Stykkishólmur fréttir

Hver er á myndinni?

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins þá hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á myndaskoðun í Ljósmyndasafni Stykkishólms fyrir eldri borgara. Vel var mætt í fyrstu skoðun og ýmis lærdómur dreginn af þeirri samveru. Nú birtum við eina mynd þar sem ekki tókst að …

Meira..»

Snæfell 80 ára

UMF Snæfell fagnaði 80 ára afmæli félagsins s.l. helgi. Margt góðra gesta mætti í afmælishófið í íþróttahúsið og meðal þeirra sem ávarp fluttu voru Ellert Kristinsson, Haukur Valtýsson formaður UMFÍ og Hjörleifur Kr. Hjörleifsson. Iðkendur í körfu, fótbolta, fimleikum og frjálsum á vegum Snæfells sýndu listir sínar. Gjafir bárust frá …

Meira..»

Hjúkrunarrýmin

Fulltrúar Stykkishólmsbæjar funduðu með Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytinu í þessum mánuði vegna áætlunargerðar  í tenglsum við uppbyggingu og breytingu hluta húsnæðis hjúkrunar- og sjúkrasviðs HVE í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili. Á fundinum var farið yfir stöðu og næstu skref. Fulltrúar Stykkishólmsbæjar lögðu áherslu á að flýta þurfi frekari undirbúningsvinnu og að …

Meira..»

Framlegð sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi lækkaði um 38% milli ára

Deloitte hefur tekið saman lykiltölur á rekstri íslensks sjávarútvegs í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Geiningin nær til stærstu sjávarútvegsfélaga í bolfisk með löglheimili í póstnúmerum 300 – 570 og samanstendur hún af félögum sem greiddu 81,1% af veiðigjöldum fiskveiðiártið 2017/18. Í lykiltölum kemur fram: Tekjur í sjávarútvegi í …

Meira..»

Samantekt úr sögu UMF. Snæfells

  UMF.Snæfell er stofnað 23. október 1938. Saga Snæfells er um margt merkileg. Félagið hefur í gegnum tíðina átt mjög gott og frambærilegt íþróttafólk á landsvísu í frjálsum íþróttum, sundi, badmintoni, körfubolta, knattspyrnu og íslenskri glímu Glíma: Glímufélagið Þór starfaði (1912-1930) all lengi áður en UMF.Snæfell var stofnað. Þeir Þórsfélagar …

Meira..»

Smá ferð í Dalina

Við vorum nokkrir félagar úr AFTANSKIN sem fórum í heimsókn til Haraldar Hanssonar sem er með sumarhús rétt fyrir innan Búðardal. Við sem fórum þessa ferð erum smá gönguhópur sem hún Eveline hefur stjórnað. Við vorum átta félagar, ennfremur voru með okkur ungt par, hann ættaður úr Danaveldi, en unga …

Meira..»

Myndir skoðaðar í bókasafninu

Bryddað var upp á nýstárlegri samveru fyrir eldri borgarara í Stykkishólmi í gær miðvikudag. Magnús Bæringsson tómstunda- og íþróttafulltrúi og Nanna Guðmundsdóttir forstöðukona Amtsbókasafnsins fengu til sín yfir 30 manns af þessu tilefni og voru myndir úr Ljósmyndasafni Stykkishólms skoðaðar í sjónvarpi og gerð tilraun til að bera kennsl á …

Meira..»

Blóðsystur

N.k. laugardag frumsýnir Leikfélagið Grímnir leikverkið Blóðsystur í Vatnasafninu. Verkið er afrakstur samstarfs Leikfélags Kópavogs og Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar en Guðmundur á 17 leikverk sem ratað hafa á svið. Árný Leifsdóttir leikstýrir hópnum sem er ungur að árum, yngsti meðlimur hópsins er 12 ára. Sögusvið leikritsins er nunnuklaustur og segja …

Meira..»

Ferðaþjónusta

Eins og við höfum sagt frá hér í Stykkishólms-Póstinum að undanförnu þá hefur tölfræðin um ferðamenn sem hingað koma tekið breytingum. Fækkað hefur á tjaldsvæðinu, í sundlaug og í Baldri á meðan að umferð um Stykkishólmsveg hefur aukist. Í samtali Stykkishólms-Póstsins við bæjarstjóra, Jakob Björgvin Jakobsson, kom fram að tillaga …

Meira..»