Stykkishólmur fréttir

Jómfrúarræða á Alþingi

Gunnar Ingiberg Guðmundsson flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi 1. febrúar sl. Gunnar er varaþingmaður Pírata í NV-kjördæmi en hann er einn af fjölmörgum Hólmurum sem var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann ólst upp í Stykkishólmi. Gunnar var í öðru sæti á lista Pírata í NV-kjördæmi og tók sæti á …

Meira..»

Ljósnetið kemur með vorinu

Íbúar Stykkishólms hafa e.t.v. orðið varir við það að ekki eru allar nettengingar í bænum jafnhraðar. Nú er það svo að heimili í 1.000m fjarlægð frá símstöð eiga kost á að nýta sér ljósnetið sem býður upp á talsvert meiri flutningsgetu en hefðbundin ADSL tenging. Samkvæmt Mílu, sem á og …

Meira..»

Gestastofa Snæfellsness

Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Stykkishólms að veita 500.000 kr. af fé sem eyrnamerkt er Stykkishólmi og Grundarfirði vegna verkefnisins „Ímynd Snæfellsness” í verkefni tengt Gestastofu Snæfellsness. Uppi eru hugmyndir um hvort Svæðisgarðurinn Snæfellsnes geti staðið fyrir uppbyggingu og rekstri á gestastofu sem veitir upplýsingar um Snæfellsnes í heild í …

Meira..»

Sameiginleg ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi

Bæjarstjórar Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna sjómannaverkfallsins sem nú stendur yfir. Þar lýsa þeir þungum áhyggjum yfir ástandinu og „beina tilmælum til samninganefnda útgerðar- og sjómanna að leggja sig fram um að ná samningum og ljúka verkfalli.“ Eins og það er orðað í ályktuninni. Hér …

Meira..»

Fótboltasamstarf

Snæfell og Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) hafa gert á milli sín samstarfssamning um að tefla saman meistaraflokksliði karla í knattspyrnu. Keppt verður í Lengjubikarnum og í 4. deild. Fyrsti leikur liðsins verður í Lengjubikarnum á móti Mídasi. Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni, föstudaginn 10. mars. Æft verður á …

Meira..»

2016 var hlýjasta ár Stykkishólms

Samfelldar veðurathuganir hafa verið í Stykkishólmi síðan haustið 1845 og er það lengsta óslitna mæling veðurs á landinu. Í pistli sem Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna, og Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum, hafa tekið saman og birt á vedur.is kemur fram að árið 2016 hafi verið það hlýjasta í Stykkishólmi frá …

Meira..»

Nafn mannsins sem lést í snjóflóðinu á laugardag

Maðurinn sem lést í snjóflóði á Esjunni sl. helgi hét Birgir Pétursson. Hann var fæddur árið 1991, frá Stykkishólmi en búsettur í Reykjavík. Foreldrar Birgis eru þau Pétur Kristinsson og Katrín Gísladóttir, búsett í Stykkishólmi. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leitaði eftir að tilkynning um snjóflóðið barst. Tveir félagar Birgis …

Meira..»

Skáknámskeið í Grunnskólanum

Laugardaginn 28. janúar nk. býðst öllum krökkum á grunnskólaaldri að taka þátt í skáknámskeiði í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Námskeiðið verður frá kl. 9 – 12 og svo eftir hádegismat frá kl. 13 – 16. Frítt er á námskeiðið. Umsjón með námskeiðinu verður í höndum Birkis Karls sem er margverðlaunaður skákmaður. …

Meira..»

Orgeltónleikar á sunnudag

Organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel Stykkishólmskirkju n.k. sunnudag. Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hlaut Listamannalaun í fyrra. Hún hefur rannsakað orgeltónlist eftir konur og eru tónleikarnir á sunnudaginn hluti af því verkefni. Sigrún hefur haldið tónleika á Íslandi er erlendis sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Tónleikarnir …

Meira..»