Stykkishólmur fréttir

10 ár

Hvar varst þú á þessum árstíma fyrir 10 árum? Sjálf var ég stödd á fréttastofu Útvarpsins á fundi með fréttastjóra og allt var á yfirsnúningi á deildinni, því stórviðburðir voru í aðsigi. Fundurinn varð stuttur og ég fór aftur vestur í Hólm. Við tóku verkefnin heima og útgáfa Stykkishólms-Póstsins. Lífið …

Meira..»

Nýjasta söltunartækni?

Það er stutt í glensið hjá starfsmönnum BB og sona sem nýverið tóku við snjómokstri fyrir Vegagerðina hér í nágrenninu fyrir árin 2018-2021. Þjónustan nær yfir mokstur á Vatnaleið, Stykkishólmsvegi, Snæfellsnesvegi frá Heydal að Staðastað og frá Stykkishólmsvegi að Narfeyri. Þar sem veturinn er skollinn á þá var gripið til …

Meira..»

Góðgerðarvika

Vikuna 24.-28. september s.l. stóðu starfsmannafélögin á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og starfsmannafélag St. Fransiskusspítala fyrir góðgerðarviku. Félögin völdu það að styðja við Stuðningsfélagið Kraft, sem styður við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Um þessar mundir selur Kraftur armbönd með áletruninni Lífið er núna en …

Meira..»

Hollvinir dvalarheimilisins

  S.l. fimmtudag var haldinn stofnfundur Hollvinasamtaka dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi og var vel mætt á fundinn þar sem 40 manns skráðu sig sem stofnfélaga. Kosið var í stjórn félagsins á fundinum og samþykktir þess upplesnar. Formaður er Agnar Jónasson, Dagbjört Hrafnkelsdóttir gjaldkeri, Guðrún Magnea Magnúsdóttir ritari, Ásta Sigurðardóttir meðstjórnandi …

Meira..»

Framkvæmdir við kirkjuna okkar

Framundan eru miklar framkvæmdir á kórglugga kirkjunnar.  Núna seinni partinn í þessari viku verða reistir stillansar af Þ.B. Borg í kringum kórgluggann að utanverðu og svo settir upp stillansar inn við altari kirkjunnar.  Fyrstu vikuna í október koma svo verktakar með nýjan álglugga og skipta þeim gamla út sem var …

Meira..»

Iðandi tónlist

Það er líflegt yfir tónlistarskólanum þessa dagana enda um 30 nemendur í tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands staddir hér eins og oft áður á þessum árstíma til að vinna að verkefnum í húsnæði tónlistarskólans. Hópastarf með nemendum tónlistarskólans er einnig þessa dagana og svo verða tónleikar í sal skólans í kvöld, …

Meira..»