Stykkishólmur fréttir

Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. …

Meira..»

Fatasöfnun Rauða krossins í Stykkishólmi

Kominn er upp gámur frá Rauða krossinum við afgreiðslu B.Sturlusonar á Nesvegi, Stykkishólmi. Gámurinn, eða Fatakassinn, er ætlaður fyrir fatasöfnun Rauða krossins. B. Sturluson, þar áður Ragnar og Ásgeir, hafa séð um flutning á fatnaði fyrir söfnunina hingað til í samstarfi við Eimskip/Flytjanda en ekki var gámur sem fólk gat nýtt …

Meira..»

Boccia áskorun

Starfsfólk Ásbyrgis keppti nýlega við íbúa á Dvalarheimili Stykkishólms í boccia. Skemmst er frá því að segja að lið Dvalarheimilisins sigraði leikinn, enda vel æfð. Ákveðið var að hefja einskonar mótaröð og skoraði lið Ásbyrgis á Skúrinn að mynda lið og keppa við lið Dvalarheimilisins. Skúrinn rétt marði sigur en …

Meira..»

Slæmt ástand bryggjunnar í Flatey

Á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar 2017 skoraði félagið á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, sveitarstjórn Reykhólahrepps og samgöngusvið Vegagerðarinnar að vinna að endurbótum ferjubryggjunnar í Flatey á Breiðafirði. Greint er frá þessu á heimasíðu Framfarafélagsins, Flatey.com. Í ályktuninni segir að ástand bryggjunnar hafi versnað gífurlega undanfarin ár og að nú sé hluti …

Meira..»

Verkís opnar starfsstöð í Stykkishólmi

Verkís hefur opnað starfsstöð á Borgarbraut 2, í húsi lögreglu og sýslumanns Vesturlands, í Stykkishólmi. Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri viðleitni að auka þjónustu fyrirtækisins á Snæfellsnesi og nærliggjandi sveitarfélögum.  Starfsstöðin í Stykkishólmi mun styðja við aðra starfsemi verkfræðistofunnar á landsbyggðinni en Verkís er nú þegar …

Meira..»

Fundað um eftirlitsmyndavélar og útiklefa

Íþrótta- og æskulýðsnefnd í Stykkishólmi, sem hlýtur að vera sú nefnd sem hefur lægstan meðalaldur nefndarmanna, fundaði nýlega. Fyrst er greint frá lýðræðisþingi sem haldið var með nemendum efstu bekkja Grunnskólans fyrr í vetur og sagt var frá á síðum Stykkishólms-Póstsins. Þeim fundi höfðu ungmennin að mestu leiti stýrt sjálf. …

Meira..»

Sumar hefst í Setrinu

Sumarið hófst með pompi og prakt fimmtudaginn 20. apríl sl. Sölusýning Ásbyrgis opnaði í Setrinu og var þar margt um manninn. Samkvæmt starfsfólki Ásbyrgis biðu gestir í röð fyrir opnun, slíkur var áhuginn. Á sýningunni var hægt að kaupa ýmsa muni sem starfsfólk Ásbyrgis hafði gert og skapað í vetur. …

Meira..»

Engin atkvæðagreiðsla um miðbæjarskipulag

Á bæjarstjórnarfundi 20. mars sl. bar Lárus Ástmar Hannesson upp erindi varðandi skipulagsmál þar sem hann tilkynnti fyrirhugaða undirskriftasöfnun vegna skipulagsbreytinga miðbæjar Stykkishólms. Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að „…fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð til frekari afgreiðslu á grundvelli sveitarstjórnarlaga og samþykkta Stykkishólmsbæjar”, eins og segir í fundargerð. …

Meira..»

Úrslitin í Skólahreysti í kvöld

Tólf grunnskólar á landinu keppa til úrslita í Skólahreysti í kvöld í Laugardalshöllinni. Lið skólanna hafa öll unnið sína riðla í vetur. Grunnskólinn í Stykkishólmi á fulltrúa í úrslitunum en auk liðs GSS eru Brúárskóli, Síðuskóli, Varmahlíðarskóli, Holtaskóli, Foldaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Laugalækjarskóli, Lindaskóli, Gunnskóli Bolungarvíkur, Brekkuskóli og …

Meira..»