Stykkishólmur fréttir

Samstöðufundur kennara

Kennarar í Grunnskólanum í Stykkishólmi héldu áfram aðgerðum sínum í kjarabaráttu kennara þriðjudaginn 22. nóvember sl. Samstöðufundur var haldinn í Bakaríinu eftir að kennarar gengu út af vinnustað sínum kl. 13:30. Var það gert víða um land. Ekki var allri kennslu lokið þann daginn svo einhver börn fóru fyrr heim. …

Meira..»

Allt er þegar Þrír er

Hljómsveitin Þrír hefur nú gefið út plötu sína Allt er þegar Þrír er á tónlistarveitunni Spotify. Hljómsveitina skipa þau Sigurbjörg María Jósepsdóttir á bassa, Jón Torfi Arason syngur og spilar á gítar og Þórdís Claessen ber húðir. Ellefu lög eru á plötunni og hafa lesendur eflaust heyrt nokkur þeirra á …

Meira..»

Atvinnuleysi undir meðaltali

Samkvæmt skýrslu um skráningu atvinnuleysis voru einungis þrír skráðir á atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi í lok september, alltsaman karlmenn. Í júlí voru 13 á skrá og í ágúst voru 8. Þeim fer því fækkandi í Stykkishólmi á atvinnuleysisskránni. Bæjarstjóri gerði grein fyrir þessu á bæjarráðsfundi í síðustu viku. Á sama tíma …

Meira..»

Sigurför drengjaflokks

10. flokkur drengja í körfubolta lagði í mikla sigurför síðustu helgi. Ferðuðust þeir austur á Hérað og spiluðu þrjá leiki á Egilsstöðum. Lagt var af stað klukkan hálfþrjú á föstudegi og átti liðið flug frá Reykjavík kl. 18:00. Þeirri vél seinkaði um hálftíma og lentu drengirnir á Egilsstöðum kl. 19:30. …

Meira..»

Allra veðra von

Skjótt skipast veður í lofti á litla Íslandi. Þegar þetta er skrifað varar Veðurstofa Íslands við miklu rigningarveðri á vestanverðu landinu fimmtudaginn 24. nóv. Gert er ráð fyrir miklum leysingum og er fólk beðið um að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim til að fyrirbyggja vatnstjón. Einnig þarf fólk …

Meira..»

Spurning vikunnar

Unnið af nemendum á blaðamannanámskeiði Eydís Bergmann Eyþórsdóttir   Hvað ætlarðu að gera á aðventunni? – Verð mikið að vinna og ætla að njóta þess að vera með fólkinu mínu og sjá hvað er að gerast í bæjarlífinu, og hvað þið eruð að gera líka. Hvað borðarðu um jólin? – …

Meira..»

Kennarar gengu út

Lítil bjartsýni er í kjaraviðræðum hjá grunnskólakennurum hér í bæ sem hafa verið samningslausir síðan í sumar. Tvívegis hafa grunnskólakennarar fellt samninga. Trúnaðarmaður kennara í Grunnskólanum í Stykkishólmi Steinunn Magnúsdóttir, segir í samtali við blaðamann að mikil þreyta sé komin í mannskapinn vegna samningsleysisins. Það er skoðun kennara að laun …

Meira..»