Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Útgáfu fagnað

„Hljómsveitin Þrír blæs til útgáfutónleika í tilefni nýútgefinnar plötu sinnar, Allt er þegar Þrír er, næstkomandi sunnudag, þann 2. júlí klukkan 16:00 á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gleði. Vínylplötur og geisladiskar eins og þú getur í þig látið. Ef að vel viðrar verður tónleikurinn um borð …

Meira..»

Skipað í öldungaráð í Stykkishólmi

Nú hefur verið skipað í öldungaráð Stykkishólmsbæjar. Öldungaráð mun fjalla um málefni aldraðra í sveitarfélaginu. Aftanskin tilnefnir tvo aðalmenn og einn varamann. Aðalmenn verða Einar Karlsson og Dagbjört Höskuldsdóttir, varamaður Þórhildur Pálsdóttir. HVE tilnefnir Brynju Reynisdóttur og stjórn Dvalarheimilisins tilnefnir Kristínu Hannesdóttur sem aðalmann og Róbert W. Jörgensen sem varamann.

Meira..»

Sjúkraflug á Suður- og Vesturlandi?

Aðgangur dreifbýlis að Landspítalanum er takmarkaður vegna fjarlægðar. Þetta kemur fram í skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum sem kynnt var heilbrigðisráðherra á dögunum. Alvarleg slys sem þarf að meðhöndla á Landspítalanum eru orðin tíðari, meðalaldur þjóðarinnar hefur hækkað auk þess eru fleiri á landinu vegna aukins ferðamannastraums. Skýrsla fagráðs …

Meira..»

Úr fundargerðum Stykkishólmsbæjar

Bæjarstjórn Stykishólmsbæjar fundaði 22. júní sl. og voru mörg mál á dagskrá. Minniháttar breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis var samþykkt að tillögu skipulags- og bygginganefndar. Breytingarnar eru svo: „Á Suðvesturhluta deiliskipulagssvæðisins er lóðum og byggingarreitum breytt þar sem komið er fyrir par- og raðhúsalóðum í stað einbýlishúsa. Götur breytast ekki en …

Meira..»

Afmæli Norska hússins

Mánudaginn 19. júní átti Norska húsið afmæli. En þá voru 185 síðan fótstykkið var lagt að húsinu. Í tilefni dagsins var öllum gestum og gangandi boðið upp á kaffi og kökur. Á safninu er hafinn undirbúningur fyrir þjóðbúingahátíðina Skotthúfuna af því tilefni var  þjóðbúningafræðsla á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands þennan sama …

Meira..»

Íbúakönnun vegna mögulegrar sameiningar

Nú stendur yfir greiningarvinna á kostum og göllum sameiningar Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar. Verkefninu er stýrt af ráðgjafasviði KPMG. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið sem tekur einungis 5-7 mínútur. Könnunin er nafnlaus og svör órekjanleg. Boðað verður til íbúafundar síðar í ferlinu. Hér má …

Meira..»