Stykkishólmur fréttir

Stjörnuleikur

Meistaraflokkur karla fær til sín feiknasterkt lið í kvöld þegar Stjarnan mætir til leiks. Snæfell er nú í neðsta sæti Domino’s deildarinnar en Stjarnan taplausir í öðru sæti eftir fjórar umferðir. Fremstir meðal jafningja hjá Stjörnumönnum verða þeir Hlynur Bæringsson og Justin Shouse en þeir eru einmitt gamalkunnir Snæfellsmenn. Hlynur …

Meira..»

Kór Stykkishólmskirkju heiðraður

Kirkjukór Stykkishólmskirkju og stjórnendur hans hlutu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Stykkishólms við opnunarhátíð Norðurljósahátíðarinnar 20. október sl. Í ávarpi frá Hafdísi Bjarnadóttur, forseta bæjarstjórnar, segir að ekki sé hægt að horfa framhjá hlutverki kórsins í blómlegu tónlistarlífi bæjarins. Hún sagði jafnframt að kórfélagar sinntu óeigingjörnu starfi sem allir bæjarbúar njóti og …

Meira..»

Kvennafrídagur

24. október hefur fest sig í sessi sem kvennafrídagurinn þar sem konur leggja niður störf til þess að berjast fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna. Það var árið 1975 sem hann var fyrst haldinn og talið er að um 25.000 konur hafi safnast saman á Lækjartorgi til að sýna fram …

Meira..»

Vikupistlar bæjarstjóra

Á nýjum vef Stykkishólmsbæjar má nú finna vikulega pistla frá bæjarstjóra. Þegar þetta er ritað er einn pistill kominn en stefnt er að því að birta þá vikulega. Í pistlinum sem birtist föstudaginn 21. október sl. fer bæjarstjóri yfir einkunnagjöf fjárhags bæjarins í tímaritinu Vísbendingu sem fjallar um viðskipti og …

Meira..»

Leikmenn á hreyfingu

Snæfellsstúlkur hafa nú kvatt Taylor Brown og spilar hún ekki meira með liðinu á tímabilinu. Hún er þegar farin af landi brott og er ástæðan sögð vera vegna persónulegra ástæðna. Taylor Brown skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik, tók 4,8 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar fyrir Snæfell. Körfuknattleiksdeild Snæfells …

Meira..»

Ályktun Æðarræktarfélags Snæfellinga

Eftirfarandi er ályktun frá Æðarræktarfélagi Snæfellinga sem samþykkt var á aðalfundi 20. október sl. og birtist hér í heild sinni. — Aðalfundur Æðarræktarfélags Snæfellinga skorar á sveitarstjórnir við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki Breiðafjarðar og leggjast gegn áformum um stóraukna nýtingu á sjávargróðri án undangenginna rannsókna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi

Fjölmenningarhátíð var haldin 15. október sl. í Frystiklefanum á Rifi. Var þetta í annað skiptið sem hátíðin var haldin. Að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastýru Svæðisgarðsins Snæfellsnes, gekk allt saman vonum framar. Fólk mætti af öllu Snæfellsnesi og ætla má að met hafi verið sett í mætingu í Frystiklefann þegar u.þ.b. …

Meira..»