Stykkishólmur fréttir

Miklar framkvæmdir

Ásýnd bæjarins breytist stöðugt þessa dagana. Skemmst er frá því að segja að nýtt bókasafn heldur áfram að taka á sig mynd. Liðna helgi risu grindur fjögurra smáhýsa við smekkfullt tjaldsvæðið í Stykkishólmi. Hjónin Kristján Auðunn Berntsson og Eydís Jónsdóttir hafa verið að setja saman húsin saman í vor og …

Meira..»

X-ið og Ásbyrgi

Skipavík hyggst byggja húsnæði á Aðalgötu 22, þar sem nú stendur húsnæði sem síðast hýsti félagsmiðstöðina X-ið. Bæjarstjóra hefur verið veitt heimild að ganga til viðræðna við Skipavík um að taka fyrirhugað húsnæði á leigu undir fjölnota félagsmiðstöð. Áætlanir Skipavíkur eru reisa húsnæði á einni hæð sem hægt væri að …

Meira..»

Fasteignamat hækkar um land allt

Þjóðskrá Íslands hefur nú birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2018. Samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna á landinu um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Fasteignamat skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda og er stofn fasteignagjalda og …

Meira..»

Ljón á veginum

Árleg vegahreinsun Lionsklúbbs Stykkishólms fór fram miðvikudaginn 31. maí sl. Vaskir menn vopnaðir ruslapokum mættu strax eftir vinnu og þefuðu uppi rusl í vegköntum á norðan- og sunnanverðu Snæfellsnesi. Gengið var meðfram þjóðveginum frá Haffjarðará til Stykkishólms, alls 56 km, frá Vegamótum vestur að Vigdísarlundi, alls 5,5, km og frá …

Meira..»

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing Snæfellings, Opið gæðingamót og úrtaka fyrir Fjórðungsmót, var haldið laugardaginn 3. júní sl. á félagssvæði Hesteigendafélags Stykkishólms við Fákaborg í Stykkishólmi. Myndir frá Snæfellingi/Herborg S. Sigurðard.: Keppt var í sex flokkum auk pollaflokks og voru skráningar 45 talsins. Mótið tókst í alla staði vel, þátttakendur og gestir voru ánægðir með …

Meira..»

Skólaslit GSS – MYNDIR

Það var hátíðlegt andrúmsloft á skólaslitum Grunnskólans í Stykkishólmi 2. júní sl. Eins og gefur að skilja skein gleðin úr andlitum prúðbúinna barna og ungmenna á fyrstu klukkutímum sumarfrísins. Sátt með gott skólaár bíða þau spennt eftir komandi vetri á meðan þau hlaða batteríin í sólinni.

Meira..»

Heiðursfélagar Skotfélags Snæfellsness

Á aðalfundi Skotfélags Snæfellsness sem haldinn var á veitingahúsinu Hrauni í Ólafsvík þann 25. maí, heiðraði félagið 3 félagsmenn fyrir óeigingjörn sjálfboðaliðastörf með því að gera þá að heiðursfélögum félagsins.  Það voru þeir Karl Jóhann Jóhannsson, Birgir Guðmundsson og Unnsteinn Guðmundsson sem voru heiðraðir, en allir voru þeir stofnendur að …

Meira..»

Takk fyrir okkur Sæferðir

Þriðjudaginn 23. maí s.l. buðu þau á Sæferðum okkur í Ásbyrgi ásamt fólkinu á Dvalarheimilinu í siglingu með Eyjaferðabátnum Særúnu. Ferðin var frábær og allir glaðir með hana og þjónustuna sem við fengum um borð. Undirrituð skammaðist sín þó pínulítið fyrir að þekkja ekki nægilega vel til eyjanna á Beiðarfirði …

Meira..»

Ljósnet og -leiðari

Nú fer að styttast í það að öll heimili í þéttbýli Stykkishólms hafi þann kost að tengjast ljósneti. Það bætir nettengingu heimilis til muna og eykur flutningsgetu umtalsvert. Í vor hafa starfsmenn Mílu verið að tengja leiðara í götuskápa til að gera klárt, en ljósnetið virkar þannig að ljósleiðari er …

Meira..»