húsbíl þar sem eigendurnir sváfu. Þau vöknuðu við skrjáf og urðu var við eldinn. Með hraði tókst þeim að slökkva áður en eldurinn teygði sig lengra í innréttingu bílsins. Vaktþjónustan Vökustaur varð var við reyk …

Meira..»

Vel safnaðist í Hljóðfærasjóð

Jósep Blöndal varð sjötugur um helgina og bauð af því tilefni bæjarbúum á tónleika í Stykkishólmskirkju. Þar stigu á stokk ýmsir tónlistarmenn, þ.á.m. afmælisbarnið og afkomendur. Jósep sagði í tilkynningu að gjafir væru afþakkaðar, enda ætti hann flest, ef ekki allt, sem hann þyrfti og vantaði ekkert efnislegt. Fólk var …

Meira..»

Kokteilkeppni

Dagana 6.-8. júlí verður viðburðurinn Stykkishólmur Cocktail Weekend haldinn í annað skipti. Þessi helgi var einnig haldin síðasta sumar og þótti takast einkar vel. Viðburðurinn er einskonar keppni á milli veitingastaða og öldurhúsa í bænum þar sem þau keppast um að búa til besta kokteilinn. Í fyrra komst mikið kapp …

Meira..»

Barnalán kallar á úrræði

Nú er svo komið að húsnæði leikskólans hefur sprengt utan af sér. Mikill fjöldi barna er í leikskólanum og er hann yfirfullur. Í vetur voru t.a.m. fjórum börnum of mikið miðað við það sem æskilegt þykir og verða þau fleiri þegar skólinn hefst aftur í haust. Það þykir hvorki boðlegt …

Meira..»