Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Vel mætt á Kvennafrídaginn í Stykkishólmi.

Það var setið við hvert borð í bakaríinu í Stykkishólmi í seinna kaffinu í dag, þegar konur komu saman í tilefni af kvennafrídeginum. Konur tóku undir í söng í laginu Áfram stelpur og svo rifjaði Dagbjört Höskuldsdóttir upp kvennafrídaginn 1975. Bæjarstjórinn í Stykkishólmi bauð upp á köku í tilefni dagsins. …

Meira..»

Skúta færð til hafnar í Rifi

Björgunarsveitarmenn í björgunarsveitinni Lífsbjörgu aðstoðuðu lögreglu og Landhelgisgæsluna við að komast að seglskútu sem siglt hafði verið úr Ísafjarðarhöfn í leyfisleysi aðfaranótt sunnudagsins 14. október síðastliðinn. Sá björgunarsveitin um að flytja út að skútunni tvo sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og tvo starfsmenn séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Farið var á björgunarbátnum Björgu og Sæbjörgu slöngubát …

Meira..»

Nýr starfsmaður á Rannsóknarsetrinu

Nú í haust var auglýst eftir verkefnisstjóra við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Átta umsóknir bárust um starfið en í starfið var ráðinn Ute Stenkewitz. Ute er frá Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðan 2010. Ute starfaði við rjúpnarannsóknir á Náttúrufræðistofnun undanfarin ár og vann þar doktorsritgerð sína (2017) …

Meira..»

Norðurljósin 2018

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í fimmta sinn í Stykkishólmi dagana 25. – 28. október. Í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands verða nokkrir viðburðir á hátíðinni því tengdir. Opnun hátíðarinnar verður í Stykkishólmskirkju (með fyrirvara um að kirkjan verði tilbúin eftir viðgerð, annars í Tónlistarskólanum) á fimmtudagskvöldinu. Þar mun Hallveig …

Meira..»

Byggðaþróun og umhverfismál í brennidepli

Byggðaráðstefna Byggðastofnunar var haldin í Stykkishólmi í vikunni þar sem fjöldi framsöguerinda var fluttur og tengdust erindin þema ráðstefnunnar sem að þessu sinni voru byggðaþróun og umhverfismál. Dagskrá ráðstefnunnar dreifðist á tvo daga og voru fyrirspurnir og umræður báða dagana. Vel var mætt á ráðstefnuna og voru erindin áhugaverð að …

Meira..»

Íþróttadagar HSH

Verkefnið Íþróttadagar á Snæfellsnesni var í gangi nú á vor- og sumardögum 2018.  Hugmyndin af þessu verkefni var komin til þess að reyna að kynna fyrir öllum börnum og ungmennum á Snæfellsnesi hvað er fjölbreytt og líflegt starf í gangi á nesinu. Hvert félag innan HSH fékk ákveðna íþróttagrein til …

Meira..»

Af æskulýðs- og tómstundamálum í Stykkishólmi

X-ið Fimmtudaginn 11. október næstkomandi opnum við félagsmiðstöðina X-ið eftir langt sumarfrí. Krakkarnir hafa sýnt þolinmæði og færðar þakkir fyrir það. Opnun fyrir 8.-10. bekk mánudaga og fimmtudaga kl. 20:00-22:00 sem eru sömu tímasetningar og síðasta vetur. Í skoðun tímasetningar sem hentar fyrir opnun ætlaða 5.-7. bekk og verður hún …

Meira..»