Lið Snæfells í meistaraflokki kvenna vinnur nú að því að tryggja sér krafta liðskvenna sinna frá fyrra tímabili. Öruggt er að framherjinn Andrea Björt Ólafsdóttir verði áfram. Hún mun einnig sjá um þjálfun yngri flokka. Berglind Gunnarsdóttir, sem valin var besti leikmaður síðasta tímabils á lokahófi kkd. Snæfells, hefur einnig …
Meira..»Útgáfu fagnað
„Hljómsveitin Þrír blæs til útgáfutónleika í tilefni nýútgefinnar plötu sinnar, Allt er þegar Þrír er, næstkomandi sunnudag, þann 2. júlí klukkan 16:00 á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gleði. Vínylplötur og geisladiskar eins og þú getur í þig látið. Ef að vel viðrar verður tónleikurinn um borð …
Meira..»Nýtt fyrirtæki í Stykkishólmi
Enn bætist fyrirtæki tengt ferðaþjónustu í fyrirtækjaflóru bæjarins. Nú er Kristján the captain kominn af stað. Kafteinninn sem um ræðir er Kristján Lár Gunnarsson og stýrir hann rib bátnum Pæjunni. Fyrirtækið er í umsjá þeirra Kristjáns og Rebekku Sóleyjar Hjaltalín. Kafteinnin
Meira..»Afmælistónleikar Jóseps Blöndal – Myndir
Í tilefni sjötugsafmælis Jóseps Blöndal bauð hann vinum og velunnurum á tónleika þar sem fram kom fjöldi listamanna í Stykkishólmskirkju. Ljósmyndari Snæfellinga.is var að sjálfsögðu á staðnum og smellti af.
Meira..»Skipað í öldungaráð í Stykkishólmi
Nú hefur verið skipað í öldungaráð Stykkishólmsbæjar. Öldungaráð mun fjalla um málefni aldraðra í sveitarfélaginu. Aftanskin tilnefnir tvo aðalmenn og einn varamann. Aðalmenn verða Einar Karlsson og Dagbjört Höskuldsdóttir, varamaður Þórhildur Pálsdóttir. HVE tilnefnir Brynju Reynisdóttur og stjórn Dvalarheimilisins tilnefnir Kristínu Hannesdóttur sem aðalmann og Róbert W. Jörgensen sem varamann.
Meira..»Sjúkraflug á Suður- og Vesturlandi?
Aðgangur dreifbýlis að Landspítalanum er takmarkaður vegna fjarlægðar. Þetta kemur fram í skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum sem kynnt var heilbrigðisráðherra á dögunum. Alvarleg slys sem þarf að meðhöndla á Landspítalanum eru orðin tíðari, meðalaldur þjóðarinnar hefur hækkað auk þess eru fleiri á landinu vegna aukins ferðamannastraums. Skýrsla fagráðs …
Meira..»Úr fundargerðum Stykkishólmsbæjar
Bæjarstjórn Stykishólmsbæjar fundaði 22. júní sl. og voru mörg mál á dagskrá. Minniháttar breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis var samþykkt að tillögu skipulags- og bygginganefndar. Breytingarnar eru svo: „Á Suðvesturhluta deiliskipulagssvæðisins er lóðum og byggingarreitum breytt þar sem komið er fyrir par- og raðhúsalóðum í stað einbýlishúsa. Götur breytast ekki en …
Meira..»Sr. Gísli H. Kolbeins jarðsunginn í dag
Sr. Gísli H. Kolbeins verður jarðsunginn í dag, mánudag, frá Háteigskirkju kl. 15. Hann lést 10. júní sl. á Vífilsstöðum. Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí árið 1926 og var sóknarprestur í Stykkishólmi frá 1977-92. Á ævi sinni þjónaði hann í 14 prestaköllum og annaðist helgihald í 150 kirkjum …
Meira..»Afmæli Norska hússins
Mánudaginn 19. júní átti Norska húsið afmæli. En þá voru 185 síðan fótstykkið var lagt að húsinu. Í tilefni dagsins var öllum gestum og gangandi boðið upp á kaffi og kökur. Á safninu er hafinn undirbúningur fyrir þjóðbúingahátíðina Skotthúfuna af því tilefni var þjóðbúningafræðsla á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands þennan sama …
Meira..»Íbúakönnun vegna mögulegrar sameiningar
Nú stendur yfir greiningarvinna á kostum og göllum sameiningar Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar. Verkefninu er stýrt af ráðgjafasviði KPMG. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið sem tekur einungis 5-7 mínútur. Könnunin er nafnlaus og svör órekjanleg. Boðað verður til íbúafundar síðar í ferlinu. Hér má …
Meira..»