Stykkishólmur fréttir

Ókeypis heilsufarsmælingar

Dagana 4. og 5. febrúar býðst íbúum á Snæfellsnesi upp á að mæta í ókeypis heilsufarsmælingar í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæsluna og sveitarfélögin á svæðinu. Í heilsufarsmælingunum eru blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun mæld. Auk þess verður boðið upp á öndunarmælingu hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem …

Meira..»

Framúrskarandi fyrirtæki á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 25. janúar tilkynnti Creditinfo hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016. Að þessu sinni voru það 621 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu, en það er um 2% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti og eru því …

Meira..»

Handavinna í Setrinu

Nýr klúbbur hefur litið dagsins ljós í Stykkishólmi. Það er Handavinnuklúbburinn. Þau hittast vikulega á þriðjudögum kl. 19:30 í Setrinu og er opinn öllum þeim sem hafa nokkurn áhuga á hvers kyns handavinnu. Markmið hópsins er fyrst og fremst að njóta samverustunda en þeir sem mæta geta miðlað af reynslu …

Meira..»

Nemendur yrkja

Senn fer Júlíana – hátíð sögu og bóka að byrja. Þemað í ár verður þorpið. Verður þetta í fimmta sinn sem hátíðin verður haldin en það verður dagana 16.-20. febrúar. Nú þegar er leshringur farinn af stað. Hittist hann vikulega á Hótel Egilsen og er viðfangsefnið bókin Englaryk Eftir Guðrúnu …

Meira..»

Ögn af starfsemi Berserkja

Björgunarsveitir landsins fóru í umfangsmestu leit sem farið hefur verið í um síðustu helgi þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur sem þá hafði verið saknað í viku. Lauk leitinni þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Björgunarsveitir allsstaðar af landinu tóku þátt í leitinni, þ.á.m. Björgunarsveitin Berserkir frá Stykkishólmi. Sveitin mætti …

Meira..»

Af X-inu og Ásbyrgi

Ungmennaráð Stykkishólmsbæjar fundaði 22. janúar sl. Gestur á fundinum var Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri. Fundargestum voru málefni ungmenna skiljanlega ofarlega í huga. Þar bar helst að nefna stöðuna á félagsmiðstöðinni X-inu. Nú er X-ið staðsett á Aðalgötu 22 sem auglýst var til sölu og niðurrifs í vetur. Á fundinum var rætt …

Meira..»

Dr. Jón Örn

Jón Örn Friðriksson varði doktorsverkefni sitt á dögunum við Umeå universitet. Hann er sonur Friðriks Jónssonar og Arnþrúðar Bergsdóttur. Ritgerðin fjallar um langtímaáhrif við meðferð á blöðruhálskrabbameini, skurðaðgerð annars vegar og geislameðferð hins vegar. Fjallað er um mun aukaverkanna á meðferðunum og hversu lengi þær verka. Jón Örn fékk góða …

Meira..»

Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi í sókn

Mannamót, fundur markaðstofa landshlutanna, var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. Á fundinn mæta samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna og kynna starfsemi sína fyrir aðilum í ferðaþjónustu. Var þetta í 4. skipti sem fundurinn er haldinn. Alls voru 210 fyrirtæki með bása og voru gestir yfir daginn um 7-800 talsins. Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri …

Meira..»

Höllin klár

Félagsmenn í HEFST hafa nú prófað reiðhöllina sem var að mestu leiti reist í sjálfboðavinnu félagsmanna nú í haust og vetur. Þó er ekki búið að vígja höllina formlega en það verður gert á næstu misserum samkvæmt heimildum. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er mikil spenna fyrir komandi tímum …

Meira..»