Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Nóg um að vera

Það verður líf og fjör komandi helgi í Stykkishólmi í menningar- og skemmtanalífi. Jólaljúfmetismarkaðurinn Stykkishólmz-bitter verður á laugardaginn í bragga BB & Sona á Reitarvegi 16. Tókst hann með eindæmum vel síðasta ár og er von á öðru eins nú. Þá verður pup-quiz sama kvöld á Skúrnum. Heimildir herma að …

Meira..»

Skipulagsmál – breytingar á deili- og aðalskipulagi

Auglýstar eru breytingar á aðalskipulagi á Reitarvegi þar sem heimila á „…fjölbreytta notkun á svæðinu og skilgreina nýja uppbyggingarmöguleika fyrir fjölbreyttari atvinnu, verslun, þjónustu og íbúðir” eins og segir í auglýsingu. Verður svæðið þá skilgreint sem athafna- og íbúðarsvæði í aðalskipulagi 2002-2022. Tillögur að breytingum komu fram á Snæfellingar.is. Einnig …

Meira..»

Fréttaritarar á faraldsfæti

Á þemadögum í Grunnskólanum þessa vikuna fengu nemendur í elstu bekkjum að velja sér þema sem þau vinna eftir. Einn hópurinn valdi sér blaða- og fréttamennsku og hafa íbúar eflaust séð unga fréttaritara þefa uppi skúbb á götum bæjarins. Nú þegar hafa birst nokkrar greinar á Facebook síðu Grunnskólans og …

Meira..»

Gunnhildur Gunnarsdóttir körfuknattleikskona ársins

Komið er að þeim tíma ársins að valdir eru þeir sem skarað hafa fram úr á sviði sínu þetta ár og er KKÍ engin undantekning. Körfuknattleiksfólk ársins 2016 hefur verið valið og af körfuknattleikskonum þótti Gunnhildur Gunnarsdóttir skara fram úr. Í rökstuðningi KKÍ segir: „Gunnhildur er ein mikilvægasti leikmaður íslenska …

Meira..»

Haldið í hefðirnar

Það er ekki nokkur leið að njóta aðventunnar án þess að fylgja hefðum sem hafa skapast í kring um jólaundirbúning. Hér í Stykkishólmi er fyrir löngu komin hefð á ýmsa viðburði og geta margir ekki haldið heilög jól án þess að taka þátt í þeim. Jólabasar kvenfélagsins, helgileikurinn, tendrun trésins …

Meira..»

Gjaldskrá 2017

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að útsvar árið 2017 verði 14,37%, það sama og árið 2016, og að gjaldskrár hækki um 3-4% frá og með 1. janúar 2017. Fasteignaskattur verður sá sami og hann hefur verið sl. 2 ár í öllum flokkum á næsta ári (A flokkur – 0,5%, …

Meira..»

Tillaga að fækkun sveitarfélaga

Samtök atvinnulífsins leggja til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í 9 með sameiningum. Í stuttu máli myndu flókin samstarfsform sveitarfélaga verða óþörf og rekstur þeirra færi fram á hagkvæmari máta að mati efnahagssviðs SA. Í dag eru 328 samstarfsverkefni í gangi á milli sveitarfélaganna. Forsendur gætu skapast til þess …

Meira..»

Hvað verður um flugvöllinn?

„Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skoðað verði að stækka iðnaðar og athafnarsvæði við Hamraenda þar sem vöntun er á lóðum undir iðnaðarstarfssemi í Stykkishólmi. Í því sambandi vakna spurningar um framtíð flugvallarins í Stykkishólmi.” Á þessum orðum endar fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember sl. Vangaveltur þessar koma …

Meira..»