Föstudagur , 16. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Árekstur í Stórholtunum

Mildi þykir að ekki fór verr þegar fólksbíll rann í hálku og lenti framan á snjóruðningstæki í Stórholtunum á norðanverðu Snæfellsnesi í gær, fimmtudaginn 23. febrúar. Báðir bílarnir köstuðust af veginum og eru ónýtir. Ökumaður fólksbílsins var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar í Reykjavík. Engin meiðsl voru á ökumanni snjóruðningsbílsins.

Meira..»

Andlát: Georg Breiðfjörð Ólafsson

Heiðursborgari Stykkishólms, Georg Breiðfjörð Ólafsson lést 22. febrúar. Hann var elstur lifandi Íslendinga og sá karl er náð hafði hæstum aldri, 107 ára og 333 daga. Georg fæddist í Akureyjum í Dalasýslu en fluttist til Stykkishólms árið 1940 þar sem hann vann við smíðar húsbygginga og skipa. Hann eignaðist þrjá …

Meira..»

Síðbúnar sólarpönnukökur

Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku daginn snemma mánu­daginn 20. febrúar. Yfir 20 kven­félagskonur mættu galvaskar í Félagsheimilið Klif klukkan fimm um morguninn. Tilefnið var að baka sólarpönnukökur. Kvenfélag Ólafsvíkur hefur í mörg ár bakað sólarpönnu­kökur og er þetta ein helsta fjár­öflun félagsins. Bakaðar voru pönnukökur á 10 pönnum og bökuðu …

Meira..»

Forsetinn skrifar til nemenda

9. bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi stefnir á Danmerkurferð síðar á þessu ári. Í tilefni þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í janúar fannst bekknum tilvalið að spyrja hann hvort hann myndi spreyta sig á dönskunni eða tala ensku á meðan heimsókninni …

Meira..»

Fyrirlestraröð NSV fer vel af stað

Nú þegar hafa verið haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarröð Náttúrustofu Vesturlands. Góð mæting var og sköpuðust líflegar og áhugaverðar umræður á báðum fundum. Fyrsti fyrirlesturinn var 8. febrúar sl. þar sem Stefán Gíslason ræddi fatasóun. Í erindi sínu ræddi Stefán um endurnýtingu á textílvörum og umhverfisáhrif sem fylgir framleiðslu fatnaðar. …

Meira..»

Júlíana – Menningarstimpill á bæinn

Júlíönu hátíðin fór fram sl. helgi. Venju samkvæmt var veitt viðurkenning fyrir framlag til menningarmála og að þessu sinni hlaut Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, heiðurinn. Þemað á hátíðinni í ár var þorpið. Í gömlu kirkjunni fluttu nemendur úr elstu bekkjum grunnskólans texta og sögur eftir samnemendur sína sem þau höfðu unnið …

Meira..»

Útlit fyrir slæmt veður

Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um land allt föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s, segir á heimasíðu veðurstofunnar. Úrkoma fylgir veðrinu, fyrst snjókoma sem breytist í …

Meira..»

Enginn skólaakstur föstudaginn 24. febrúar

Útlit er fyrir slæmt veður og slæma færð á morgun, föstudag og því hefur verið ákveðið fella niður skólaakstur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Þó svo að skólahald verði ekki með hefðbundnu sniði eru nemendur minntir á að hægt er að vinna verkefni í Moodle. …

Meira..»

Tiltekt í Amtsbókasafni

Starfsmenn Amtsbókasafnsins eru nú í óðaönn að pakka niður safnkostinum fyrir flutninga. Eins og fram hefur komið flyst bókasafnið í nýtt húsnæði við Grunnskólann síðar á þessu ári þar sem það sameinast bókasafni skólans. Lengi vel hefur verið hægt að mæta á safnið og kaupa þar eintök á gjafverði. Við …

Meira..»

Úr fundargerðum Stykkishólmsbæjar

Sjö athugasemdarbréf bárust vegna breytingar á deiliskipulagi miðbæjarins. Afgreiðslu var frestað á bæjarstjórnarfundi vegna þess að höfundur skipulags hafði ekki lokið við að vinna að mati á athugasemdunum sem bárust. Minnihluti L-listans komu með þá tillögu að þegar svör hönnuðar liggi fyrir varðandi athugasemdirnar verði fundað með skipulags- og bygginarnefnd, …

Meira..»