Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Fjármögnun heppnaðist

Í síðustu viku birtist hér frétt um hópfjármögnun fyrir plötuútgáfu hljómsveitarinnar Þrír, sem að hluta til er frá Stykkishólmi. Var þar sagt frá því að hljómsveitin væri að safna fyrir útgáfu plötu sinnar, Allt er þegar Þrír er, á vínyl-formi og geisladisk. Áður kom platan út rafrænt á tónlistarveitunni Spotify. …

Meira..»

Hótelbygging í Skothúsmýri

Fyrirætlanir eru um byggingu hótels á svæðinu við Skothúsmýri, á milli Móvíkur og Sundvíkur. Búið er að úthluta lóðinni og samkvæmt 3. vikupistli bæjarstjóra frá nóvember á síðasta ári er ætlunin að reisa þar hótel sem rúmað gæti 250 herbergi. Til samanburðar má nefna að Fosshótel Stykkishólmi hefur 79 herbergi. …

Meira..»

Nýársmót HSH

Nýársmót HSH var haldið sunnudaginn 15. janúar í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Mótið átti að vera jólamót en hafði verið frestað vegna veðurs. Mótið var skipulagt af frjálsíþróttaráði HSH og var fyrir alla aldurshópa barna og ungmenna, en alls tóku þátt 52 keppendur, alls staðar af Snfæfellsnesinu. Yngsti þátttakandinn var á fjórða ári …

Meira..»

Koma á öllu kurli til grafar

Á bæjarráðsfundi þann 12. janúar sl. var til umsagnar áætlun frá umhverfis- og auðlindaráðherra um dekkjakurl á leik- og íþróttavöllum. Í áætluninni er ráðgert að skipta út kurlinu fyrir hættuminni efni. Alþingi ályktaði 2. júní sl. að banna notkun dekkjakurls á leik- og íþróttavöllum. Í kjölfarið var umhverfis- og auðlindaráðherra, …

Meira..»

Mannamót 2017

Fimmtudaginn 19. janúar fer fram fundur markaðsstofa landhlutanna í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Fundurinn ber heitið Mannamót og er hann haldinn fyrir samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landbyggðinni. Þar gefst fyrirtækjum af landbyggðinni tækifæri á þvi að sýna sig og sjá aðra. Áhersla fundarins verður á verarferðamennsku. Markaðsstofur …

Meira..»

Menningarstyrkir veittir

Stjórn lista- og menningarsjóðs í Stykkishólmi hefur farið yfir umsóknir og tillögur að úthlutun styrkja. Samþykkt var að veita eftirtöldum félagasamtökum og viðburðum peningastyrki, frá 120.000 kr. til 250.000 kr. Emblur – 180.000 kr. Júlíana – Hátíð sögu og bóka – 150.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr. Listvinafélag Stykkishólmskirkju – …

Meira..»

FSN keppir í Morfís í kvöld

Morfíslið FSN mætir liði MH í kvöld í æsispennandi kappræðum. Lið FSN er skipað þeim Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni, Lenu H.F. Fleckinger Örvarsdóttur og Guðbjörgu Helgu Halldórsdóttur. Ísól og Jón Grétar koma frá Stykkishólmi. Þjálfari liðsins er Loftur Árni Björgvinsson. Í Morfís (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) …

Meira..»

Undirskriftasöfnun á næstunni

Nokkur viðbrögð hafa verið vegna greinar (sjá hér) sem birtist í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins. Í greininni, sem var aðsend, fer Lárus Ástmar Hannesson nokkrum orðum um miðbæjarskipulagið og nefnir þar mögulega atkvæðagreiðslu íbúa. Tekur hann þar fram að samkvæmt sveitastjórnarlögum geti ákveðið hlutfall kosningabærra manna óskað eftir atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn tæki …

Meira..»

Þjónusta Stígamóta á Vesturlandi

Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi. Stígamót eru grasrótarsamtök sem aðstoðar fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi. Þar geta brotaþolar fengið stuðning og deilt …

Meira..»