Stykkishólmur fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 25. janúar tilkynnti Creditinfo hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016. Að þessu sinni voru það 621 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu, en það er um 2% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti og eru því …

Meira..»

Handavinna í Setrinu

Nýr klúbbur hefur litið dagsins ljós í Stykkishólmi. Það er Handavinnuklúbburinn. Þau hittast vikulega á þriðjudögum kl. 19:30 í Setrinu og er opinn öllum þeim sem hafa nokkurn áhuga á hvers kyns handavinnu. Markmið hópsins er fyrst og fremst að njóta samverustunda en þeir sem mæta geta miðlað af reynslu …

Meira..»

Nemendur yrkja

Senn fer Júlíana – hátíð sögu og bóka að byrja. Þemað í ár verður þorpið. Verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin verður haldin en það verður dagana 16.-20. febrúar. Nú þegar er leshringur farinn af stað. Hittist hann vikulega á Hótel Egilsen og er viðfangsefnið bókin Englaryk Eftir Guðrúnu …

Meira..»

Ögn af starfsemi Berserkja

Björgunarsveitir landsins fóru í umfangsmestu leit sem farið hefur verið í um síðustu helgi þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur sem þá hafði verið saknað í viku. Lauk leitinni þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Björgunarsveitir allsstaðar af landinu tóku þátt í leitinni, þ.á.m. Björgunarsveitin Berserkir frá Stykkishólmi. Sveitin mætti …

Meira..»

Af X-inu og Ásbyrgi

Ungmennaráð Stykkishólmsbæjar fundaði 22. janúar sl. Gestur á fundinum var Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri. Fundargestum voru málefni ungmenna skiljanlega ofarlega í huga. Þar bar helst að nefna stöðuna á félagsmiðstöðinni X-inu. Nú er X-ið staðsett á Aðalgötu 22 sem auglýst var til sölu og niðurrifs í vetur. Á fundinum var rætt …

Meira..»

Dr. Jón Örn

Jón Örn Friðriksson varði doktorsverkefni sitt á dögunum við Umeå universitet. Hann er sonur Friðriks Jónssonar og Arnþrúðar Bergsdóttur. Ritgerðin fjallar um langtímaáhrif við meðferð á blöðruhálskrabbameini, skurðaðgerð annars vegar og geislameðferð hins vegar. Fjallað er um mun aukaverkanna á meðferðunum og hversu lengi þær verka. Jón Örn fékk góða …

Meira..»

Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi í sókn

Mannamót, fundur markaðstofa landshlutanna, var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. Á fundinn mæta samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna og kynna starfsemi sína fyrir aðilum í ferðaþjónustu. Var þetta í 4. skipti sem fundurinn er haldinn. Alls voru 210 fyrirtæki með bása og voru gestir yfir daginn um 7-800 talsins. Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri …

Meira..»

Höllin klár

Félagsmenn í HEFST hafa nú prófað reiðhöllina sem var að mestu leiti reist í sjálfboðavinnu félagsmanna nú í haust og vetur. Þó er ekki búið að vígja höllina formlega en það verður gert á næstu misserum samkvæmt heimildum. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er mikil spenna fyrir komandi tímum …

Meira..»

Fjármögnun heppnaðist

Í síðustu viku birtist hér frétt um hópfjármögnun fyrir plötuútgáfu hljómsveitarinnar Þrír, sem að hluta til er frá Stykkishólmi. Var þar sagt frá því að hljómsveitin væri að safna fyrir útgáfu plötu sinnar, Allt er þegar Þrír er, á vínyl-formi og geisladisk. Áður kom platan út rafrænt á tónlistarveitunni Spotify. …

Meira..»