Stykkishólmur fréttir

Hlýindi í janúar

Í síðastu viku kom fram að árið 2016 hafi verið það hlýjasta í Stykkishólmi frá upphafi mælinga. Var það í takt við hlýnun á hnattræna vísu og er talið líklegt að þetta met muni falla. Af tíðarfari í janúar er helst að frétta að tíðin var að mestu hagstæð og …

Meira..»

Háskólahermir

Háskólahermirinn var haldinn í annað skipti dagana 2. og 3. febrúar sl. Í Háskólaherminum fá framhaldsskólanemar sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt tækifæri að upplifa nám í háskóla. Þátttakendur leysa ýmis verkefni á fræðasviði Háskóla Íslands og eftir heimsóknina er ætlunin að þeir hafi góða innsýn í námsframboð HÍ. …

Meira..»

Heilsufarsskoðanir á Snæfellsnesi

Snæfellingar smelltu sér í heilsufarsmælingu um helgina. Mælingarnar voru í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæslu og sveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Blóðþrýstingur var mældur auk blóðfitu, blóðsykurs og súrefnismettunar. Þá var þeim sem mældust lágir í súrefnismettun boðið að fara í öndunarmælingu. Alls mættu 333 í mælingar …

Meira..»

Nýtt hverfi

Menn virðast vera stórhuga í framkvæmdum á þessu ári. Ekki nóg með það að reisa eigi hótelbyggingu í Skothúsmýri þar sem gert er ráð fyrir 250 herbergjum heldur virðist áhugi vera fyrir íbúabyggð í Víkurhverfinu ef marka má lóðaumsóknir í Víkurhverfi. Alls hafa borist umsóknir um átta lóðir í því …

Meira..»

Rok og ról

Varað var við ofsaveðri á landinu vestanverðu í gær. Mikið hvassviðri gekk yfir og urðu lesendur eflaust varir við það. Engin útköll voru þó hjá Björgunarsveitinni aðfararnótt miðvikudags. Hviður fóru upp í 32 m/s um nóttina. Eftir hádegi fóru hviður upp í tæpa 34 m/s, tók svo að lægja. Ljósmyndari …

Meira..»

Stuðningsmenn snappa

Stuðningsmenn Snæfells og Skallagríms fengu að taka yfir Snapchat reikning Karfan.is til þess að fanga stemninguna fyrir leik liðanna í undanúrslitum Maltbikarsins. Fyrir Borgnesinga er það Þorsteinn Erlendsson sem mun sjá snöppin en hjá Hólmurum hlýtur Nökkvi Freyr Smárason heiðurinn. Nökkvi sýndi þeim sem fylgdust með m.a. hvernig og með …

Meira..»

Litið til baka – 7. janúar 1999

Tölublaðið sem skoðað var þessa vikuna er 1. tbl., 6. árg. sem kom út 7. janúar árið 1999. Ritstjóri var Kristín Benediktsdóttir. Á forsíðunni má sjá Helgu Aðalsteinsdóttur og Helgu Kristvaldsdóttur í nýju eldhúsi St. Franciskusspítala. Það eldhús var nýuppgert og samkvæmt frétt á forsíðunni var útkoman „stórbylting”. — Önnur …

Meira..»

Köttur tístir

Það er ekki annað að sjá á þessu skjáskoti úr síma fréttaritara en að Stykkishólmur hafi haft áhrif á ljóðskáldið og rapparann Kött Grá Pje. Í síðustu viku dvaldist hann hér í Hólminum í tengslum við Júlíönu – hátíð sögu og bóka. Hann mætti í elstu bekki Grunnskólans og leiðbeindi …

Meira..»