Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Stykkishólmur fréttir

Stykkishólms-Pósturinn 23 ára í dag

Fyrsta tölublað Stykkishólms-Póstsins kom út 13. janúar árið 1994. Það var Prentsmiðjan Stykkishólmi hf. sem gaf hann út. Blaðið hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá og skipt um eigendur og ritsjtóra en alltaf hefur hann komið út. Þykir það gott hjá prentmiðli í litlu samfélagi. Engar auglýsingar eru á forsíðu …

Meira..»

Styttist í þorra

Eftir smá hlé veisluhalda og hátíða er komið að næstu törn. Föstudaginn 20. janúar er bóndadagur og markar hann upphaf þorra. Tíðkast það að konur færi bónda sínum blóm á þeim degi. Vilji menn hins vegar halda í hefðir er vert að benda á þjóðsögur Jóns Árnasonar en þar er …

Meira..»

Framkvæmdir í vændum

Flutningafyrirtækið B. Sturluson ehf. hefur fengið lóð á Hamraendum 4 og stefnir á framkvæmdir síðar á þessu ári. Böðvar Sturluson, framkvæmdastjóri, segir að markmiðið sé að koma vöruafgreiðslunni úr íbúabyggð og minnka þannig umferð flutningabifreiða um Nesveginn þar sem aðstaðan stendur nú. Framkvæmdirnar eru áætlaðar síðar á þessu ári sem …

Meira..»

Heimagistingar í Hólminum

Ný lög tóku í gildi um síðustu áramót er varða heimagistingar. Í þeim er einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og/eða aðra fasteign í allt að 90 daga án þess að sækja um rekstrarleyfi sé veltan undir tveimur milljónum króna. Með þeim formerkjum má ein nótt ekki fara yfir …

Meira..»

NV-kjördæmi á fulltrúa í ríkisstjórn

Tekist hefur að mynda ríkisstjórn rúmum 10 vikum eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð komust að niðurstöðu og undirrituðu stjórnarsáttmála í vikunni. Búið er að skipa í ráðherraembætti og eiga kjósendur í NV-kjördæmi fulltrúa þar. Það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en hún vermdi 2. sæti lista Sjálfstæðismanna í …

Meira..»

Engar umsóknir borist vegna læknastöðu

Á síðasta ári var staða læknis við HVE í Stykkishólmi auglýst og rann umsóknarfresturinn út á gamlársdag. Engar umsóknir bárust þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar, jafnvel voru erindi sent beint til lækna en án árangurs. Framkvæmdastjórn HVE áætlar að „viðhalda auglýsingum næstu vikurnar í það minnsta” samkvæmt svari við fyrirspurn fréttaritara. …

Meira..»

Vesturlandið þykir spennandi

Vesturlandi hefur hlotnast sá heiður að rata á lista CNN yfir bestu staði til að heimsækja árið 2017. Landshlutinn er þar ásamt ekki ómerkari stöðum en Kólumbíu, Bordeux í Frakklandi, Amman í Jórdaníu, Rúanda og Ástralíu svo dæmi séu tekin. Í rökstuðningi CNN er tekið fram að Reykjavík hafi verið …

Meira..»

(Hópfjár)mögnuð plata

Fyrir skemmstu sendi hljómsveitin Þrír frá sér sína fyrstu hljómplötu á streymisveitunni Spotify. Nú stendur til að koma útgáfunni á fast form, bæði cd og vinyl, og er í því skyni hafin söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolinafund.com. Þó hægt sé að hlusta á plötuna í heild sinni á netinu eru enn …

Meira..»