Stykkishólmur fréttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir körfuknattleikskona ársins

Komið er að þeim tíma ársins að valdir eru þeir sem skarað hafa fram úr á sviði sínu þetta ár og er KKÍ engin undantekning. Körfuknattleiksfólk ársins 2016 hefur verið valið og af körfuknattleikskonum þótti Gunnhildur Gunnarsdóttir skara fram úr. Í rökstuðningi KKÍ segir: „Gunnhildur er ein mikilvægasti leikmaður íslenska …

Meira..»

Haldið í hefðirnar

Það er ekki nokkur leið að njóta aðventunnar án þess að fylgja hefðum sem hafa skapast í kring um jólaundirbúning. Hér í Stykkishólmi er fyrir löngu komin hefð á ýmsa viðburði og geta margir ekki haldið heilög jól án þess að taka þátt í þeim. Jólabasar kvenfélagsins, helgileikurinn, tendrun trésins …

Meira..»

Gjaldskrá 2017

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að útsvar árið 2017 verði 14,37%, það sama og árið 2016, og að gjaldskrár hækki um 3-4% frá og með 1. janúar 2017. Fasteignaskattur verður sá sami og hann hefur verið sl. 2 ár í öllum flokkum á næsta ári (A flokkur – 0,5%, …

Meira..»

Tillaga að fækkun sveitarfélaga

Samtök atvinnulífsins leggja til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í 9 með sameiningum. Í stuttu máli myndu flókin samstarfsform sveitarfélaga verða óþörf og rekstur þeirra færi fram á hagkvæmari máta að mati efnahagssviðs SA. Í dag eru 328 samstarfsverkefni í gangi á milli sveitarfélaganna. Forsendur gætu skapast til þess …

Meira..»

Hvað verður um flugvöllinn?

„Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skoðað verði að stækka iðnaðar og athafnarsvæði við Hamraenda þar sem vöntun er á lóðum undir iðnaðarstarfssemi í Stykkishólmi. Í því sambandi vakna spurningar um framtíð flugvallarins í Stykkishólmi.” Á þessum orðum endar fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember sl. Vangaveltur þessar koma …

Meira..»

PISA könnun

Nýlega komu niðurstöður úr síðustu PISA-könnun og koma nemendur á Íslandi illa út úr henni. Ísland mælist undir meðaltali OECD ríkja í öllum þremur þáttunum, þ.e. lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Auk þess er árangur Íslands lakastur allra af Norðurlöndunum. PISA könnunin er lögð fyrir nemendur í 10. bekk við lok …

Meira..»

Framhaldsskólanemar lesa fyrir leikskólabörn

Börnin á leikskólanum í Stykkishólmi fengu heimsókn á dögunum þegar tveir nemendur í barnabókmenntaáfanga FSN mættu og lásu upp úr sögum sem þeir höfðu skrifað sjálfir í vetur. Samkvæmt Ernu Guðmundsdóttur sem kennir áfangann læra nemendur um sögu íslenskra barnabókmennta og kynnast einkennum vandaðra barna- og unglingabókmennta, greiningu myndabóka og …

Meira..»

Veggir steyptir á bókasafni

Viðbyggingin við Grunnskólann í Stykkishólmi sem hýsa á Amtsbókasafnið er farin að taka á sig mynd. Fyrsta skóflustunga var tekin 3. ágúst á þessu ári og eru áætluð verklok 1. október 2017. Undanfarið hafa 5 starfsmenn frá Skipavík unnið á svæðinu og hafa þeir farið með á annað hundrað rúmmetra …

Meira..»