Fimmtudagur , 20. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Íbúafjöldaþróun á Vesturlandi

Samkvæmt tölum hjá Hagstofunni hefur Vestlendingum fjölgað allverulega og hafa ekki verið fleiri síðan 2009. Þessar tölur gefa til kynna að íbúar á Vesturlandi séu núna 15.766. Fjölgar þá um 200 einstaklinga frá árinu 2015. Mesta fjölgun virðist vera í Akraneskaupstað en þar búa nú 6.908 manns. Önnur sveitarfélög sem …

Meira..»

Skíðasvæði Snæfellinga bíður eftir snjónum

Þrátt fyrir mikinn kulda og snjó undanfarna daga bíða forsvarsmenn Skíðasvæðis Snæfellsness enn eftir almennilegu færi til að opna. Svæðið sem um ræðir er staðsett fyrir ofan Grundarfjörð og var opnað sl. vetur. Undanfarið hefur hópur af fólki verið að græja og gera fínt svo hægt verði að skíða á …

Meira..»

Rúmlega 28.000 bækur

Safnkostur Amtsbókasafnsins í lok október 2016 var 34.122 eintök, þ.a. 28.312 bækur. Það sem gengur af eru DVD-myndir, tímarit, hljóðbækur o.fl. Eintökum fjölgar ár frá ári en í lok árs 2015 voru eintökin 33.563 (27.980 bækur) og árið 2014 voru þau 32.834 (27.529 bækur). Útlánum fer hins vegar fækkandi. Árið …

Meira..»

Beint lýðræði hjá ungmennum

Breyting varð á starfsemi ungmennaráðs Stykkishólmsbæjar nýverið. Nú starfar ráðið sem beint lýðræði þar sem raddir allra heyrast jafnt. Áður voru fulltrúar í ráðinu. Öll ungmenni á aldrinum 13-20 ára eru því í ráðinu og velkomin á fund. Þannig má tryggja að sjónarmið allra sem vilja leggja eitthvað til málanna …

Meira..»

Samstöðufundur kennara

Kennarar í Grunnskólanum í Stykkishólmi héldu áfram aðgerðum sínum í kjarabaráttu kennara þriðjudaginn 22. nóvember sl. Samstöðufundur var haldinn í Bakaríinu eftir að kennarar gengu út af vinnustað sínum kl. 13:30. Var það gert víða um land. Ekki var allri kennslu lokið þann daginn svo einhver börn fóru fyrr heim. …

Meira..»

Allt er þegar Þrír er

Hljómsveitin Þrír hefur nú gefið út plötu sína Allt er þegar Þrír er á tónlistarveitunni Spotify. Hljómsveitina skipa þau Sigurbjörg María Jósepsdóttir á bassa, Jón Torfi Arason syngur og spilar á gítar og Þórdís Claessen ber húðir. Ellefu lög eru á plötunni og hafa lesendur eflaust heyrt nokkur þeirra á …

Meira..»

Atvinnuleysi undir meðaltali

Samkvæmt skýrslu um skráningu atvinnuleysis voru einungis þrír skráðir á atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi í lok september, alltsaman karlmenn. Í júlí voru 13 á skrá og í ágúst voru 8. Þeim fer því fækkandi í Stykkishólmi á atvinnuleysisskránni. Bæjarstjóri gerði grein fyrir þessu á bæjarráðsfundi í síðustu viku. Á sama tíma …

Meira..»

Sigurför drengjaflokks

10. flokkur drengja í körfubolta lagði í mikla sigurför síðustu helgi. Ferðuðust þeir austur á Hérað og spiluðu þrjá leiki á Egilsstöðum. Lagt var af stað klukkan hálfþrjú á föstudegi og átti liðið flug frá Reykjavík kl. 18:00. Þeirri vél seinkaði um hálftíma og lentu drengirnir á Egilsstöðum kl. 19:30. …

Meira..»

Allra veðra von

Skjótt skipast veður í lofti á litla Íslandi. Þegar þetta er skrifað varar Veðurstofa Íslands við miklu rigningarveðri á vestanverðu landinu fimmtudaginn 24. nóv. Gert er ráð fyrir miklum leysingum og er fólk beðið um að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim til að fyrirbyggja vatnstjón. Einnig þarf fólk …

Meira..»