Stykkishólmur fréttir

Hvað verður um flugvöllinn?

„Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skoðað verði að stækka iðnaðar og athafnarsvæði við Hamraenda þar sem vöntun er á lóðum undir iðnaðarstarfssemi í Stykkishólmi. Í því sambandi vakna spurningar um framtíð flugvallarins í Stykkishólmi.” Á þessum orðum endar fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember sl. Vangaveltur þessar koma …

Meira..»

PISA könnun

Nýlega komu niðurstöður úr síðustu PISA-könnun og koma nemendur á Íslandi illa út úr henni. Ísland mælist undir meðaltali OECD ríkja í öllum þremur þáttunum, þ.e. lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Auk þess er árangur Íslands lakastur allra af Norðurlöndunum. PISA könnunin er lögð fyrir nemendur í 10. bekk við lok …

Meira..»

Framhaldsskólanemar lesa fyrir leikskólabörn

Börnin á leikskólanum í Stykkishólmi fengu heimsókn á dögunum þegar tveir nemendur í barnabókmenntaáfanga FSN mættu og lásu upp úr sögum sem þeir höfðu skrifað sjálfir í vetur. Samkvæmt Ernu Guðmundsdóttur sem kennir áfangann læra nemendur um sögu íslenskra barnabókmennta og kynnast einkennum vandaðra barna- og unglingabókmennta, greiningu myndabóka og …

Meira..»

Veggir steyptir á bókasafni

Viðbyggingin við Grunnskólann í Stykkishólmi sem hýsa á Amtsbókasafnið er farin að taka á sig mynd. Fyrsta skóflustunga var tekin 3. ágúst á þessu ári og eru áætluð verklok 1. október 2017. Undanfarið hafa 5 starfsmenn frá Skipavík unnið á svæðinu og hafa þeir farið með á annað hundrað rúmmetra …

Meira..»

Hanna tilnefnd til hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands

Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga var ein af þremur sem hlaut tilnefningu Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga. Hanna var tilnefnd fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar fyrir störf í þágu fólks með …

Meira..»

Umhverfisvitund á Spáni

Fyrr í vetur fóru nokkrar vaskar stúlkur úr Grunnskólanum í Stykkishólmi til Spánar ásamt kennara sínum, Agnesi Sigurðardóttur. Ferðin var farin í tengslum við verkefni sem bar yfirskriftina Eco Action Youth. 5 ungmenni frá jafnmörgum löndum (Íslandi, Spáni, Ítalíu, Ungverjalandi og Tékklandi) tóku þátt í verkefninu sem sneri að umhverfinu. …

Meira..»

Ferðaþjónustan

Fimmtudaginn 24. nóvember sl. mættu aðilar í ferðaþjónustu á Vesturlandi í Stykkishólm á uppskeruhátíð í kjölfar aðalfundar Ferðamálasamtaka Snæfellsness. Farið var með hópinn í ýmsar heimsóknir í bænum til þess að sjá hvað hann hefur fram að bjóða í ferðaþjónustu, afþreyingu og verslun svo dæmi séu tekin. Ágætlega var mætt …

Meira..»

Hólmari í ungmennaráði Menntamálastofnunnar

Sara Rós Hulda Róbertsdóttir, nemandi í 10. bekk í GSS, hefur verið tilnefnd sem fulltrúi í ungmennaráði Menntamálastofnunnar. Var hún tilnefnd af ungmennaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Foreldrar Söru eru þau Róbert Stefánsson og Menja von Schmalensee. Í ungmennaráði Menntamálastofnunnar eru 22 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Skiptast þau í 12 …

Meira..»

Hringtenging ljósleiðara

Milli jóla og nýárs árið 2014 rofnaði ljósleiðari í Kaldá sem olli því að Snæfellsnes varð sambandslaust í nánast sólarhring. Ekki var hægt að versla, taka bensín eða fara á netið á þeim tíma. Snæfellsnes var tengt landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðaratengingu. Innanríkisráðuneytið auglýsti eftir upplýsingum um markaðsáform fjarskiptafyrirtækjanna um …

Meira..»