Stykkishólmur fréttir

Vélhjólaklúbbur hjólar af stað

Meðlimir Griðunga, vélhjólaklúbbs á Snæfellsnesi, hittust 4. apríl sl. Tilgangur fundarins var að hrista saman hópinn fyrir komandi sumar. Því miður var færðin þannig þennan dag að félagsmenn gátu ekki mætt á stálfákunum á fundinn. Það skipti nú ekki öllu máli þar sem ætlunin var að hittast yfir kaffi og …

Meira..»

Litið til baka – 5. desember 2002

Hugljúfur jólaandi hefur svifið yfir vötnum við útgáfu 42. tbl., 9. árg. Forsíðumyndin er af þáverandi 1. bekk GSS eftir að þau höfðu gefið gömul föt sín til Rauða krossins. „…fátæk börn á Indlandi eða kannski í Mexíkó [fá] fötin. Þau færu allavega einhvert til útlanda handa fátækum,“ stendur í fréttinni. …

Meira..»

Aprílgabb í gær (og fleiri hugsanlegar fyrirsagnir)

Frétt sem birtist hér á vefnum í gær sem fjallaði um leit framleiðslufyrirtækis að aukaleikurum í tónlistarmyndband var aprílgabb. Fáir hafa eflaust gengið yfir þröskulda vegna þess en það varð fyrir valinu fyrir það að vera sæmilega trúanlegt. Upp komu margar hugmyndir um göbb á skrifstofunni og er óhætt að …

Meira..»

Óskað eftir aukaleikurum í tónlistarmyndband

Ísland hefur löngum sannað sig sem tökustaður hjá innlendum og erlendum framleiðslufyrirtækjum, enda með eindæmum fagurt að sjá. Snæfellsnesið er engin undantekning og nýtist umhverfið og byggðin einstaklega vel á stóra skjánum. Nk. laugardag munu fara fram prufur fyrir aukaleikara í tónlistarmyndband fyrir erlenda poppstjörnu. Að sögn talsmanns True North, …

Meira..»

Stóra upplestrarkeppnin

Heljarinnar upplestrarkeppni fór fram fimmtudaginn 23. mars sl. í Stykkishólmskirkju. Þar voru samankomnir fulltrúar 7. bekkja þriggja grunnskóla á Snæfellsnesi til þess að keppa í upplestri. Keppendurnir komu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskólanum í Stykkishólmi. Ár hvert hefst Stóra upplestrarkeppnin á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og lýkur …

Meira..»

Margir sundgarpar

Árið 2016 komu 34.348 gestir í sundlaug Stykkishólms. Var það 3% aukning frá árinu áður. Fjölgun gesta í sundlaug Stykkishólms hefur ekki tekið miklum breytingum undanfarin ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun ferðamanna í bænum. Skýringin er sú að vísa þarf gestum frá á álagstímum vegna þess að klefarnir rúma ekki …

Meira..»

Flensan í háloftum

Nú er tími farfuglanna að snúa aftur heim eftir vetrardvöl í heitari löndum. Í vikunni bárust þær fréttir að sjálf lóan væri komin og er það mikið fagnaðarefni enda vorboðinn ljúfi þar á ferð. En það er ekki tekið út með sældinni að vera víðförull fugl þessa dagana því leiðinda …

Meira..»

L-listi gagnrýnir vinnubrögð

Breytt skipulag miðbæjarins var viðfangsefni á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars sl. Á dagskrá var 207. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Á þeim fundi hafði Bæring Bjarnar Jónsson gert grein fyrir breytingum á skipulaginu m.t.t. athugasemda sem bárust. Nefndin gerði ekki athugasemdir og lagði ekki fram breytingartillögur. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á …

Meira..»